Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,formaður Viðreisnar, er komin í kosningaham eins og heyra mátti á Alþingi í fyrradag þegar hún kvart- aði hástöfum undan því í fyrir- spurnartíma að til stæði að auka stuðn- ing við landbúnað og kvartaði undan toll- um og höftum í því sambandi. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra, benti á að flest ríki styddu framleiðslu sína og að til stæði að fara út í ýmsar aðgerðir hér, enda þekkt að kór- ónuveirufaraldurinn hefur haft mjög slæm áhrif á bændur. Í því sambandi nefndi ráð- herra að verð á kjöti á heimsmarkaði hefði lækkað um 14% og þekkt er að hér hefur fækkun ferðamanna haft sérstaklega mikil áhrif.    Þorgerður gaf sig ekki og kvartaðiundan þessari „gömlu úreltu leið ríkisstjórnarinnar“ og sagði ekk- ert land í Evrópu fara þessa leið. Það er undarleg blinda að halda að tolla- bandalagið ESB leggi ekki tolla á inn- flutning matvæla. Athyglisverðast var þó hve illa fyrirspyrjandinn brást við þegar Kristján Þór nefndi að þeg- ar Þorgerður sjálf „gegndi stöðu landbúnaðarráðherra var engin at- laga gerð að því að breyta því kerfi sem við erum að setja aftur á núna. Þetta er ekki alvarlegra en það. Þessi ríkisstjórn breytti úthlutun tollkvóta frá því kerfi sem var við lýði þegar háttvirtur þingmaður gegndi því starfi sem ég gegni í dag. Meiri er breytingin ekki.“    Getur verið að formaður Við-reisnar telji að heimsfarald- urinn sé rétti tíminn til að breyta þessu kerfi, og að hún trúi því að ESB hafi fellt niður tollvernd sína? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ekkert gert í hennar tíð STAKSTEINAR Kristján Þór Júlíusson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Júpíter og Satúrnus verða þétt saman á himni næstkomandi mánudagskvöld. Raunar hafa þær ekki verið svona nálægt hvor annarri, frá jörðu séð, síðan 16. júlí árið 1623, segir Sævar Helgi Bragason á Stjörnufræðivefnum. Pláneturnar liggja best við athugun um klukkan 17 á mánudaginn, en þá verða þær mjög lágt á lofti í suðvestri. Þegar orðið verður nógu dimmt í Reykjavík verða stjörnurnar aðeins 3 gráður fyrir ofan sjóndeildarhring. Á Akureyri verða þær helmingi lægra á lofti eða 1,5 gráðum yfir sjón- deildarhring á sama tíma. Pláneturnar hverfa undir sjóndeildarhring um klukkan 18. Sævar skrifar að því miður sé nánast útilokað fyrir flesta Íslendinga að berja dýrðina augum, þó ögn meiri möguleikar fyrir Sunnlendinga en fólk nyrðra. Í haust hafa pláneturnar smám saman færst nær hvor annarri á himninum og á mánudags- kvöld verður bilið á milli þeirra minnst. Þær virð- ast snertast, en í raun skilja þó næstum 800 millj- ónir kílómetra þær að. Satúrnus er nú um stundir 1,6 milljarða km frá jörðu en Júpíter tæpar 900 milljónir km frá okkur, segir á vefnum. Júpíter og Satúrnus þétt saman  Nánast útilokað að sjá stjörnurnar frá Íslandi Jólastjörnur Satúrnus og Júpiter virðast snert- ast, en í raun skilja þær næstum 800 milljónir km. Þeir sem hafa lagt leið sína um Sundahöfn undanfarna daga hafa tekið eftir skipi sem er á stöðugum ferðum frá Viðeyjarsundi út að Engey. Hér er á ferðinni sanddæluskipið Taccola, sem hóf dýpkun á Viðeyj- arsundi síðastliðinn laugardag. Unnið er á vöktum allan sólarhring- inn og er áætlað að verkið taki tæp- ar tvær vikur ef ekkert óvænt kem- ur upp á, að því er Magnús Þór Ásmundsson hafnarstjóri Faxaflóa- hafna tjáði blaðinu. Taccola kom til landsins um miðj- an nóvember en dýpkunin hófst þegar undirbúningi og mælingum lauk á sundinu. Taccola er mjög öflugt dæluskip, 4.683 brúttótonn. Það „sýgur“ efnið upp af botninum og um borð í skip- ið. Það siglir svo með efnið á los- unarsvæðið við Engey og losar það niður um skrokk skipsins. Taccola er í eigu belgíska fyrirtækisins Jan De Nul, sem átti langlægsta tilboðið í dýpkunina á Viðeyjarsundi. sisi@mbl.is Taccola „sýgur“ upp sandinn dag og nótt Morgunblaðið/Guðmundur Árnason Á Viðeyjarsundi Skipverjar Taccola gera klárt fyrir dælingu af hafsbotni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.