Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1990, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 04.01.1990, Blaðsíða 8
8 BÆJARINS BESTA AFLAFRETTIR „Við snúum nefjum saman!“ ísafjörður: Guðbjartur landaði 21. desember 100 tonnum af blönduðum afla. Sett var í tvo gáma til Bretlands. Hann byrjar árið á þriggja daga stoppi og fer út aftur á miðnætti 3. janúar. Hálfdán í Búð landaði 19. desember eftir þriggja daga túr 40 tonnum, mest- megnis þorski og ýsu. Sett var í einn gám. Hann fór til veiða aftur í gær. Til stóð að línubátarnir réru alveg fram að jólum en vegna íss og veðurs fóru þeir aðeins í tvo róðra í vik- unni fyrir jól. Úr þeim landaði Orri 11,5 tonnum og Guðný um 7 tonnum samanlagt. Júlíus Geirmundsson landaði 167 tonnum af frystum afurðum þann 23. desember. Þessi aflí er unn- inn úr um 360 tonnum upp úr sjó og nemur verðmæti hans tæpum 32 milljónum. Júlíus fór til veiða á ný á þriðjudagskvöld. Páll Pálsson fór aftur til veiða í gær, þriðjudag, eftir að hafa legið inni síðan 18. desember. Guðbjörg landaði 120 tonnum á Þorláksmessu, mestur hluti aflans, sem var þorskur, var settur í 6 og hálfan gám. Guðbjörg fór út aftur í gær, þriðjudag. Siggi Sveins er í þreyting- um og fer á skelfiskveiðar um miðjan mánuðinn og leggur þá upp hjá Meleyri á Hvammstanga. Fiskverk- unin á Leiti hefur fengið afla frá Bessa ÍS frá Súða- vík og mun gera það eitt- hvað áfram. Rækjutogarinn Hafþór kom inn til Akureyrar 22. desember og landaði um 30 tonnum af rækju. Áætlað er að hann fari aftur til veiða í dag, 3. janúar. Bolungarvík: Heiðrún fer til veiða á ný á miðnætti á miðvikudag eftir að hafa legið inni síð- an 17. desember. Dagrún landaði 22. des- ember 113 tonnum. Aflinn var aðallega þorskur. Sett var í tvo gáma. Dagrún fór út á mili hátíðanna og var landað úf þeim túr í gær, 40 tonnum af þorski. Sett var í einn gám. Hún fer út á sunnudag. Sólrún kom inn á Akureyri á Þorláksmessu og landaði 27 tonnum af rækju. Hún fer aftur í dag, miðvikudag. Flosi landaði 22 tonnum úr tveimur róðrum sem farnir voru á milli hátíð- anna. Ljósfari er hættur að leggja upp í Bolungarvík og fer nú aftur til Kópavogs og selur afla sinn á mörkuðum syðra. Til stóð að Júpiter færi til veiða í gær, þriðju- dag, á loðnu. Línubátarnir fóru út í gær og fengu góð- an afla. Súðavík: Haffari landaði 21. des- ember 36 tonnum af blönd- uðum afla. Hann fór til veiða á milli hátíðanna og landaði á gamlársdag 17 tonnum. Bessi fór líka út á milli hátíðanna og fiskaði í sigl- ingu. Hann kom inn á gamlársdag og fór út aftur á þriðjudag. Hann var þá kominn með 90 tonn í sigl- inguna. Bessi á söludag þann 15. janúar í Grimsby í Bretlandi. Suðureyri: Ingimar Magnússon fer til veiða í vikunni eftir að hafa legið inni síðan 14. desember. Elín Þorbjarnardóttir fór ekki út á milli hátíðanna og fer til veiða á ný í vikulokin eða í byrjun næstu viku. Sigurvon fór í fimm róðra á tímabilinu frá 15. - 29.desember og landaði samtals 34,6 tonnum. Þar af var farið í tvo róðra á milli jóla og nýárs. Flateyri: Til stóð að Gyllir færi í einn túr á milli jóla og nýárs en hann var í við- gerðum síðustu vikur árs- ins. Ekki tókst það því að ný bilun kom enn fram í skipinu og líkur eru á að viðgerð á henni taki nokkurn tíma og skipið komist ekki til veiða fyrr en um miðjan janúar. Línu- bátarnir fóru ekkert á sjó milli hátíðanna og því hefui engin fiskvinnsla verið á Flateyri síðan fyrir jól. Ekki verður þó gripið til uppsagna. Þingeyri: Framnes lá inni á milli hátíðanna og fór út aftur á þriðjudagskvöld. Óvíst er hvenær Sléttanes fer aftur til veiða en það er í viðgerð í Reykjavík vegna bilunar á togspili. Línubátarnir lágu einnig inni á milli jóla og nýárs. Tálknafjörður: Tálknfirðingur lá inni milli hátíðanna og er áætlað að hann fari aftur til veiða þann 4. janúar. Línubátar fóru ekki á sjó á milli jóla og nýárs. Bíldudalur: Sölvi Bjarnason er í við- gerðum og er áætlað að hann fari á sjó í lok vikunn- ar. Patreksfjörður: Andey fór í þrjá róðra frá 18. desember og út árið og landaði samtals rúmum 13 tonnum. Tálkni fór tvo róðra á sama tímabili og landaði úr þeim 11 tonn- um. Bátarnir fóru flestir á sjó aftur í gær, þriðjudag, eftir jólafríið. Vestri fór í einn róður 20. desember og fékk 2 tonn. Þrymur landaði 21. desember 16 tonnum af blönduðum afla. Þrymur fór til veiða á ný á þriðjudag. Patrekur fór einnig til veiða í gær, og þar með í sinn fyrsta róður sinn frá Patreksfirði síðan í vor. Lýtingur kom til Patreks- fjarðar á gamlársdag og ber nú heitið Vigdís BA 77. Vigdís fór til veiða á þriðju- dagskvöld. SMA AUGLÝSINGAR MMC Colt Til sölu er Mitshubishi Colt GLX 1500, árgerð 1987. Fimm dyra. Ekinn 15.000 km. Upplýsingar í 0 7243. Ritvél óskast Skólaritvél í góðu ásig- komulagi óskast til kaups. Upplýsingar í 0 7164. BMW316 Til sölu er BMW 316, árgerð 1982, grár. Ekinn 94.000 km. Upplýsingar gefur Atli í 0 7344. Videotökuvél Til sölu er Ricoh videotöku- vél. Uppl. í 0 3719 eða 4400. íbúð óskast Ungt par óskar eftir 2-3ja herbergja íbúð á leigu. Upplýsingar gefur Kristín í 0 96-22837. Keramiknámskeið Keramiknámskeið verður í Bolungarvík á næstunni. Upplýsingar í 0 7221. Sunnukórsfélagar Fyrsta söngæfing ársins verður lau. 6. jan. kl. 17 í Tónlistarskólanum. Stjómin Söngfólk! Áhugasamt söngfólk! Æfingar hefjast 6. jan kl. 17. Sunnukórinn íbúð til leigu Til leigu er 3ja herbergja íbúð. Upplýsingar í 0 4566 á daginn. Stiga sleði Til sölu er Stiga sleði. Upplýsingar í 0 4726. Ford Bronco Til sölu er Ford Bronco, ár- gerð 1972. 8cyl., sjálfskiptur með 35” mudder dekkjum. Uppl. 10 7229 e. kl. 17. Kettlingar Alhvítir kettlingar óska eftir góðu framtíðarheimili. Uppl. í 0 7229 e. kl. 17. Subaru Til sölu er Subaru 4WD, ár- gerð 1984. Hátt og lágt drif. Rafdrifnar rúður og vökva- stýri. Góður bíll í góðu lagi. Skipti á ódýrari kemur til greina. Upplýsingar í 0 7537. Endurminningar Gunnars frá Hofi Endurminningar Gunnars Guðmundssonar frá Hofi í Dýrafirði eru enn fáanlegar. Verð kr. 600.- Upplýsingar í 0 4560 eða í 0 3936. Vilborg Smáauglýsing Smáauglýsing í BB er góð smáauglýsing og ókeypis.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.