Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 1
BÆJARINS BESTA
2. TBL. J 7. ÁRG - MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
AÐILI AÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA
Skálavík um helqina
Pöbbinn opinn föstudags-
kvöld og laugardagskvöld
kl. 21 - 2330.
Aldurstakmark 18 ár.
SKÁLAVIK
Bolungarvík 0 7130
Álfadrottningin (Arndís Ólafsdóttir) og álfakonungurinn (Sigurður Th. Ingvarsson) fylgdust
með því sem fram fór úr hásætum sínum.
ísafjörður:
Rækjustöðin:
Stefnt að flutningi
í næsta mánuði
RÆKJUSTÖÐIN á ísa-
firði mun væntanlega
flytja úr húsi sínu við Aðal-
stræti í nýtt húsnæði við
Sundahöfn í lok febrúar og
byrjun marsmánaðar.
Byggingin við Sundahöfn
er um 1350 fermetrar auk
frystiklefa og rýmkast veru-
lega um starfsemi Rækju-
stöðvarinnar við flutninginn.
Framkvæmdir við grunn
hússins hófust árið 1978 og
síðan var nokkurt hlé á fram-
kvæmdum. Flutt var í hluta
hússins árið 1984 og sem fyrr
segir verður það allt tekið í
gagnið eftir nokkrar vikur.
Guðmundur Agnarsson
sagði í samtali við BB að það
tæki líklega um mánuð að
flytja alla starfsemina yfir.
Ekki verður bætt við neinum
tækjum en einhver þeirra
verða endurnýjuð.
Þrettándagleði
á T orfnesi
ALFAR, huldufólk, fjöl-
skylda Grýlu og fleiri
vættir stigu dans á Torfnesi á
Þrettándanum í kringum bál
og fylgdist fjöldi bæjarbúa
með. Alfarnir gengu í skrúð-
göngu frá skátaheimilinu að
venju og stönsuðu í Mána-
götu til þess að syngja fyrir
fólkið á Elliheimili Isafjarð-
ar.
Síðan var haldið upp á
Torfnes og dansað framan
við nýja sjúkrahúsið. Lúðra-
sveit Isafjarðar og nokkrir
liðsmenn úr lúðrasveit Tón-
listarskólans léku fyrir dans-
ínum og söngfólk úr ýmsum
kórum söng með álfunum og
bæjarbúar tóku undir. Jóla-
sveinar voru einnig mættir til
þess að kveðja aðdáendur
sína og lauma að þeim kara-
mellum og fleira góðgæti.
Púkar, svartir og ljótir, fóru
um með ærslum og látum og
stríddu bæði álfum og mönn-
um að púkavenju. Alfakon-
ungur var Sigurður Th. Ingv-
arsson og álfadrottning var
Arndís Olafsdóttir og fylgd-
ust þau með þegnum sínum
úr hásætum en stigu niður úr
þeim til að taka þátt í síðasta
dansinum.
Að loknum dansi og söng
gengu álfarnir fylktu liði frá
Torfnesi niður í bæ undir
dynjandi trommuslætti og
fylgdust með flugeldasýn-
ingu skáta á Pollgötusvæð-
inu. Síðan var genginn hring-
ur á torginu og upp í
skátaheimili aftur.
Það var Kvenfélagið Hlíf á
ísafirði og skátafélögin sem
höfðu veg og vanda af Prett-
ándagleðinni en þau hafa
staðið sameiginlega að gleði
þessarri frá upphafi árið
1971 og haldið hana annað
hvert ár til skiptis við Bol-
víkinga. Þess má geta að
þetta var fyrsta verkefni
kvenfélagsins á afmælisár-
inu. Félagið var stofnað árið
1910 og verður því 80 ára í
ár.
í þetta sinn var ákveðið að
taka ekki fé úr sjóði félagsins
til að kosta búninga- og
blysakaup heldur var gengið
um með söfnunarkassa og
safnað í þá frjálsum framlög-
um. Að sögn Kristjönu Sig-
urðardóttur formanns Kven-
félagsins Hlífar voru
viðtökur ágætar og kunna fé-
lagskonur bæjarbúum bestu
þakkir fyrir.
Frá fræðslufundi kennara: ,,í skólanum, í skólanum er
skemmtilegt að vera...“
Grunnskólinn á ísafirði:
Kennarar á
starfsleikninámskeiði
ÞAÐ hefur eflaust komið
mörgum foreldrum á
óvart að fjórum dögum eftir
að jólafríum skólabarna lauk
var gefið frí í Grunnskólan-
um á ísafirði í tvo daga, þ.e.
á mánudag og þriðjudag.
Skýringin á þessu er sú að
þessa daga fór fram nám-
skeið kennara í Stjórnsýslu-
húsinu.
Námskeið þetta er upphaf
annars hluta af fjórum í
starfsleikninámi kennara og
er stýrt af leiðbeinendum
sem farið hafa í nám sérstak-
lega vegna þessa verkefnis
hjá Kennaraháskóla íslands.
Þá koma fyrirlesarar og
flytja erindi. Hver önn hefst
á tveggja daga fræðslufundi
sem þessum og á níu daga
fresti hittast minni hópar á
vinnufundum en þcss á milli
vinna kennararnir sjálfstætt
að verkefnum. Af 45 kenn-
urum Grunnskólans á ísa-
firði taka 36 þátt í náminu og
3 frá Grunnskólanum í Súða-
vík.