Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.01.1990, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 04.01.1990, Blaðsíða 1
Skálavík um helqina Pöbbinn opinn föstudags- kvöld og laugardagskvöld kl. 21 - 2330. Aldurstakmark 18 ár. SKALAVIK Bolungarvík 0 7130 Hraðfrystihús Patreksfjarðar. Patreksfjörður: Menntaskólinn á ísafirði: Útskrifaði stúdent um áramót MENNTASKÓLINN á ísafirði hefur frá upp- hafi útskrifað stúdenta að vori en undantekningar hafa þó orðið á því þegar öldungar hafa lokið námi um áramót. Aðalheiður Sigurðardóttir, sem stundað hefur nám við Iðnskólann, dagdeild menntaskólans og einnig öldungadeild sl. fimm ár, fékk hvíta kollinn þann 22. desember og útskrifaðist með ágætiseinkunn. Endurtektarpróf í Menntaskólanum fara fram 8. - 9. janúar og að sögn Björns Teitssonar skóla- meistara eru það svipað margir og fyrri ár sem þarf að gera tvær tilraunir til að ná prófum. Sem fyrr þurfa margir fyrsta árs nema að þreyta endurtektarprdf til að ná tilskilinni einkunn til áframhaldandi náms og er þar stærðfræðin mörgum fjötur um fót. Frystihúsið í gang afftur eftir 1-2 mánuði FYRIRTÆKIÐ Oddi h.f. á Patreksfirði gekk frá samningum við Fiskveiða- sjóð um kaup á Hraðfrysti- húsið Patreksfjarðar þann 29. desember sl. og gengið verður frá kaupum á tog- skipinu Patreki á næstu dög- um. Kaupverð frystihússins er 165 milljónir og skipsins 52 milljónir. Mestur hluti verðs skipsins er greiddur með yfirtöku á skuldum en samanlagt þurfa IÞRÓTTAMAÐUR ársins verður heiðraður á Hótel ísafirði kl. 20. 30 annað kvöld. Sá sem fyrir valinu verður hlýtur farandbikar að laun- um og viðurkenningarstyrk. Auk hans verða heiðraðir Oddamenn að borga út fyrir húsið og skipið um 75 millj- ónir króna á árinu. Að sögn Sigurðar Viggóssonar fram- kvæmdastjóra Odda hefur fé verið tryggt til greiðslu á þessarri útborgun. Ákveðið hefur verið að stækka fyrirtækið Odda og opna það sem almennings- hlutafélag í framhaldi af þessu í samstarfi við sveitar- félagið og hlutafjársjóð. Hlutafé þess verður aukið íþróttamenn í ýmsum grein- um. Þetta verður í níunda sinn sem íþróttamaður ársins er valinn á ísafirði og þess má geta að í fyrra varð Einar Ólafsson skíðamaður fyrir valinu í fimmta skiptið. um allt að 200 milljónir króna. Oddi hefur til þessa verið í eigu fárra og hefur Jón Magnússon skipstjóri verið aðaleigandi. Sigurður sagðist búast við því það tæki einn til tvo mán- uði að koma vinnslu í frysti- húsinu í gang. Þrymur fer í slipp í Reykjavík um miðjan janúar og verður þar í 2-3 vikur. Steinbítsvertíðin hefst um miðjan mars og stefnt er að því að vinnsla geti hafist fyrir það. ,,Við ætlum að vinna þetta eins hagkvæmt og hægt er og þetta tekur þennan tíma“ sagði Sigurð- ur. „Það þarf að bæta við vinnslulínu í húsið og fleiru." Sigurður kvaðst ekki búast við fullum rekstri frá byrjun þar sem enn þyrfti að bæta hráefnisþáttinn og það gætu liðið nokkuð margir mánuðir þar til það tekst að bæta við skipakostinn. ,,Það er að minnsta kosti mun bjartara fram undan þetta árið en það síðasta" sagði hann. Því má svo bæta við að skipið Lýtingur frá Nes- kaupsstað^, sem keypt var af Seljavík á Patreksfjörð, ér komið til sinnar nýju heima- hafnar og ber nú heitið Vig- dís BA 77. ísafjörður: Iþróttamaður ársins Sesselja Guðjónsdóttir, 8 ára, hlaut aðalvinninginn í um- ferðargetrauninni, stól sem gefinn var af Vöruval og Hús- gagnaloftinu. Hjá henni standa Grétar Sigurðsson verslunar- stjóri Húsgagnaloftsins og lögreglumennirnir Gísli B. Árnason og Páll Sigurösson. Jólagetraun lögreglunnar: Átta ára vinningshafi DREGIÐ var úr réttum lausnum umferðarget- raunar lögreglunnar og Um- ferðarráðs á Þorláksmessu og kom aðalvinningurinn, stóll sem gefinn var af Hús- gagnaloftinu og Vöruval, í hlut Sesselju Guðjónsdóttur, átta ára, Túngötu 20 á ísa- firði. Alls bárust 272 úrlausnir úr umdæmi lögreglunnar í ísafjarðarsýslu og þar af voru 181 rétt. Úr þeim voru dregnir út 60 vinningshafar sem hlutu leikföng að laun- um og var þeim ekið til barn- anna á aðfangadag. Þátt tóku 6-12 ára börn og er get- raun þessi tengd umferðar- fræðslu sem fram fer í grunn- skólunum í samvinnu við Umferðarráð og lögregluna.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.