Morgunblaðið - 19.10.2020, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020
Herðubreið Ár hafa runnið og aldir liðið, eilífðar fram í víðan geim, líkt og Kristján Jónsson orti í kvæði sínu um Herðubreið, en fjallið vökula skartaði tignarlegum svip nú um helgina.
Þorgeir Baldursson
Jöfnum völd, eignir í
þjóðfélaginu og gerum
eignarrétt almennan.
Aðalreglan verði sú að
eignir og eignarréttur
verði sem mest á hönd-
um einstaklinga með
tiltölulegum jöfnuði.
Ekki algjörum jöfnuði,
það er óraunhæft,
heldur þrífist efnað
fólk einnig. Við höfum
einstakt tækifæri núna til að koma
slíkri stefnu í framkvæmd. Svo hag-
ar til á Íslandi að heildareignir þjóð-
arinnar eru ekki að meirihluta í
höndum efnamanna, heldur á hönd-
um hins opinbera, ríkis og sveitar-
félaga.
Það eru ótal leiðir til að ná þessu
takmarki. Ein er sú að selja ríkis-
eignir og leggja andvirði þeirra í sér-
stakan jöfnunarsjóð sem úthlutað
verði úr til manna í öfugu hlutfalli
við efnahag þeirra. Þetta yrðu ekki
tekjur til ráðstöfunar fyrir viðkom-
andi móttakanda, heldur eign hans,
höfuðstóll, verðmæti, sem hann
verður sjálfur að ávaxta til að skapa
sér tekjur.
Þannig mætti styrkja félagslegar
stoðir og völd efnaminni fólks. Kost-
urinn við þessa aðferð er sá að hér er
höfuðstóll hins opinbera, þ.e. eignir
sem ríki og sveitarfélög hafa nú for-
ræði yfir, notaður til eignajöfnunar,
svo ekki þarf að draga úr skattheimu
og velferðarþjónustu
Með þessari aðferð skapast við-
varandi eignajöfnun.
Aukinn eignarréttur einstaklinga
mun stórefla stöðu þeirra og völd í
þjóðfélaginu. Gera þá sjálfstæðari
og virkari. Ragnar Aðalsteinsson
hrl. hefur komist svo að orði: „Mað-
ur sem býr við óviðunandi lífskjör er
ófrjáls maður.“ Fátækt er sóun
mannlegra hæfileika. Þesssi breyt-
ing verður ekki framkvæmd í einu
vetfangi, heldur á nokkrum árum.
Það er algeng mótbára við þessum
hugmyndum að hinir efnaminni mót-
takendur fjárins muni fara illa með
það og eyða því í óþarfa og fánýti.
Ég hefi meira álit á al-
menningi en þetta. Lík-
legt er að 80% viðtak-
enda kunni fótum
sínum forráð. Þar sem
hér er um opinbert fé
að ræða er hægt að
setja afhendingu þess
ýmis skilyrði um með-
ferð.
Með þessari aðferð
er komið á viðvarandi
eignajöfnun, sem kem-
ur í veg fyrir of mikla
brenglun á eigna-
hlutföllum í landinu.
Mannleg hegðun
Um mannlega hegðun er fjallað í
stóru ritverki eftir Ludwig von Mis-
es „Human Action“. Mannleg hegð-
un er vilji, val í framkvæmd. Frjáls
maður getur valið. Hann velur yfir-
leitt það sem bætir stöðu hans í hinu
stóra og víða samhengi lífsins. En
menn hafa ekki allir alltaf verið
frjálsir.
Í upphafi var frumkommúnism-
inn, sem virkakði einhvern veginn
svona: Duglegur veiðimaður felldi
stórt dýr, elg eða hjört. Kraftmikiir
dólgar tóku sig saman og drápu
veiðimanninn og átu bráð hans og
sjálfan hann á eftir í ábæti. Gallinn
við þetta ástand var sá að færri og
færri gengu til veiða upp á þessi
býti. Menn sultu. Hvað var til ráða?
Menn fundu upp eignarréttinn.
Eignarrétturinn er ein merkasta
uppfinning mannkynsins, sem jafna
má til uppgötvunar eldsins, hjólsins
og stafrófsins.
Með eignarréttinum var það ekki
lengur vafa undirorpið að veiðimað-
urinn átti veiðidýrið. Það var komin
meiri röð og regla á samskipti
manna.
Eignarrétturinn er í reynd stjórn-
arskrá mannkynsins í þúsundir ára
og er það enn, miklu eldri en sögu-
legur tími. Reglur um það hvernig
menn eiga að haga sér í samskiptum
sínum hverjir við aðra. Þörfin fyrir
eignarréttinn leiddi síðar til stofn-
unar þjóðfélaga og ríkisvalds til að
vernda eignarréttinn.
Reglur eignarréttarins eru mjög
skýrar og greinilegar, nánast eins í
öllum löndum. Eigandinn hefur vald
yfir eign sinni.
Vald og réttindi eigenda í nútíma-
þjóðfélagi er skilgreint svo:
Eigandinn getur neytt eignar
sinnar, notað hana, breytt henni,
deilt henni með öðrum, leigt hana,
veðsett og pantsett, framselt, gefið,
eytt eða vanrækt hana. Eigandinn
getur látið eign sína ganga í arf.
Hann má vernda hana og leita að-
stoðar almannavaldsins (lögreglu og
dómstóla) í því skyni. Eign er grund-
völlur lánstrausts, getu og virðingar.
Eigandinn getur bannað öðrum að
njóta réttinda sem eign hans veitir
honum. Sá sem ekki á eign hefur
ekki þessi völd yfir eign. Það er ljóst
að sá sem ekki á eign(ir) fer mikils á
mis. Völd hans eru minni að þessu
leyti. Ljóst er að mikið samband er á
milli eigna og valda í þjóðfélaginu.
Því meiri eignir, því meiri völd. Lagt
er til að allur almenningur fái hlut-
deild í þessum völdum. Eignir eru
hluti af persónuleika flestra til góðs
eða ills.
Góðir hlutir gerast hægt
Manngerðin sem drap veiðimann-
inn forðum lagði eignarréttinn undir
sig og gerði hann og sjálfan sig að
yfirstétt, sem kúgaði meirihlutann.
Meirihluti mannfólksins var gerður
að eignalausum og réttlausum þræl-
um. Yfirstéttin misnotaði jafnvel
eignarréttinn og markaðinn til að
versla með þræla og eiga þá.
Ástæðan fyrir þessari þróun var
m.a. sú að frumstæðar framleiðslu-
aðferðir fornaldar gátu ekki brauð-
fætt ört fjölgandi fólksmergð. Í bar-
áttunni um brauðið náðu hinir
sterku yfirhöndinni og komu á fót
yfirstétt, sem hafði forgang að lífs-
gæðunum.
Lýðræðið í Grikklandi til forna
væri kallað sýndarlýðræði í dag, fá-
mennisstjórn. Yfirstéttin ein hafði
atkvæðisrétt. Meiri hluti fólksins var
þrælar, ánauðugir og réttlausir.
Hin mikla stéttaskipting leyfði að-
eins fámennum meirihluta – yfir-
stéttinni – að búa við frelsi. Allt of
margir voru ánauðugir. Þrællinn var
háður alræði húsbónda síns og átti
ekkert val til að bæta stöðu sína.
Hann gat bara dregið úr vinnu-
framlagi sínu, en þá var svipunni
beitt miskunnarlaust. Þrællinn hafði
engan hvata til að bæta vinnu sína
eða auka afköst sín. Þrælahald var
sóun mannlegra hæfileika. Þræla-
vinna varð því með tímanum úrelt og
stóðst ekki samkeppni við launaða
vinnu, þar sem aðilar skiptu með sér
afrakstri vinnunnar og greitt var
fyrir betri afköst og hugvit, sem
varð eign aðila. En þróunin var víða
hæg vegna einokunar aðalsmanna á
landi og eignum lénsskipulagsins.
Eignarréttur var ekki viðurkenndur
né verndaður nema hjá yfirstéttinni,
aðlinum, með valdi hins opinbera. Í
frönsku stjórnarbyltingunni 1789
eru forréttindi aðalsins afnumin,
þrælahald bannað og mannréttindi
lögleidd fyrir alla með stjórnarskrá.
Ein þýðingarmestu mannréttindin
eru eignarrétturinn, því eignir eru
sem fyrr segir mikil undirstaða
valda og betra lífs. Í þeim liggur m.a.
máttur eigandans til að þroska sjálf-
an sig, treysta sjálfstæði sitt og taka
framförum.
En það var langt í land þar til rétt-
læti og jafnræði yrði virkara. Gífur-
legar framfarir og hagnaður iðnbylt-
ingar og frjálsra mannréttinda
komu mjög misjafnt niður hjá fólki í
Evrópu. Eignir borgara og atvinnu-
rekenda uxu hröðum skrefum með-
an stór hluti af launþegum varð að
öreigum á 19. öld.
Karl Marx reyndi að finna lausn á
þessum vanda með Kommúnista-
ávarpi sínu 1848, en gerði þau stóru
mistök að vilja afnema eignarrétt-
inn, sem þurrkaði út önnur mann-
réttindi og stórminnkaði afköst
framleiðslu og verðmætasköpunar.
Á seinni hluta 20. aldar leiddu þessi
mistök til hruns kommúnismans. Í
framhaldinu kristallaðist eignasöfn-
un á ný í mismunandi póla á 21. öld.
Algengt er að lítill minnihluti þjóðar,
1-15%, eigi stærstan hluta eigna,
meðan meirihluti manna á lítinn
hluta eigna eða engan.
Þessi misskipting eigna hefur
mikil áhrif á lýðræðisþróun, því fólk
gleymir gjarnan að eignarréttur ein-
staklinga er mannréttindi og styður
og styrkir önnur mannréttindi, sem
geta ekki án hans verið.
Eignum fylgir vald
Engan veginn má vanmeta hvern-
ig eignir og eignarréttur ein-
staklinga styrkja önnur mannrétt-
indi. Fátækar þjóðir búa við
ósjálfstæði og margskonar þreng-
ingar, hið sama gildir um snauða
einstaklinga þótt í ríku þjóðfélagi
séu. Til að valdajafnvægi og lýðræði
sé ásættanlegt í landinu þarf eigna-
jöfnuður að vera ásættanlegur. Ella
virkar lýðræðið ekki. Eignaskipting
víða, og þar með í okkar þjóðfélagi,
er orðin mjög brengluð. Fyrst á milli
opinberrar eignar og einkaeignar.
Svo á milli einkaeigna innbyrðis.
Þetta veldur lýðræðishalla. Af heild-
arþjóðareignum ráða 2⁄3 hlutar þjóð-
arinnar aðeins 5%. Hið opinbera og
auðmenn skipta nú eignum þjóð-
arinnar á milli sín.
Þegar fjöldinn er þannig sviptur
eignarrétti verða mannréttindi hans
máttlítil eða máttlaus. Eignarrétt-
urinn er hryggjarstykkið og uppi-
staða mannréttinda. Án hans er al-
menningur, fólkið, litils megnugur
eins og sannaðist í Sovétríkjunum og
öðrum kommúnistaríkjum, sem voru
með bestu mannréttindi í heimi á
pappírnum, en án eignarréttar ein-
staklinga.
Það verður að auka eignir og
mannréttindi þess fjölmenna hóps
fólks í þjóðfélagi okkar sem vegna
þröngrar stöðu fær ekki, eins og
nú háttar, notið sín til fulls.
Þarna hafa raunsæir og velviljaðir
stjórnmálamenn á vettvangi ríkis og
sveitarfélaga verk að vinna.
Baráttan heldur áfram.
Eftir Jóhann J.
Ólafsson » Til þess að valda-
jafnvægi og lýðræði
sé ásættanlegt í landinu
þarf eignajöfnuður að
vera ásættanlegur. Ella
virkar lýðræðið ekki.
Jóhann J. Ólafsson
Höfundur er lögfræðingur.
Útrýmum fátækt