Morgunblaðið - 19.10.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.10.2020, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ Borgarlína hefur verið sett fram sem samgöngubót fyrir höfuðborgasvæðið. Staglast hefur verið á því að þetta sé besta lausnin án þess að aðrir möguleikar séu almennilega ræddir. Margir hafa gagnrýnt og því miður lítil um- ræða um málið út frá því. Með réttu hefur borgarlína verið kölluð umbúðalausn, sam- gönguslys, og er lítt til þess fallin að leysa samgöngur á höfuð- borgasvæðinu. Fantasían í kringum borgarlínu er líkt og draumur sem á að leysa öll vandamál en aldrei er minnst á hvaða vandamál geta komið upp þegar lausnin er komin. Hvað með viðhald, mönnun, rekstarkostnað o.fl.? Þannig ætla kjörnir fulltrúar að leysa mál á þann hátt sem íbú- ar svæðisins hafa ekki kallað eftir. Engin krafa hefur verið frá íbúum höfuðborgarsvæðisins um borgar- línu enda sést vel þegar skipulagið er skoðað að allt miðar að stjórn- sýslunni sem er vestan megin á höfuðborgasvæðinu. Það er eins og íbúar austan megin á höfuð- borgarsvæðinu séu allir á leiðinni í Vesturbæ Reykjavíkur. Slíkt er fjarstæðukennt því ein- hverjir vilja fara milli hverfa í austurhlutanum en slíkt er oft á tíðum ansi tímafrek ferð með strætó. Í þessu ferli, sem nú er meira en áratugar gamalt, hefur nokkur spurt notendur strætó hvert þeir eru að fara? Þessi lyk- ilspurning hefur aldrei verið í um- ræðunni heldur fara kosnir fulltrúar í tvær heimsálfur og þrjár borgir til að skoða staðhætti. Engum dettur í hug að skoða staðhætti í Árósum, sem eru álíka fjölmenn borg og höfuðborgasvæð- ið (aðeins fjölmennari), og hafa íbúar notað strætó með góðum árangri. Það hafa þeir gert með notendastýrðum umferðarljósum. Nei, frekar skal bruðlað með al- mannafé. Til að átta sig betur á vitleysunni þá er hægt að setja upp þumalputtareglu sem segir að fæstir vilja ganga lengur en 15 mínútur í vinnu, hjóla í 30 mínútur og í strætó um klukku- stund, mörgum þykir þetta samt of mikið. Annars er bíllinn val- inn. Notkun á strætó á höfuðborgarsvæðinu gengur vel upp ef far- ið er frá A-B og helst í Vesturbæ Reykja- víkur. Ef hins vegar er ætlunin að fara í aðrar áttir milli hverfa og bæjarfélaga þá verður málið að algerri martröð. Sjálfur tók ég vagn 28 frá Vatnsenda í Kópavogi og svo 24 upp í Hraunbæ í Reykjavík, gekk í 10 mínútur, samtals um 35 mínútur á leiðinni. Svo sem ásættanlegt nema þegar farið var í hina áttina, þá var það 15 mínútum lengur (50 mín.) vegna þess að vagnarnir hittust ekki á í Mjódd. Er hægt að kalla það ásættanlegt? Bara alls ekki og um helgar var ég fljótari að ganga en að taka vagninn enda gafst ég upp að lokum og keypti bíl, eftir að hafa hjólað um tíma. Borgarlína mun ekki koma ná- lægt því að leysa þetta vandamál. Einfaldlega vegna þess að allt miðast við að allir séu á leiðinni í Vesturbæ Reykjavíkur, útjaðar höfuðborgarsvæðisins. Einhverra hluta vegna þrjóskast fólk enn við að kalla þetta svæði miðbæ. Nær væri að tengja heitið við höfnina. Vissulega fara margir þarna á morgnana í vinnu eða skóla og aft- ur til baka seinnipartinn. Milli kl. 9 og 15 eru ekki svo margir á ferðinni og frekar auðvelt að kom- ast um. Eftir 18 eru svo enn færri. Hver er þá tilgangurinn að reka svona stórt og þunglamalegt kerfi þar sem þörfin er mest um fjórir tímar á dag? Ef ætlunin er að flytja sex þúsund manns úr Kópa- vogi í Vesturbæ Reykjavíkur á tveimur klukkustundum þá þarf 150 manna vagn, fullur í hvert sinn, að fara á þriggja mínútna fresti. Í hugmyndum um borgar- línu er áætlað að fara á sjö mín- útna fresti. Með öðrum orðum, það er mjög ólíklegt að borgarlína skili árangri. Stærsti vandinn er að láta stofnbraut vera með gangbraut- arljós og bílastæði. Auðvitað ætti að sleppa því og setja göngubrýr, mislæg gatnamót og loka öðrum ljósum eins og við Lönguhlíð og Framnesveg. Á Sæbrautinni eru 11 ljós og þar af átta T-gatnamót. Ekki nema von að umferðarflæðið sé lélegt þar. Vandamálið felst í að það er alltof stutt á milli ljósa, sem skapar umferðartafir, líka fyrir strætó. Hvernig á borgarlína að laga það ef fara á eftir sömu ljósum? Ef borgarlínan fær for- gang þá skapar það enn meiri um- ferðarteppu en nú er. Lausnin felst í að færa áhersl- una frá Vesturbæ Reykjavíkur og setja samgöngumiðstöð í Mjódd. Í stað íbúðabyggðar að breyta skipulagi í samgöngumiðstöð. Það- an er auðveldast að deila út til jaðranna vegna góðra samgangna og kostar lítið að breyta. Með því að setja kjarnann nálægt miðju höfuðborgarsvæðisins er auðveld- ara að setja sveigjanleika í kerfið. Sveigjanleika sem borgarlína býð- ur ekki upp á. Þannig ætti að fást betri dreifing í austurhluta höf- uðborgarsvæðisins sem gefur möguleikann á að fjölga notendum sem ekki eru á leiðinni í Vesturbæ Reykjavíkur. Auk þess ætti að leggja meiri áherslu á að fara austan með höfuðborgarsvæðinu, frá Hafnarfirði og Garðabæ, og ná þannig enn betur til fleiri íbúa. Borgarlína er fantasía sem svar- ar ekki kalli notenda um sveigj- anleika í ferðum, hvar sem er um höfuðborgarsvæðið. Svarið er að hugsa út frá skilvirkni sem næst með breyttum áherslum strætó, miðlægri samgöngumiðstöð, kjarnastöðvum, tíðari ferðum og betri tengingum milli hverfa. Burt með fantasíuna! Eftir Rúnar Má Bragason » Borgarlína er fantas- ía sem svarar ekki kalli notenda um sveigj- anleika í ferðum, hvar sem er um höfuðborg- arsvæðið. Rúnar Már Bragason Höfundur er verkstjóri og hefur notað alla samgöngumáta sem um ræðir. Borgarlínufantasía Mataræði er vin- sælt umræðuefni þessa dagana og hver telur sína stefnu – grænmetisfæðu, veg- an, hráfæði o.fl. – bæta heilsu umfram annað. En tegund matvæla tryggir ekki endilega heilbrigði. Hvað er það sem gerir fæðuna holla? Allt byrjar það í gróðurmoldinni. Jarðvegurinn er magi eða melting- arkerfi nytjajurtanna. Sé hann auðugur af lífrænum efnum fóstr- ar hann fjölbreytta flóru örvera, sem brjóta efnin niður í næring- arefni handa plöntunum. Líkt og plönturnar byggir mannslíkaminn á fjölbreyttum örverum í melting- arvegi sínum, sem brjóta fæðuna niður svo líkaminn nái að nýta sér næringarefnin. Bein fylgni er milli heilbrigðis jarðvegs og heilbrigðis mannsins: frjósamur jarðvegur framleiðir næringarríka fæðu, sem stuðlar að fjölbreyttri örveruflóru meltingarfæranna sem heilsa okk- ar byggist á. Lífrænn landbúnaður er það fæðuframleiðslukerfi, sem setur frjósemi jarðvegsins í öndvegi. Lífrænar bújarðir auka frjósemi jarðvegs með skiptiræktun plantna, sem viðheldur fjölbreytni jarðvegsörvera og ræktun græná- burðarplantna (t.d. smára), sem aftur mynda hæfilegt magn köfn- unarefnis til vaxtar. Í lífrænni ræktun er eingöngu notaður nátt- úrulegur áburður, s.s. búfjár- áburður, lífrænt kurl og rotmassi. Þessi efni mynda auðuga gróður- mold, sem stuðlar að vexti nytja- plantna með jafnri upptöku nær- ingarefna, sólarljóss og vatns, og tryggir að þær nái góðum þroska, bragðgæðum og fyllingu vítamína og steinefna. Jarðvegur er n.k. kolefnis- geymsla; þéttur jarðvegur safnar í sig meira kolefni en léttur jarð- vegur. Rodale-stofnunin í Banda- ríkjunum gerði 30-ára rannsókn, sem sýndi að ef öll ræktun nytja- plantna heims hagnýtti lífrænar aðferðir myndi hún binda um 40% árlegrar losunar CO2. Ef allt hag- lendi væri hagnýtt samkvæmt kröfum um lífræna landnýtingu dygði það eitt sér til að binda 71% árlegrar losunar CO2. Lífrænn landbúnaður getur samkvæmt því bundið árlega losun CO2 og gott betur. Matvæli markaðssett sem lífræn þarf að auðkenna með vott- unarmerki, sem tryggir neyt- endum að framleiðsla þeirra sé í samræmi við staðla. Í þágu heilsu- verndar leyfa staðlar um lífræna ræktun eingöngu notkun nátt- úrulegra varnarefna, en aðeins ef brýn þörf er á og í mjög takmörk- uðu magni. Rannsókn sem gerð var í Frakklandi (2018) sýndi að þeim sem neyta reglubundið líf- rænna matvæla er ekki eins hætt við að fá krabbamein og þeim sem neyta lífrænna matvæla í litlum eða engum mæli, og munar þar 25%. Ritrýnd rannsókn sem Vinir jarðar létu gera (2019) sýndi að varnarefnaleifar í líkömum fjög- urra bandarískra fjölskyldna féllu um allt að 95% eftir að fólkið hafði neytt eingöngu lífrænna matvæla í eina viku. Hefðbundinn land- búnaður er í grund- vallar atriðum ólíkur lífrænum landbúnaði. Hefðbundnar aðferðir beinast ekki fyrst og fremst að frjósemi jarðvegs og því er hefðbundin ræktun matjurta tíðum í létt- um jarðvegi, sem ekki er ríkur af lífrænum efnum, hagnýtum jarðvegsörverum og smádýrum. Slíkur jarðvegur fóstr- ar ekki nytjaplöntur án mikillar notkunar tilbúins áburðar, en framleiðsla hans og notkun losar mikið magn gróðurhúsalofttegund- anna CO2 og N2O, veldur útskolun köfnunarefnis út í grunnvatn og vatnakerfi, en stuðlar að hröðum vexti matvæla á kostnað bragð- gæða og næringargildis. Matvæli ræktuð með hefðbundnum aðferð- um mælast stundum með talsvert magn varnarefnaleifa og kemur það í senn til af því, að fræ eru oft húðuð með neónikótínoids, plönt- urnar eru margsinnis úðaðar á ræktunartímanum með skor- dýraeitri og uppskera er með- höndluð með þurrkunarefnum fyr- ir eða við uppskeru. Hefðbundinn landbúnaður er gjarnan sagður betur til þess fall- inn en lífrænn landbúnaður að brauðfæða heiminn vegna þess að uppskera hans sé meiri. Fæðu- skortur er hins vegar tilbúið vandamál. Jarðarbúar telja nú um 7,8 milljarða og landbúnaður heimsins framleiðir næga fæðu fyrir 9,5 milljarða manna, sem vænta má að íbúatalan verði árið 2050, en eftir það er því spáð að dragi ört úr mannfjölgun. Ef litið er til þess að um 80% fæðufram- boðs heimsins er nú framleitt með næstum því lífrænum aðferðum af smábændum og fjölskyldubúum, án tilbúins áburðar og varnarefna, er ekki fráleitt að lífrænn land- búnaður geti brauðfætt heiminn. Hefðbundin matvæli eru ódýr, en ef falin útgjöld við þéttbæran landbúnað væru tekin með í verðið væru þau dýrari en lífræn mat- væli. Heilsutjón af völdum meng- aðra og næringarlítilla matvæla og afleidd útgjöld þess fyrir heil- brigðisþjónustuna eru ekki tekin með í verð hefðbundinnar fram- leiðslu. Fjármunir skattgreiðenda eru notaðir til að hreinsa umhverf- ið eftir að tilbúinn áburður og eit- urefni hafa mengað andrúmsloft og vatnakerfi, valdið tjóni á lífríki og stuðlað að hlýnun andrúms- lofts, en engin þessara útgalda eru tekin með í verðlagningu hefð- bundinna matvæla. Tískustraumar í mataræði koma og fara. En jafnan munu gæði matvæla sem við neytum skipta meira máli en tegundir þeirra. Kjötlaust mataræði sem byggist í ríkum mæli á grænmeti og ávöxt- um verður aldrei hollara fyrir okkur – og jörðina – en jarðveg- urinn sem þau eru ræktuð í. Hollusta mataræðis byggist á gæðum matvælanna Eftir Söndru B. Jónsdóttur Sandra B. Jónsdóttir » Flest gerum við okk- ur grein fyrir kost- um þess að neyta heil- næmrar fæðu – en hvað gerir hana heilnæma? Höfundur er sjálfstæður ráðgjafi. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.