Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. OKTÓBER 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314 Í öllu því ölduróti sem í kringum ein- vígið var, leit oft út fyrir að allt væri að fara út um þúfur vegna erfiðra deilna og ekkert yrði úr neinu. Á fjölmörgum tímapunktum bjargaðist einvígið ýmist fyrir heppni, misskiln- ing eða tilviljanir. Ég ætla hér að segja frá undarlegu inngripi forsjón- arinnar, inngripi, sem ég held að hafi bjargað málum á ýmsum erfiðum augnablikum. Einhverju sinni var ég staddur á fundum í London, reyndar á vegum nefndar um samninga varð- andi orkuverð til stóriðju, álvera, á vegum ríkis- stjórnarinnar með aðal- bankastjóra ís- lenska seðlabank- ans og öðrum nefndarmönnum. Þetta var á þeim tíma þegar umrótið og upplausnin kringum einvígið voru í algleymingi og áhugi alheimsfjöl- miðla var ótrúlegur. Eftir langa og erfiða fundi um orkuverð var ég kominn upp á hótel- herbergi um kl. 23 og eftir annríki og flækjur gekk mér ekki vel að sofna. Í huga mér dönsuðu formúlur um út- reikning orkuverðs, „The snake in the tunnel“ eins og við kölluðum það. Orkuverðið átti að fylgja markaðs- verði á áli en þó með ákvæðum um hámark og lágmark. Þetta var kallað á máli samningamannanna „risk sharing“. Mér kom þá í hug að rétt væri að fá sér einn koníak fyrir svefninn til að slappa af og ná að sofna. Ég skaust því niður á bar, settist þar við barborðið og pantaði tvöfaldan koníak. Þarna var samankominn dálítill hópur af fólki og ein kona, miðaldra, tók sig út úr hópnum og settist hjá mér. Hún ávarpaði mig og spurði: „Ert þú ekki þessi Thorarinsson?“ Þetta kom mér dálítið á óvart – og þó ekki. Ég hafði fengið þessa spurn- ingu nokkrum sinnum á erlendum flugvöllum frá ókunnugu fólki, þó nokkrum sinnum á Kastrupflugvelli þegar ég átti leið þar um. Gárung- arnir sögðu mér að á þessum tíma hefðu vikulega verið tvær myndir á forsíðu stórblaðsins New York Tim- es og var önnur af Nixon en hin af mér. Auðvitað sagt í léttum dúr en svona mikil var umræðan um einvíg- ið víða um heim. Ég svaraði: „Jú.“ Þá sagði konan: „Mig langar til að gefa þér ráð. Ég hef verið túlkur í nokkur ár í samningaviðræðum Sov- étmanna og Bandaríkjanna um af- vopnunarmál, kjarnorkumál. Þú mátt aldrei segja nei þegar Sovét- menn koma með tillögu eða kröfu. Ef þú gerir það, þá er viðræðum lok- ið. Þú verður alltaf að svara: „Já, en … Ég vildi gjarnan fallast á ykk- ar tillögu og er að flestu leyti sam- mála ykkur, en atvik og aðstæður haga því þannig að ég get ekki ráðið þessu.““ Mér fannst þetta skemmtileg ábending og þakkaði fyrir en veitti þessum ráðleggingum ekki mikla at- hygli. Þegar Fischer kom loks til Íslands eftir langa og ótrúlega atburðarás var dagskrá einvígsins komin úr skorðum, tímasetning fyrstu skák- arinnar hafði verið ákveðin en Fisch- er kom of seint til að tefla hana, breyta varð dagskránni. Kvöld nokkurt um kl. 11.30 var ég boðaður á neyðarfund upp á Hótel Sögu. Þar voru dr. Euwe forseti Al- þjóðaskáksambandsins, Lothar Schmid skákdómari einvígsins og fulltrúar sovéska skáksambandsins þeir Geller, Krogius og Nei. Geller var aðal skákfræðilegur ráðgjafi Spasskys, Krogius var sálfræðingur og allir vissu að sálfræði gat haft mikil áhrif í einvíginu en margir veltu fyrir sér; hvers vegna Nei? Nei var gríðarsterkur skákmeistari en líka góður tennisleikari, mjög þægi- legur í umgengni og vinur Spasskys. Málefni fundarins var að sovésku stórmeistararnir tilkynntu ákvörðun sovéska skáksambandsins að neita að tefla einvígið nema fyrsta skákin væri dæmd af Fischer þar sem hann hefði ekki mætt til leiks og ætti því að tapa henni vegna fjarveru. Þeir töldu heimsmeistarann auðmýktan að dvelja allan þennan tíma á Íslandi og bíða eftir áskorandanum og þetta gengi ekki lengur. Fischer slyppi ekki með það að mæta ekki í fyrstu skákina samkvæmt ákveðinni dag- skrá. Þeir kröfðust því að einvígið byrjaði á 1-0 fyrir Spassky. Eftir mínar viðræður við Fischer og bandaríska skáksambandið og allt undangengið samningaþóf, gerði ég mér ljóst að þar með væri einvígið búið ef fallist væri á þessa kröfu. Fischer var fastur fyrir og gaf engan afslátt á sínum málum. Dr. Euwe neitaði þessari kröfu og ég dáðist að því hve fast hann hélt á því sjónarmiði að þetta kæmi ekki til greina. Hann var þá nokkuð við ald- ur, kominn yfir sjötugt og á þeim tíma fannst mér það mjög hár aldur. Lothar tók ekki þátt í deilunum og ég ekki heldur, við létum Euwe um varnir. Þetta varð mikið stapp. En skyndilega, líklega um hálfþrjú um nóttina stóð Euwe skyndilega upp og sagði: „Ég gefst upp, ég dæmi fyrstu skákina af Fischer.“ Sovésku stórmeistararnir og Lothar stóðu upp og litu svo á að málinu væri lok- ið. Það þyrmdi yfir mig og ég sá að allt var unnið fyrir gýg. Í örvænt- ingu barði ég í borðið svo bollar og glös dönsuðu um borðplötuna og sagði: „Þetta er ekki hægt, þetta getur ekki gerst á Íslandi.“ Þeir hrukku við og horfðu undrandi á mig. Ég hafði yfirleitt haldið mig við yfirvegaða umræðu og beitt rökum án stóryrða en nú kom ég með stórar yfirlýsingar. „Hvað áttu við?“ spurði dr. Euwe. Eldingu laust ofan í kollinn á mér og ég sagði. „Þetta er mér að kenna, ég setti klukkuna aldrei í gang.“ Ég sá að Sovétmennirnir kveiktu strax á hvað ég var að fara. Ég vitnaði til þess ákvæðis í skákreglum að keppnismaður tapar skákinni ef hann er ekki kominn áður en klukku- tími er liðinn frá byrjun skákarinnar og skýrði þá skoðun mína að ein- göngu á þessu ákvæði væri hægt að dæma skák af keppanda vegna fjar- veru. Þeir horfðu undrandi á mig, dr. Euwe og Lothar og Euwe spurði: „Hvað eigum við þá að gera?“ Ég svaraði því að ég sæi ekkert ráð ann- að en að Euwe sendi sovéska skák- sambandinu strax skeyti. Þar yrði að koma fram að við værum algjörlega sammála Sovétmönnum um að rétt væri að dæma skákina af Fischer, en því miður væri það ekki hægt vegna þess að forseti Skáksambands Ís- lands hefði brugðist og ekki sett klukkuna í gang. Við sæjum því ekki hvernig væri unnt að dæma skákina tapaða samkvæmt skákreglum. Ég bætti því við að við bæðum sovéska skáksambandið að standa með okk- ur á næsta aðalfundi FIDE um að breyta skákreglunum þannig að svona atvik gæti ekki endurtekið sig. Euwe sagði: „Ég er uppgefinn og get ekki gengið frá þessu núna,“ en tími var enginn til að bíða. Lothar sagði: „Ég treysti mér ekki til að semja svona skeyti.“ Hann tók hjartatöflur og var greinilega þreyttur. Ég tók því að mér að semja skeytið á staðnum og Euwe undirrit- aði það og það var sent umsvifalaust. Ég man að Geller gekk til mín og faðmaði mig. Mér var ljóst að sov- ésku meistararnir vildu að einvígið færi fram en málið var ekki í þeirra höndum. Þeir voru með fyrirmæli frá Moskvu. Þeir sáu þarna óvænta útleið. Mig minnir að svar sovéska skák- sambandsins hafi borist mjög fljótt. Óánægðir svöruðu þeir: Við teflum, með mótmælum „under protest“. Oft hafa menn velt því fyrir sér hvað „under protest“ þýði. Hvaða áhrif hefur það? Annað dæmi kom upp nokkrum mánuðum síðar frá milli- svæðamótinu í Leníngrad en þar tefldi Bent Larsen „með mótmæl- um“ vegna þess hvernig dr. Euwe skipti keppendum á millisvæðamót- in. Sovétmenn skynjuðu málið þannig að við værum þeim sammála en vær- um í vanda og gætum ekki leyst málið. Ég get ekki neitað því að eftir þessar málalyktir hugsaði ég hlýtt til konunnar á barnum. Oft meðan á einvíginu stóð fannst mér eins og ég réði engu sjálfur, undarlegar tilvilj- anir færðu okkur vopnin í hendur. Að einvíginu loknu færði Lothar mér að gjöf lítinn bækling. Áritunin var: „To Gudmundur the great.“ En í rauninni var ég bara einn af leik- soppunum í þessum mikla hildarleik. […] Setning einvígisins hafði verið ákveðin 1. júlí kl. 17 í Þjóðleikhúsinu. En Fischer var ekki kominn og úr vöndu var að ráða. Undirbúningur einvígisins var á algjöru lokastigi og í raun í uppnámi. Lögfræðingur Fischers, Andrew Davis, var hér staddur til að knýja fram kröfur, sem ekki hafði verið mætt. Setningardaginn hittumst við Davis á Loftleiðahótelinu til að freista þess að ná samkomulagi. Davis hélt sér fast við kröfu um að keppendur fengju 60% af aðgangseyri í sinn hlut en áætlað var að höllin gæti rúmað um 2.500 áhorfendur. Davis óskaði þess jafnframt að Fischer fengi fyrirfram greidda fjárhæð sem næmi verðlaunaupphæð þess sem tapaði einvíginu. Rökin voru þau að reynsla Fischers frá einvíginu í Argentínu segði honum að þetta væri nauðsynlegt. Við höfnuðum þessu algjörlega enda enn óljóst að Fischer kæmi til leiks yfirhöfuð. Davis reyndi þá að finna millileið, svo sem lægri prósentutölu sem væri bundin við aðgangseyri yfir ákveð- inni lágmarksupphæð. Gjarnan var í þessum umræðum vitnað til þess að Muhamed Ali hefði fengið 30% af að- gangseyri í keppnum um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum. Tíminn leið og setningarathöfnin átti að fara að hefjast. Ég hafnaði öllum þessum kröfum og sagði að við mundum standa við allt sem við hefð- um boðið við tilboðsgerðina en ekk- ert meira væri í boði. Klukkan var orðin talsvert gengin í sex þegar hér var komið sögu. Ég varð að fara, beð- ið var eftir mér í Þjóðleikhúsinu. Davis kvaddi mig með þeim orðum að nú væri klárt að ekkert einvígi yrði haldið og Fischer mundi ekki koma til Íslands. „Þú verður að af- lýsa einvíginu,“ sagði hann. Mér var reyndar ljóst að síðustu kröfur Davis um hlut í aðgangseyri skiptu ekki miklu máli fyrir okkur. En ég óttaðist af fyrri gangi mála að Davis hefði ekkert umboð til að ganga frá málum fyrir Fischer og þrástaðan mundi halda áfram þó við gæfum þetta eftir, enda sagði Davis að hann gæti ekki ábyrgst að Fischer mundi fallast á það, sem hann lagði til. Jafnframt óttaðist ég innst inni að um leið og við gæfum eftir sæju þeir að þeir gætu beygt okkur og kröf- urnar mundu halda áfram, nýjar kröfur kæmu fram. Hvað skal nú gera? Ég hélt því til Þjóðleikhússins með orð Davis í huganum; að nú gæti ég aflýst einvíginu, ekkert samkomulag væri í sjónmáli. Ég var kominn í vanda. Klukkan var orðin 17:10 og ljóst að það tæki mig 10 mínútur að komast til athafnarinnar, sem ég átti að setja með ræðu. Ég hafði ekki tíma til að skipta um föt og fór því í vinnufötunum og hafði ekki unnist tími til að semja setningarræðu. Þeg- ar ég kom í Þjóðleikhúsið kom siða- meistari utanríkisráðuneytisins hlaupandi á móti mér og var mikið niðri fyrir. „Hvers konar maður ert þú? Hér hefur forseti Íslands beðið eftir þér í nær 20 mínútur og margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, heims- meistarinn í skák, fjölmargir sendi- herrar erlendra ríkja og fréttamenn auk margra gesta. Svo kemur þú í vinnufötum allt of seinn. Þú ert okk- ur öllum til skammar.“ Ég svaraði að ég yrði að fá 5 mínútna frest til að ræða stöðuna við stjórnarmenn skáksambandsins. „Útilokað,“ sagði embættismaður utanríkisráðuneyt- isins, „hundskastu upp á svið og settu einvígið“. Þeir gripu um arma mína og teymdu mig að sviðinu. Ég gekk eins hægt að ræðustólnum og mér var unnt. Í höfðinu á mér berg- málaði spurningin: „Á ég að aflýsa einvíginu eða setja það?“ Ég hugs- aði: „Hvers konar endaleysu er ég búinn að koma mér í?“ Um það bil meter frá ræðustólnum tók ég þá ákvörðun að setja einvígið eins og ekkert hefði ískorist. Ég sá að ef ég aflýsti einvíginu væri það loka- ákvörðun og málinu væri lokið, ekk- ert einvígi yrði haldið. Ef ég setti einvígið gæti ég keypt tíma og gæti alltaf síðar aflýst því. Að setningunni lokinni hlaut ég ákúrur frá menntmálaráðherra Ís- lands sem sagði að framkoma mín væri til skammar fyrir land og þjóð, það væri erfitt að sætta sig við að skáksambandið og Ísland hefðu svona mann eins og mig í þessari ábyrgðarmiklu stöðu, eftir að hafa tekið að sér heimsviðburð. Ég gat ekki borið hönd fyrir höfuð mér. Ef ég skýrði frá því hver staðan væri gæti það skaðað það sem á eftir kæmi, jafnvel komið í veg fyrir að einvígið yrði að veruleika. Einvígi allra tíma Bókarkafli | Fáir íþróttaviðburðir hafa vakið viðlíka athygli og skákeinvígi Spasskys og Fischers í Reykjavík 1972. Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands á þeim tíma og í bókinni Einvígi allra tíma rekur hann aðdraganda einvígisins, segir sögur úr innsta hring atburða á meðan á því stóð og gerir upp eftirleik áranna eftir einvígið. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Einvígi Bobby Fischer og Boris Spassky glíma um heimsmeistaratitilinn í skák á sviðinu í Laugardalshöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.