Bæjarins besta - 10.01.1990, Page 7
BÆJARINS BESTA
7
Frá
Tónlistarskóla
ísafjarðar
Vorönn hefst þann 23. janúar n.k.
Getum bætt við nemendum í eftir-
farandi greinum:
fiðla - selló
kornet - horn - básúna - túba
harmónika
blokkflauta
forskóli (þriðjudaga og föstudaga
kl. 930-1015)
Innritun fer fram á skrifstofu skól-
ans að Austurvegi 11 alla virka daga
kl. 13-16.
Nánari upplýsingar í síma 3926.
Skólastjóri
Bolungarvíkurkaupstaður
Zetor dráttarvél til sölu
Bæjarsjóður Bolungarvíkur aug-
lýsir eftir tilboðum í Zetor dráttar-
vél. Vélin er til sýnis við áhaldahús
bæjarins og selst í því ástandi sem
hún er í.
Nánari upplýsingar gefa bæjar-
verkstjóri og bæjartæknifræð-
ingur.
Tilboðum skal skila á skrifstofu
bæjarins fyrir kl. 11 mánudaginn
22. janúar n.k.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Bæjartæknifræðingur
Árið 1989 leið eins og öll
önnur og þjóðin lifði allt
sem því fylgdi af, enda
hefur hún gert það í rúm
ellefu hundruð ár þótt á
ýmsu hafi gengið.
Hins nýliðna árs verður
vafalaust minnst fyrir
margt, ekki síst harðan
vetur, og þá fleiri en í ein-
um skilningi þess orðs.
Veturinn 1989 var Vest-
firðingum mjög harður og
erfiður að því er snerti
veðurfar. Og vonandi
verður veturinn nú mildari
sem og árið allt.
En það hefur verið vetur í
íslenskum efnahagsmál-
um. Atvinnuleysi hefur
ekki verið meira en á árinu
1989 í tuttugu ár, ekki
síðan á síldarleysisárunum
Það hefur líka verið erf-
iður vetur i fiskveiðum
þessarar þjóðar sem á allt
sitt undir aflabrögðum og
það góðum. Kvótakerfið -
nauðsynlegt eða ekki -
hefur haft i för með sér
minnkandi afla á hvert
skip. Öllum er nauðsyn
þess ljós að nýta auðlind-
irnar, fiskistofnana, skyn-
samlega en menn greinir á
um aðferðina. Auk þess
hefur verðlagningin á fiski
úr sjó haft það í för með sér
að sjómenn eru óánægðir
með sinn hlut. Sé fiskur
seldur erlendis eða á fisk-
mörkuðum syðra er verðið
hærra. Og útgerðirnar hafa
meira fyrir sinn snúð að
gera út frystitogara.
sjónarmiðum og þjóðinni
meira umburðarlyndi
gagnvart sjálfri sér og
öðrum og ekki síst meiri
víðsýni, sem er íslending-
um nauðsynleg. í stjórn-
málaheiminum örlar lítið á
nýjum sjónarmiðum. En
þeirra verður vart annars
staðar í þjóðlífinu svo sem
sameining margra fyrir-
tækja að undanförnu hefur
sýnt. Að nýta kraftana og
auðlindirnar, bæði mann-
afla og aðrar, skynsamlega
er nauðsyn og það brýn.
Ef þessi sjónarmið næðu
inn á Alþingi mætti ef til
vill búast við árangri í
baráttu við eilífðardraug-
inn verðbólgu auk þess
sem sameinuð Evrópa allt
umhverfis ísland gerir
í upphafi árs
og lok áratugar
1967 og 1968. Þá var sama
uppi á teningnum og nú,
atvinnuleysi og landflótti.
Það hefur líka verið erfiður
vetur í íslenskri pólitík.
Síðan í alþingiskosning-
unum 1987 hafa setið þrjár
ríkisstjórnir að völdum.
Fyrst þriggja flokka, síðan
fjögurra flokka með
stuðningi huldumanna og
loks ein fjögurra eða fimm
flokka eftir því hvort Sam-
tök um félagshyggju og
jafnrétti teljast með eða
ekki. Spurningin er
reyndar sú hvort þau
studdu nokkurn tímann
fyrri ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar á þessu
kjörtímabili nema til að
tryggja setu formanns í
einu bankaráðanna. Að
minnsta kosti mætti ætla
það af níðvísum Stefáns
Valgeirssonar í Alþingi
fyrir jól.
Nýjar línur í
íslenskri
pólitík ?!
Ef til vill sýnir framan-
ritað okkur það, að þörf er
nýrrar hugsunar í Alþingi
og íslensku stjórnmálalífi
almennt, bæði á vettvangi
landsmála eins og sveit-
arstjórnarmála. Það virðist
sameiginlegt einkenni að
þjóðin eyðir um efni fram,
bæði í stórum einingum og
smáum. Gildir þetta um
einstaklinga jafnt og fyr-
irtæki og jafnvel opinberar
stofnanir.
Það hafa aldrei jafn-
margir íslendingar farið til
náms erlendis og undan-
farin áratug. Ef til vill
skilar það okkur nýjum
okkur það að skyldu að
mæta breyttri heimsmynd
með nýjum sjónarmið-
um.
Ef ekki koma til breytt
viðhorf þjóðarinnar eru
efnahagsleg kjör hennar
og velferðin margfræga í
mikilli hættu. Þess vegna
þarf nýja pólitík - og
betri.
Árshátíð bílstjóra
Árshátíð bílstjóra verður haldin laugar-
daginn 13. janúar n.k. í Staupasteini.
Húsið opnar kl. 1930.
Borðhald hefst stundvíslega kl. 2030.
Rokkbændur leika fyrir dansi.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Miðapantanir í síma 3418.
STAUPASTEINN:* * ★★ *
HINIR FRÁBÆRU
ROKKBÆNDUR
SKEMMTA Á HÖRKUDANSLEIK
LAUGARDAGSKVÖLD KL. 23-03.
ALDURSTAKMARK 20 ÁRA.
MUNIÐ NAFNSKÍRTEININ
L