Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.01.1990, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 10.01.1990, Blaðsíða 9
BÆJARINS BESTA tíðar.“ í meirihluta bæjarstjórn- arinnar sem réð Harald hingað voru sjálfstæðismenn og óháðir borgarar. Næstu tvær bæjarstjórnir hafa greinilega verið ánægðar með valið á bæjarstjóra, a.m.k. hélt hann starfinu eft- ir kosningar. Hann segist hafa kunnað mjög vel við sig á ísafirði frá upphafi og hefur ekkert ann- að en gott að segja um veru sína hér. En nú er hann á förum eftir kosningar. ,,Að þessu kjörtímabili loknu er ég búinn að vera hér í rúm níu ár og ég held að það sé alltaf ákveðin hætta á því að vera of lengi í starfi og nú er það spurningin hvort það sé ekki kominn tími til að skipta um. Ég er alls ekki að gefast upp, langt frá því. Ég hef mjög gaman af sveitar- stjórnarmálum.“ Hvað tekur við nœst?“ Pað liggur ekkert á borð- inu fyrir um það ennþá og næstu mánuðir fara í að leita að vinnu. Við förum héðan með ákveðnum söknuði. Taugarnar eru farnar að verða sterkar hingað." Ég spyr um orðróminn um framboð hjá Sjálfstæðis- flokknum á Isafirði og hann segist ekki geta neitað því að það hafi verið verið nefnt við sig en það hefur ekki staðið til af sinni hálfu. Haraldur kynntist konu sinni, Ólöfu Thorlacius, ári áður en hann lauk hagfræði- námi í London, og þau byrj- uðu að búa saman í Reykja- vík þegar hann kom heim. ,,Ég var mjög ung þegar ég kynntist honum“ segir hún. ,,Ég held að ég hafi ekki gert mér neina grein fyrir því hvers konar námi hann var í úti. Við keyptum íbúð í Kópavogi tilbúna und- ir tréverk og fyrstu árin vor- um við í þessu venjulega basli. Þegar við fluttum hingað vorum við með tvö börn, Ragnheiði Dögg, dóttur okkar og eldri soninn, sem heitir Haraldur Líndal. Hún er að verða 16 ára og Halli er 10 ára. Við eignuðumst síð- an yngri soninn, Arnar, hér og hann er fjögurra ára. Strákarnir eru því eiginlega ísfirðingarnir í fjölskyld- unni.“ Okkur hefur lidið vel hér Þau hjónin segjast ekki vera mikið fyrir að fara í heimsóknir. „Okkur finnst gott að vera heima þegar tími gefst til og eigum fáa en góða vini“ segir Ólöf. ,,Ég hef ekki sótt í neinn félags- skap, kannski vegna þess að Haraldur er það lítið heima að börnunum hefur ekki veitt af því að hafa mig. Ég hef mikil samskipti við syst- ur mína sem hefur búið hér lengi og það skipti mig miklu „Ákveðnir menn innan Sjálf'stæðisflokksins hafa lagt sig fram um að gera það sem ég hef sagt og gert í mörgum málum ótrúverðugt.“ fulltrúi í hálfu starfi. Og í haust hóf hún nám við öld- ungadeild menntaskólans. „Það hefur verið mjög gam- an og ég held því námi áfram fyrir sunnan.“ Lélegur bæjar- stjóri ef öllum líkar við hann Haraldur hefur verið mis- vel þokkaður af bæjarbúum eins og gengur og gerist með alla þá sem einhver völd hafa og eflaust oftar en ekki ásakaður fyrir umdeildar ákvarðanir þar eð það er í hans verkahring að fylgja þeim eftir. ,,f svona starfi gengur oft á ýmsu og ég held að það hljóti að vera lélegur bæjarstjóri sem öllum líkar vel við því að það þarf að taka ákvarðanir og sumum líkar vel við þær en öðrum ekki“ segir hann. „Þannig að auðvitað hlýtur maður að komast á milli tanna á fólki. Ég er hins vegar mjög fljótur að gleyma og er ekki lang- rækinn maður. Ég afgreiði málin og þá er þeim lokið.“ Hann brosir við og heldur áfram: „Sem dæmi þá nefndir þú í blaðinu um dag- inn í inngangi að stuttu spjalli vegna afmælis blaðs- ins að við hefðum átt í ein- hverjum deilum þegar þú hófst störf á BB en ég var al- veg búinn að gleyma þeim. Þær deilur sem maður hef- ur lent í hafa oftast verið lít- ilfjörlegar og sitja ekki í mér.“ Þú hefur stundum verið skammaður fyrir að láta of oft í Ijósi þínar skoðanir á bæjarmálunum og verið sagt um þig að þú sért ofpólitískur máli að vita af henni hér þeg- ar við ákváðum að fara vest- ur. Ég er fædd og uppalin í vesturbænum í Reykjavík og hefði ekki verið tilbúin til að fara á hvaða stað sem var úti á landi. En mér fannst spennandi og gaman að koma hingað. Það hefur ver- ið mjög gott að vera hér og okkur hefur liðið vel.“ Hún segir að það komi fyrir að hún verði þreytt á því hve vinnutími eigin- mannsins er langur og pirrist á þessu eilífa fundastandi en er ánægð með að hafa hann um helgar. „Fólk gerir lítið af að ónáða hann um helgar og við erum þakklát fyrir það“ segir hún. „Okkur finnst mjög gott að slappa af heima og Haraldur er mikill fjölskyldumaður og yfirleitt alltaf geðgóður heima fyrir. Við ræðum nær aldrei um bæjarmálefnin, kannski er það vegna áhugaleysis af minni hálfu. Hann hefur sagt við mig að ég ætti nú að koma og sitja eins og einn bæjarstjórnarfund, bara til að sjá hvernig þetta fer fram. Kannski læt ég nú verða af því áður en við förum héð- an.“ Fyrir kemur á löngum fundum að bæjarstjórinn seilist í vasa sinn eftir epli og fari að naga það í miðjum ræðum og eflaust hafa ein- hverjir undrast þetta hátta- lag. Það kemur þó ekki til af óvenju miklum mataráhuga því Flaraldur fékk sykursýki fyrir nokkrum árum og verð- ur að borða eitthvað á tveggja tíma fresti, auk þess að sprauta sig með insúlíni kvölds og morgna. „Sykur- sýkin hefur ekki háð honum en hann þarf að gæta sín í matarræði“ segir Ólöf. Hún segist lítið spá í þau deilumál sem koma upp í bæjarmálunum og verði sárasjaldan fyrir því að fólk segi eitthvað neikvætt við hana í tengslum við hans vinnu. Ólöf hefur verið mik- ið heimavinnandi vegna barnanna en síðustu árin hefur hún unnið sem lækna- „Bæjarfulltrúar vissu varla fyrr en búið var að fjárfesta í skíðalyftu upp á 15 milljónir.“ Haraldur, Magnús Reynir Guðmundsson bæjarritari og bæjarráð ísafjarðar: F.v. Árni Sigurðsson, Smári Haraldsson og Ingibjörg Ágústsdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.