Morgunblaðið - 19.10.2020, Side 22

Morgunblaðið - 19.10.2020, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar VW Caddy 4/2019 Ekinn aðeins 19 þ.km. Sjálfskiptur. Bensín / Metan umhverfisvænn gæðingur. Verð: 2.990.000 með vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opinn handavinnuhópur kl. 12-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa: sími 411-2600. Boðinn Lokað er fyrir félagsstarf í Boðanum vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Opið er í hádegismat með fjöldatakmörkunum, vinsamlega hringið í síma 441-9922 til að panta mat og fá aðrar upplýsingar. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11. Ganga kl. 10.10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhornið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 bleikt þema. Minnum á grímuskyldu í félagsmiðstöðinni. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upp- lýsingar i síma 411-2790. Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tíma- bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmörkun sem er 20 manns í rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar eru á facebooksíðu okkar: https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarfgardabaer Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Jóga með Kristrúnu kl. 9.50. Minningahópur kl. 10.30. Tálgun kl. 13-16. Stólaleikfimi kl. 13.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egils- höll, virðum fjarlægðarmörk. Opið í Borgum frá kl. 8 til 16, grímu- skylda og skráning í allar veitingar. Tréútskurður frestast í óákveðinn tíma svo og línudansinn. Skartgripagerð kl. 13 í Borgum, hámarks- fjöldi og virðum allar sóttvarnir. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er leirmótun í smiðju 1. hæðar kl. 9-12.30. Núvitund hefst í handavinnuherbergi kl. 10. Inflúensu-bólu- setning verður einnig í dag (sjá auglýsingu) en verður hópaskipt. Eftir hádegi, kl. 13.30 verður gönguferð um hverfið. Minnum á að grímu- skylda ríkir í félagsmiðstöðinni um þessar mundir. Dagskrá fer fram með þeim hætti að sóttvarna og fjarlægðar sé gætt. Verið velkomin til okkar á Vitatorg. Inflúensubólusetning verður í boði á Vitatorgi í dag kl. 11-11.30 fyrir íbúa Lindargötu 57, kl. 11.30-12 fyrir íbúa Lindargötu 61 og 66. Klukkan 12-13 er svo í boði bólusetning fyrir aðra en íbúa. Inflúensubólusetningin er gjaldfrjáls eldri borgurum. Við vekjum athygli á að grímuskylda ríkir í félagsmiðstöðinni um þessar mundir. Mælum með að gestir mæti í stuttermabol í bólusetninguna. Seltjarnarnes Gler- og leirnámskeiðin eru í samráði við leiðbein- endur. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum á Skóla- braut kl. 10 fyrir þá sem búa á Skólabraut 3-5 og kl. 11 fyrir þá sem búa úti í bæ. Handavinna, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn fyrir helgi. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Smáauglýsingar sími 569 1100     ✝ Elsa Jón-asdóttir fæddist á Akureyri 28. sept- ember árið 1948. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 21. september 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Lauf- ey Sigurðardóttir og Jónas Sigurðs- son. Bróðir Elsu er Gylfi. Hinn 16. janúar 1971 giftist Elsa Sigursteini Kristinssyni, f. 7. september 1949, foreldrar hans voru Hulda Helgadóttir og Jón Kristinn Sigurðsson, bæði látin. Börn Elsu og Sigursteins eru fimm: 1) Heiðdís, f. 18. febrúar 1966, gift Jóni Víkingi Árnasyni, Ísabella Marý og Petrína Malín, c) Geirfinnur Brynjar og d) Bjarndís Ragna. 3) Jónas Leifur, f. 5. ágúst 1971, giftur Ragnheiði Ingibjörgu Ragnarsdóttur, f. 24. nóvember 1972. Synir: a) Ragnar Ingi, b) Guðmundur Kristinn og c) Kjartan Steinn. 4) Sævar Jó- hann, f. 16. desember 1974, sam- býliskona Fjóla Guðmundsdóttir, f. 4. mars 1977. Dætur: a) Aníta Eir, sambýlismaður Axel Gunn- arsson, sonur þeirra er Leon Hrafn. 5) Jóhannes Karl, f. 8. jan- úar 1979, sambýliskona Harpa Þorsteinsdóttir, f. 27. júní 1986. Börn: a) Ágústa Ýr, b) Steinar Karl, c) Ýmir og d) Viðja Rán. Elsa ólst upp á Akureyri og bjó þar alla sína hjúskapartíð. Á unglingsárum fór hún í kaupa- vinnu á bæi í Köldukinn, fór einn vetur í Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði og á ver- tíð til Njarðvíkur og síld á Rauf- arhöfn. Síðan lá leið hennar aftur til Akureyrar og undi hún hag sínum vel þar. Í fyrstunni fór hún að starfa í kjörbúð, aðallega hjá KEA, en síðar helgaði hún heim- ilinu starfskrafta sína að mestu. Elsa var fyrst og fremst hús- móðir, móðir, amma, langamma og systir og fengu ástvinir henn- ar og heimili að njóta kærleika hennar og umhyggjusemi. Hún hafði háð sína baráttu en húm- ornum glataði hún aldrei. Nú hin síðari árin átti hún dýrmætan fé- lagsskap í AA-samtökunum og sótti þangað mikilvægan stuðn- ing sem hún var þakklát fyrir. Fyrr í sumar greindist Elsa með ólæknandi lungnakrabba og eftir hetjulega baráttu við óvænta lungnasýkingu í nokkra daga lést hún á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. f. 1. nóvember 1969. Börn: a) Heimir Örn, sambýliskona Katrín Gunn- arsdóttir og dætur þeirra eru Ásdís Alba og Hrafntinna Malin, b) Arna Dögg, sambýlis- maður Úlfar Þór Halldórsson og dæt- ur þeirra Angela Dögg, Aþena Inga og Embla Dís, c) Kristófer Logi og d) Tinna Dögg. 2) Hjördís, f. 20. febrúar 1967. Börn: a) Bryn- hildur Laufey, sambýlismaður Emil Axel Alengård, sonur þeirra er Elís Bjarki, b) Elsa Rún, sambýlismaður Þorbjörn Þór Þórðarson og dætur þeirra eru Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer. (Sigurbjörn Einarsson) Hvíl í friði, elsku Elsa, mamma, amma og langamma, minningu um þig geymum við í hjarta okkar Sigursteinn, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma. Við kveðjum þig með miklum söknuði og sársauka í hjarta. Kallið kom allt of snöggt og snemma, við áttum eftir að gera svo mikið og segja svo mikið. Eftir lifa þó margar og góðar minningar sem ylja þegar sökn- uðurinn tekur yfirhöndina, fal- legar minningar um yndislega konu, vinkonu, ömmu og lang- ömmu. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer, finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Hvíl í friði, elsku mamma. Heiðdís og Hjördís. Elsku besta amma mín, það verður erfitt að venjast þessari nýju mynd sem lífið hefur tekið á sig eftir fráfall þitt. Þú áttir ávallt stóran stað í hjörtum okk- ar og munt áfram eiga. Djúpur söknuður og mikil sorg hvílir yf- ir. En við vitum að þú ert komin á góðan stað og liður vel hjá langömmu og –afa. Þú varst allt- af glöð, jákvæð og vildir allt fyr- ir okkur ömmubörnin og lang- ömmubörnin gera, nærveran svo hlý. Við, ásamt mömmu minni, gátum endalaust skvísast sam- an. Get setið í allan dag og rifjað upp allar skemmtilegu stundirn- ar okkar saman, hárlitanir, augabrúnir, fatakaup, kaffihús, tónleika … bara nefndu það. En nú er tíminn kominn og þetta eru fallegar minningar sem munu lifa. Elsku amma mín, takk fyrir allt! Veit að þú munt fylgja okkur áfram að ofan. Þrátt fyrir mikla sorg get ég ekki annað en brosað í gegnum tárin og hugsað um hvað við vor- um heppin að fá að eiga bestu og flottustu ömmuna og langömm- una, dætur mínar brosa í hvert skipti sem amma Elsa kemur upp og voru alltaf jafn spenntar að hlaupa í fangið á þér, þá sér- staklega þegar við komum til Akureyrar til ykkar afa í Snæ- gilinu, og heimta heitt kakó hjá þér og ís hjá afa. Þú talaðir alltaf um það hversu yndislegt væri að fá skotturnar hlaupandi með mikil fagnaðarlæti. Hvíldu í friði. Arna Dögg Gunnlaugs- dóttir ömmubarn, Angela Dögg Úlfars- dóttir langömmubarn, Aþena Inga Úlfarsdóttir langömmubarn, Embla Dís Úlfarsdóttir langömmubarn. Elsa Jónasdóttir Í dag kveð ég Hörð vin minn með miklum trega eftir áralanga vináttu. Ég á mynd af okk- ur saman sem tekin var haustið 1963 þegar við vorum á leið í Gagnfræðaskólann í Vest- mannaeyjum í fyrsta skiptið, fyrir tæplega 60 árum. Vinátta okkar þróaðist í gegnum árin og urðu þau hjónin og dætur þeirra miklir vinir okkar hjóna og fjölskyldunnar. Fórum við saman í sumarbústaða- og veiðiferðir og var þá ætíð boðið upp á miklar kræsingar að hætti þeirra hjóna. Hörður var mörgum kostum búinn. Hann lærði matreiðslu á Grillinu á Hótel Sögu og starf- aði sem kokkur í mörg ár, bæði á landi og á sjó. Hann var dug- legur að framkvæma þær hug- myndir sem hann fékk og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Hörður Hörður Adolfsson ✝ Hörður Adolfs-son fæddist 28. mars 1950. Hann lést 6. október 2020. Hörður var jarðsunginn 16. október 2020. var mikill gleði- gjafi sem tók allt- af á móti manni með stóru brosi ásamt því að vera einstaklega hugul- samur og gjaf- mildur. Þrátt fyrir að hafa flutt frá Vestmannaeyjum fyrir mörgum ár- um hafði hann alltaf mikinn áhuga á öllu sem var að gerast í Eyjum og fór reglulega í Reynisbakarí að hitta aðra brottflutta Eyjamenn í kaffi- spjall. Við Ragnheiður erum afar þakklát Herði og Nönnu fyrir þeirra tryggu vináttu og þó að stundum hafi liðið langur tími á milli þess að við hittumst þá var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Þrátt fyrir að Hörð- ur hafi átt við veikindi að stríða undanfarið, þá bar dauða hans mjög brátt að og skilur hann eftir sig stórt skarð hjá fjölskyldu og vinum. Kæri vinur, takk fyrir sam- fylgdina. Guðjón R. Rögnvaldsson. Ég bjó á Unnar- braut 8 og var það árið 1989 sem ég kynntist Guðbjörgu og fjölskyldu þar sem þau bjuggu á Unnarbraut 4. Ég hékk mikið með sonum hennar og var farinn að vera kunnugur á þeirra heimili. Mér líkaði vel við foreldra Sigga Jóa og Halla. Þau voru gott fólk og fannst mér Guðbjörg vera öðling- skona sem virtist vera allra. Ein- staklega ljúf og góð kona, mjög gestrisin. Þau skipti sem við strákarnir gerðum eitthvað skemmtilegt eins og að fara í sund eða spila fótbolta eða skreppa nið- ur á Eiðistorg var Guðbjörg að láta syni sína fá peninga en lagði mikla áherslu á að bjóða mér með. Þetta er nú einungis brotabrot sem hennar persónuleiki byggðist á. Guðbjörg tók mér afskaplega vel og sýndi mér einstaklega gott viðmót sem ég er enn með í mínu hjarta og mun ávallt hafa þó að það séu 30 ár síðan þau bjuggu úti á Seltjarnarnesi. Góðri mann- eskju eins og Guðbjörg var er ekki Guðbjörg Kristín Haraldsdóttir ✝ GuðbjörgKristín Har- aldsdóttir fæddist 3. júlí 1955. Hún lést 2. ágúst 2020. Útför Guð- bjargar fór fram 19. ágúst 2020. hægt að lýsa með orðum en dugleg var hún og var fjölskyld- an hennar ær og kýr og aldrei hægt að segja annað en að forgangsröðun hennar var Hjálmar og börn. Kæri Hjálmar, Siggi Jói og Halli, innilegar samúðar- kveðjur og megi góð- ur Guð styrkja ykkur um komandi ár. Ég mun ávallt hugsa til mömmu ykkar sem góðrar og yndislegrar manneskju sem verð- ur ávallt í mínu hjarta um ókomin ár. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) Guðmundur Árni Sigurðsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVEINBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum Selfossi þriðjudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. október kl.15. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en Bjarni Ingólfsson Þórunn Kristjónsdóttir Guðmundur Ingólfsson Auður Marinósdóttir Gunnhildur Ingólfsdóttir Hlynur Óskarsson Guðríður Ester Geirsdóttir Víðir Óskarsson Klara Gunnarsdóttir og fjölskyldur athöfninni verður streymt á https://youtu.be/LmrBKaStcvs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.