Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1990, Blaðsíða 5

Bæjarins besta - 04.01.1990, Blaðsíða 5
BÆJARINS BESTA 5 Lesendur: Opið bréf - til Stefáns Dan s Oskarssonar frá Ásthildi Cesil MIG langar til að senda þér, Stefán Dan Ósk- arsson, og fjölskyldu þinni opiö bréf. Eg geri mér grein fyrir því hversu gengið er nærri ykkur á alla lund. Ég minnist þeirrar máttvana reiði er gagntók mig.þegar ég sem krakki, var sökuð um að hafa gert hluti sem ég var saklaus af. Sú tilfinning er samt barnaleikur hjá því hvernig þér líður nú. Og satt er það að svona lagað bitnar alltaf mest á börnunum og kannski er það sárast fyrir foreld- rana. Ásthildur Cesil Þórðardóttir. Góðir samborgarar, við skulum ekki sparka í mann sem liggur og getur ekki bor- ið hönd fyrir höfuð sér. Við getum hjálpað með því að sýna í verki vináttu og um- burðarlyndi. Við áttum okk- ur ekki alltaf á því að það sem við segjum í hugsunar- leysi og hálfkæringi getur sært aðrar manneskjur afar mikið. Oftast ætlum við ekki að særa neinn með umtali okkar, en það er bara stund- um svo freistandi að ræða ógæfu náungans. En hver verður næstur? Það veit eng- inn. Þegar eitthvað bjátar á þá er gott að finna kærleika og skilning meðal sam- borgaranna, það getur skipt sköpum. Ég ætla ekki að halla á neinn í þessu máli og geri mér grein fyrir því að málin verða að hafa sinn gang en ég verð að segja að ég hef alist upp í þessum bæ og tel mig þekkja Stefán það vel að það er enginn efi í mínum huga um það að hann er saklaus af því sem á hann er borið. Með þökk fyrir birting- una, Ásthildur Cesil Þórðardóttir. TÖLVUSKÓLINN \ f \ i^ðji LS| / 1 '* V ísfirðingar - nágrannar Nú hefst námskeið hjá Tölvuskóla ísafjarðar í stýrikerfi og ritvinnslu á PC-tölvur. Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar kl. 2000 í Grunnskóla ísa- fjarðar. Skráning fer fram í afgreiðslu Reiknistofu Vestfjarða eða í síma 3322 (Lúðvík). Tölvuskóli ísafjarðar. HAPPDRÆTTI4Ö NÝTT UMBOÐ Ferðaskrifstofa Vestfjarða h/f, Aðalstræti 11 hefur tekið við umboði happdrættisins og fráfarandi umboðsmaður Messíana Marsellíusdóttir þakkar viðskiptin á liðnum árum. HJÁ OKKUR ERU VINNINGSLÍKURNAR MJÖG MIKLAR OG MIÐAVERÐIÐ ER ÓBREYTT. HAPPDRÆTTI Umboð: Ferðaskrifstofa Vestfjarða, Aðalstræti 11, ísafirði ® 3457 & 3557. w ísafjarðarkaupstaður Auglýsing um aðalskipulag ísafjarðar 1989-2009 Samkvæmt 17. og 18. gr. skipulags- laga nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipu- lagi ísafjarðar. Skipulagstillaga þessi nær yfir núver- andi byggð og fyrirhugaða byggð á skipulagstímabilinu. Tillaga að aðalskipulagi ísafjarðar 1989-2009 ásamt greinargerð liggur frammi á skrifstofu bæjarins frá 3. janúar til 14. febrúar 1990 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir inn- an tilskilins frests, teljast samþykkir til- lögunni. Bæjarstjórinn á ísafirði Skipulagsstjóri ríkisins Bakkaskjól - leikskóli Við auglýsum eftir tveimur starfs- mönnum í 50% starf eftir hádegi. Annað starfið er laust nú þegar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumað- ur eftir hádegi í síma 3565. Dagmóðir Dagmóðir óskast sem fyrst frá kl. 8.00 til kl. 16.00. Æskilegt er að viðkomandi búi á Eyrinni eða í Holtahverfi. Nánari upplýsingar gefur félagsmála- stjóriísíma3722. ATVINNA Starfsfólk óskast í hörpudisk- og rækjuvinnslu. Mikil vinna. Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 4300. ísvér'

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.