Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍFrakklandigerðist það áföstudag að
ungur maður, 18
ára, réðst á kenn-
ara sem var á leið
heim að loknum
vinnudegi og afhöfðaði hann
með stórum hnífi. Þetta er
óhugnaður af því tagi sem vek-
ur mikinn ótta og ógn meðal al-
mennings enda til þess ætlast.
Kennarinn hafði að mati árás-
armannsins unnið sér það til
verstu refsingar að hafa í
kennslustund, sem snerist um
tjáningarfrelsi, sýnt mynd af
Múhameð spámanni múslima.
Myndbirting af spámanninum
er andstæð trú þeirra og sumir
þeirra ganga því miður svo
langt að telja sig hafa heimild
til að drepa þá sem fylgja ekki
myndbirtingarbanninu.
Þessi árás minnir á árásir í
París á ritstjórnarskrifstofur
skopmyndablaðs sem hefur
verið þekkt fyrir myndir sem
ekki eru allar smekklegar, en
höfðu fram að því ekki talist
dauðasök. En öfgamennirnir
gripu til sinna ráða, rétt eins og
síðastliðinn föstudag.
Macron forseti lýsti því strax
yfir að um hryðjuverk væri að
ræða en hann hlýtur að vera
hugsi yfir því að hryðjuverka-
maðurinn, sem lögregla skaut
til bana á vettvangi eftir að
hann reyndi að ráðast á hana
líka, fékk landvist-
arleyfi til tíu ára í
Frakklandi fyrr á
þessu ári. Hryðju-
verkamaðurinn er
Tsétséni, fæddur í
Moskvu en var ekki
á skrá sem hættulegur ógn-
valdur þó að hann hefði áður
spillt eignum og framið ofbeld-
isverk. Í skilaboðum hryðju-
verkamannsins á Twitter lýsti
hann Macron sem „leiðtoga trú-
leysingjanna“. Frakkar hljóta
að velta því fyrir sér hvort
hægt hefði verið að koma í veg
fyrir að veita slíkum manni
leyfi til að dvelja í landinu.
En hann er ekki einn um að
vekja spurningar því að í
tengslum við ódæðisverkið hafa
á annan tug manna verið hand-
teknir, meðal annars maður
sem hvatti til aðgerða gegn
kennaranum og upplýsti um
hvar hann væri að finna. Í
hópnum er einnig fólk með
tengsl við Ríki íslams.
Því fer fjarri að auðvelt sé að
sjá fyrir hverjir muni fremja
slík óhæfuverk, enda erfitt að
ímynda sér að nokkur geti
fengið sig til slíks verknaðar.
Þeir eru þó til og lýðræðisþjóð-
félög verða að gera það sem
hægt er til að verjast slíkri ógn
og reyna í það minnsta að koma
í veg fyrir að slíkum mönnum
sé veitt sérstakt landvistar-
leyfi.
Hryðjuverkamað-
urinn fékk franskt
landvistarleyfi
fyrr á árinu}
Ólýsanlegur óhugnaður
Þær eru ýmsarplágurnar. Ein
er kennd við kór-
ónu og herjar á
heiminn um þessar
mundir svo flestum
þykir nóg um. Aðr-
ar plágur eru einnig útbreiddar
í veröldinni en valda sem betur
fer ekki sama tjóni. Þær geta þó
verið hvimleiðar og kostn-
aðarsamar við að eiga og þær
verður líka að taka föstum tök-
um.
Ein þessara er veggjakrots-
plágan sem raunar hefur fylgt
mannkyninu alllengi en hefur
farið mjög vaxandi og veldur
miklum óþrifnaði og kostnaði
víða, meðal annars hér á landi.
Stundum eru þessi eignaspjöll
unnin af barnaskap en iðulega
eru þau afleiðing frekju, hroka
og fyrirlitningar á öðru fólki og
eigum þess. Fjöldi almennra
borgara þarf ítrekað að bregð-
ast við spellvirkjunum með því
að fara út með málningarfötu og
pensil og mála enn einu sinni
yfir sóðaskapinn.
Reykjavíkurborg, og þar með
útsvarsgreiðendur í borginni,
lendir líka illa í þessu. Í samtali
við Morgunblaðið sagði Hjalti J.
Guðmundsson,
skrifstofustjóri
skrifstofu rekstrar
og umhirðu borg-
arlands, að litið
væri „á allt veggja-
krot sem skemmd-
arverk á eigum borgarinnar“.
Krotið er út um alla borg og
mikil vinna og kostnaður fer í að
þrífa krotið eða mála yfir það.
Miðað við þau útgjöld sem þeg-
ar hafa verið lögð í á þessu ári
má ætla að kostnaður Reykja-
víkur verði ekki undir 30 millj-
ónum króna fyrir árið í heild og
má þó öllum sem ferðast um
borgina vera ljóst að þau út-
gjöld duga engan veginn til að
halda borginni þrifalegri. Og
inni í þessari tölu eru ekki út-
gjöld annarra sveitarfélaga, en
spjöllin einskorðast vitaskuld
ekki við Reykjavík.
Þessi ósómi má ekki líðast
lengur. Þörf er á átaki sveitar-
félaga, borgara og lögreglu til
að vinna bug á þessu. Það mun
líklega aldrei takast að útrýma
þessu með öllu, en almenningur
á betra skilið en að þurfa að lifa
við þennan ófögnuð án þess að
ráðist sé í alvöruaðgerðir til að
kveða hann niður.
Veggjakrot er ekki
saklaus leikur held-
ur skemmdarverk
sem á ekki að líðast }
Plága
N
okkrir vinir mínir segjast vera
frelsisunnendur. Kannski mætti
kalla þá fríhyggjumenn. Þeim
finnst ríkið sífellt vera að skipta
sér af því sem því kemur ekki
við. Þeir eru nokkrir, en köllum þá einu nafni
Brynjar til þess að blekkja þá.
Aumingja Brynjar. Áratugum saman hefur
verið saumað að honum.
Upp úr 1980 voru bílbelti komin í alla bíla og
leitt í lög að þau skyldu ávallt spennt, enda ver-
ið sýnt fram á að þau minnkuðu hættuna á al-
varlegum slysum. Brynjari fannst þau bók-
staflega hefta sig og sagði: „Hverjum kemur
það við nema mér hvort ég nota þessar fjárans
ólar?“ Dýr maður eins og Brynjar gæti reyndar
kostað tugi milljóna í bætur ef hann keyrði sig
og bílinn sinn í klessu. Þjóðfélagið missti þá líka
starfskrafta nýts þegns (jú, jú, víst er hann það). „En hel-
vítis tryggingarnar myndu borga, nóg kosta þær.“
Árið 1996 var þungt í Brynjari. Nú var farið að fylgjast
með því að allir greiddu 10% af launum sínum í lífeyr-
issjóð. Háskólamenntaður maðurinn vissi auðvitað vel að
þetta hafði lengi verið lögbundið, en hann hafði enga trú á
þessum lífeyrissjóðum. „Ef ég vil spara á annað borð, þá á
ég að ráða því hve mikið og hvernig ég geri það. Auðvitað
er það bara mitt mál hvað ég hef í ellinni.“
Heildsalar og sjálfstæðir atvinnurekendur greiddu
margir aldrei krónu í lífeyrissjóð og undrast nú mjög
nísku samfélagsins þegar þeir reyna að framfleyta sér á
fullum bótum TR. Á meðan fær Sólveig sem var þvotta-
kona á lágmarkstaxta skertar bætur af því að
hún greiddi alltaf í lífeyrissjóð. Hennar mál,
ekki Brynjars.
Á 21. öldinni var enn þrengt að Brynjari
okkar sem hafði reykt sígarettur frá því á
skólaárunum og fékk sér öðru hvoru vindil á
skrifstofunni. Kannski kom líka fyrir að í
skjalaskápnum var koníakslögg sem dreypt
var á, en það skiptir ekki máli í þessari sögu.
Allt í einu kom tilkynning frá húseigandanum
um að héðan í frá yrði allt húsið reyklaust.
Okkar manni var öllum lokið. „Ég reyki eins
og mér sýnist, þar sem mér sýnist.“ Þegar
Brynjar flutti loks úr skrifstofunni var hann
löngu búinn að flæma alla aðra af hæðinni.
Enginn vildi leigja í námunda við stækjuna.
Vindlalyktin finnst enn af jakkafötunum hans.
Svona er Brynjar stöðugt í vörn. Fyrst var
það Stóri bróðir, svo Djúpríkið og síðast Góða fólkið sem
ofsækja frjálshugann.
Þessa dagana er enn þrengt að Brynjari. Frelsisunn-
andanum er bannað að fara á krána sína. Enn síður má
hann stunda hnefaleika í Kópavoginum, sem vakti satt að
segja engan áhuga fyrr en það var bannað. Honum er
meira að segja skipað að vera með grímu á almannafæri
(sem þeir sem til þekkja telja raunar til prýði).
Hvað kemur honum það við að einhver smitist og jafn-
vel deyi úr slæmri flensu? Hefði þetta fólk ekki dáið hvort
sem er?
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Ég geri það sem ég vil
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Gera má ráð fyrir að kosn-ingaþátttaka í forseta-kosningunum í Banda-ríkjunum, sem fara eiga
fram 3. nóvember næstkomandi,
muni verða ein sú mesta í seinni
tíma sögu landsins ef marka má
mikla fjölgun í utankjörfundar-
atkvæðum, en minnst 38 ríki af 50
bjóða upp á að hægt sé að greiða
atkvæði nokkrum vikum fyrir kjör-
dag á völdum kjörstöðum.
Samkvæmt talningu The Unit-
ed States Elections Project hafa
rúmlega 25 milljónir Bandaríkja-
manna nýtt sér atkvæðisrétt sinn
þó að enn séu rúmar tvær vikur til
kjördags. Þessi þátttaka er langt
umfram það sem var á sama tíma
fyrir fjórum árum, en hún er að
miklu leyti rakin til tveggja þátta.
Annars vegar er mikið talið
liggja undir niðurstöðu kosning-
anna, sem ýtt hefur undir áhuga á
þeim, og hins vegar hefur kórónu-
veirufaraldurinn ýtt undir aukinn
áhuga á öðrum kostum við að
kjósa, eins og þeim að senda at-
kvæði með póstinum.
Sumstaðar hafa myndast lang-
ar biðraðir þar sem fólk hefur beð-
ið eftir að geta greitt utankjör-
fundaratkvæði sín, og hefur fólk í
sumum tilfellum þurft að bíða í
fimm klukkutíma eftir að geta kos-
ið.
Fleiri demókratar sem nýta
utankjörfundaratkvæði
Fimmtán af ríkjum Bandaríkj-
anna gefa upplýsingar um það
hvaða stjórnmálaflokk fólk skráir
sig í þegar það sækir um að vera
sett á kjörskrá. Af þeim gögnum
má ráða að nú þegar hafi skráðir
demókratar skilað inn rúmlega 5,8
milljónum atkvæða, á sama tíma og
skráðir repúblikanar hafa einungis
sent inn um 2,5 milljónir atkvæða.
Þar má nefna sem dæmi að í
Pennsylvaníuríki, sem talið er geta
ráðið einna mestu um niðurstöðu
kosninganna, hafa 75% þeirra
683.000 atkvæða sem greidd hafa
verið utankjörfundar borist frá
skráðum demókrötum.
Þá hefur 1,1 milljón demó-
krata kosið utan kjörfundar í Flór-
ídaríki, miðað við 726.000 repúblík-
ana, en kjörstaðir þar voru opnaðir
á mánudaginn síðastliðinn. Svipaða
sögu er að segja í öðrum ríkjum
eins og Michigan og Texas. Í
Georgíu höfðu um 10% þeirra sem
eru á kjörskrá þegar kosið nú á
föstudaginn, og um 11% allra á
kjörskrá í Norður-Karólínu.
Varast skal þó að lesa of mikið
í þessar tölur, þar sem demókratar
hafa í seinni tíð verið duglegri að
kjósa utan kjörfundar en repúblik-
anar, og engin leið er að spá um
hvernig staðan muni líta út á kjör-
dag. Þá segir skráning kjósenda að
sjálfsögðu ekki alltaf til um það
hvernig þeir svo verja atkvæði sínu
þegar þeir kjósa.
Sem dæmi má nefna skoðana-
könnun sem dagblaðið Washington
Post og ABC-fréttastöðin stóðu að
í lok september, en af henni mátti
ráða að Joe Biden, frambjóðandi
demókrata, myndi njóta stuðnings
67% þeirra sem hugðust kjósa fyrir
tímann en 31% þeirra ætlaði sér að
kjósa Donald Trump Bandaríkja-
forseta. Dæmið snerist svo við þeg-
ar hugur þeirra sem ætla sér að
kjósa 3. nóvember var kannaður,
því þar leiddi Trump með 58% fylgi
gegn 39% hjá Biden. Kosningarnar
munu því alltaf ráðast af því, hverj-
ir ákveða að fara á kjörstað hinn 3.
nóvember.
Hvaða áhrif hefur
aukin þátttaka?
AFP
Kosningaröðin Langar biðraðir hafa myndast við kjörstaði víða í Banda-
ríkjunum, eins og þessi mynd frá kjörstað í Las Vegas í Nevada ber með sér.
Michael McDonald, prófessor
við Háskólann í Flórída, hefur
áætlað að um 150 milljónir
manna muni kjósa í forseta-
kosningunum í nóvember, en
það yrði mesti fjöldi sem kosið
hefði í Bandaríkjunum til
þessa. Um 239,2 milljónir
Bandaríkjamanna hafa náð
kosningaaldri, en allir sem
hafa náð 18 ára aldri hafa
kosningarétt, með þeirri und-
antekningu að dæmdir glæpa-
menn missa þann rétt í 21 ríki
af 50.
Kjörsókn í forsetakosningum
eftir lok síðari heimsstyrjaldar
hefur verið á bilinu 49-62,8%,
en minnst var hún árið 1996. Í
kosningunum 2004, 2008,
2012 og 2016 hefur þátttakan
verið í kringum 55%, en gangi
spár McDonalds eftir er líklegt
að þátttakan verði um 62,7%,
eða svipuð og hún var árið
1952.
Stefnir allt í
metþátttöku
KJÖRSÓKN