Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020
Ævintýrið um Dísu ljósálf er nú
fáanlegt í endurbættri útgáfu með
112 litmyndum. Bókin er í stærra
broti en eldri útgáfur svo litríkar
myndirnar njóta sín til fulls.
Tímamótaverk
Samningur Tryggingastofnunar og
sýslumannsins á Norðurlandi vestra
hefur verið tekinn til endurskoðunar
í framhaldi af innheimtumáli sem
settur umboðsmaður Alþingis gaf
álit á hinn 10. desember.
Yfirskrift álitsins er að Trygg-
ingastofnun hafi ekki gætt með-
alhófs í innheimtuaðgerðum. Settur
umboðsmaður telur að stofnunin
hafi ekki lagt fullnægjandi grundvöll
að ákvörðun um að krefjast nauð-
ungarsölu á fasteign vegna kröfu um
endurgreiðslu ofgreiddra bóta. Fjár-
hæð kröfunnar var um 590 þúsund
krónur og var fasteignin boðin upp
og seld á 23 milljónir króna. „Trygg-
ingastofnun fékk um 65 þúsund
krónur í sinn hlut eftir að innheimtu-
kostnaður hafði verið dreginn frá en
eftirstöðvarnar voru afskrifaðar,“
segir í álitinu.
Settur umboðsmaður segir að
þrátt fyrir að Tryggingastofnun hafi
heimildir til að krefjast endur-
greiðslu á ofgreiddum bótum beri
henni að gæta meðalhófs við slíka
innheimtu. Af því leiði að stofnuninni
sé skylt að meta fyrir fram hvort
krefjast eigi nauðungarsölu á heim-
ilum bótaþega.
Settur umboðsmaður mæltist til
þess að Tryggingastofnun leitaði
leiða til að rétta hlut viðkomandi,
bærist beiðni þess efnis. „Þá beindi
settur umboðsmaður því til stofn-
unarinnar að meta hvort tilefni væri
til að taka almennt verklag hennar
til skoðunar til að tryggja að með-
ferð endurkröfumála væri í sam-
ræmi við lög að því er varðaði að
leiðbeina einstaklingum um að þeir
gætu sótt um undanþágu frá end-
urkröfu,“ segir í lok álitsins.
Sýslumaður hafði ekki samráð
Morgunblaðið leitaði viðbragða
hjá Tryggingastofnun sem tók fram
í svari sínu að hún tjáði sig ekki um
málefni einstakra viðskiptavina.
Varðandi fyrrnefnt álit setts um-
boðsmanns Alþingis kveðst Trygg-
ingastofnun hafa „lagt áherslu á hóf-
samar innheimtuaðgerðir vegna
krafna um ofgreiddar bætur og að
tekið sé tillit til aðstæðna eins og
mögulegt er“. Innheimtumiðstöð
sýslumannsins á Norðurlandi vestra
sjái að mestu um lögfræðilegar inn-
heimtur fyrir hönd Tryggingastofn-
unar. Hún beiti þeim lögbundnu inn-
heimtuaðgerðum sem nauðsynlegar
þykja til innheimtu krafna.
„Í verklagi varðandi kröfur
Tryggingastofnunar er hins vegar
gert ráð fyrir að sýslumaður hafi
samráð við stofnunina í innheimtu-
ferlinu og þá sérstaklega ef stefnir í
beiðni um nauðungarsölu á fasteign
hjá viðkomandi. Það var því miður
ekki gert í því máli sem fjallað er um
í álitinu og voru þegar gerðar at-
hugasemdir við það af hálfu Trygg-
ingastofnunar. Samningur Trygg-
ingastofnunar og sýslumanns hefur
verið tekinn til endurskoðunar,“
segir í svarinu.
Þá segir Tryggingastofnun að
þegar hún fékk upplýsingar um
nauðungarsöluna hafi þegar verið
kannað hvort hægt væri að aft-
urkalla beiðnina. „Þá var það orðið
of seint þar sem samþykkisfrestur
var liðinn og hæstbjóðandi hafði
greitt hluta kaupverðs.“
Mál þetta og innheimtuferlarnir
hafa aftur verið teknir til gaumgæfi-
legrar skoðunar hjá Trygginga-
stofnun, sýslumanni og félagsmála-
ráðuneytinu í kjölfar álits setts
umboðsmanns. „Sem fyrr segir
leggur Tryggingastofnun áherslu á
hófsamar aðgerðir, er liðleg með
fresti og tilbúin til að semja um
greiðslur, í ljósi viðkvæmrar stöðu
viðskiptavina stofnunarinnar. Fólki
er jafnframt ráðlagt og leiðbeint um
hvernig það geti forðast innheimtu-
aðgerðir,“ eru lokaorð svars stofn-
unarinnar. gudni@mbl.is
Endurskoðar
samning við
sýslumann
Tryggingastofnun bregst við áliti
setts umboðsmanns Alþingis
Ljósmynd/Aðsend
Tryggingastofnun Nauðungarsala
vegna ofgreiddra bóta gagnrýnd.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Í raforkuspá 2020-2060 er gert ráð
fyrir að umtalsverð orkuskipti eigi
sér stað á tímabilinu og gert er gert
ráð fyrir að Breiðafjarðar-, Hríseyj-
ar- og Grímseyjarferjur fari yfir á
rafmagn. Miðað er við að á seinni
hluta spátímabilsins fari innanlands-
flug yfir á rafmagn og sama þróun
muni sjást hjá fiskiskipum og flutn-
ingaskipum. Í fiskiskipum muni
þessi þróun byrja hjá minni bátum,
en fyrir stærri skip er tilbúið elds-
neyti eins og vetni líklegur orkugjafi,
segir í forsendum.
Í raforkuspánni, sem unnin er á
vegum orkuspárnefndar, er fjallað
um raforkunotkun frá 2020 til 2060
og sviðsmyndir um raforkunotkun.
Spáð er fyrir um alla raforkunotkun
nema notkun stórnotenda, en hjá
þeim er einungis tekin með í spána
sú raforkunotkun sem er í þegar
gerðum samningum. Raforkuspáin
spáir aðeins fyrir um eftirspurn eftir
raforku og er ekki lagt mat á hvort
nægt framboð raforku sé til að mæta
þörfinni.
Breyting hjá stórnotendum
Raforkunotkun ársins 2019 skipt-
ist nokkurn veginn þannig að 78%
hluti fór beint frá flutningskerfinu til
stórra notenda, 18% frá flutnings-
kerfinu til dreifikerfisins vegna
notkunar smærri notenda, 2% í eigin
notkun virkjana og til notkunar við
virkjanir svo sem dælingu vegna
vinnslu á heitu vatni og 2% eru flutn-
ingstöp.
Þegar litið er sérstaklega á notk-
unina sem afhent er frá flutnings-
kerfinu er hún mest hjá Fjarðaáli á
Reyðarfirði eða tæp 32% og síðan
kemur Norðurál á Grundartanga
með 31%. Þáttur álvinnslu í notkun
stórnotenda var um 83% árið 2019.
Meginflokkur raforkunotkunar frá
dreifikerfinu er þjónusta með 32%.
Hlutur heimila er 24% og iðnaður
með 21%.
Í kafla um aukna stórnotkun segir
m.a.: „Nokkur breyting hefur verið í
aflnotkun stórnotenda að undan-
förnu. Kísilverið í Helguvík hefur
hætt starfsemi og er hvorki gert ráð
fyrir starfsemi þess í spánni né í
sviðsmyndinni. Kísilver PCC var
ekki starfandi á síðari hluta 2020 og
einnig hafa gagnaver dregið úr notk-
un sinni. Álverið í Straumsvík hefur
einnig ekki framleitt á fullum afköst-
um.
Þessir stórnotendur eru hins veg-
ar með gildandi samninga um raf-
orkunotkun við bæði raforkusala
sem og Landsnet. Orkufyrirtækjun-
um ber að standa við þessa samn-
inga. Gert er ráð fyrir að notkun
stórnotenda verði í samræmi við
samningana til lengri tíma litið.“
Orkufrekir ísskápar
Í niðurstöðum kemur fram að
orkusparnaður heimila hafi verið
töluverður á síðustu árum í lýsingu
og sparneytnari heimilistækjum.
Spáin reiknar með að þessi þróun
haldi áfram en þó hægist á henni.
Í forsendum raforkuspár segir
m.a. um tækjanotkun á heimilum:
„Raforkuverð hérlendis er lægra en í
öðrum nálægum löndum og lægra en
í t.d. Danmörku, m.a. vegna skatta
þar í landi. Kostnaður við raforku-
notkun skapar því ekki sama hvata
hérlendis til orkusparnaðar líkt og
t.d. í Danmörku.
Nær öll raftæki sem seld eru hér-
lendis eru innflutt en hið lága raf-
orkuverð hérlendis er þó líklegt til
að leiða til þess að heimili hérlendis
kaupi alla jafna orkufrekari raftæki,
noti þau jafnvel meira en heimili í
öðrum löndum og að útbreiðslan
verði meiri. Til dæmis er gert ráð
fyrir að kæliskápar hérlendis séu
orkufrekari en þeir kæliskápar sem
notaðir eru í Danmörku en þó orku-
grennri en stórir kæliskápar á
bandarískum heimilum.“
Orkuskipti eru ekki til sem sér-
stakur flokkur í tölfræði um raforku-
notkun. Raforkunotkun við hleðslu
rafbíla á heimilum fellur undir heim-
ilisflokk raforkunotkunar og ekki
unnt að sundurgreina raforkunotkun
tengda hleðslu rafbíla frá annarri
heimilisnotkun. Hið sama má segja
um rafbíla sem hlaðnir eru við fyrir-
tæki, stofnanir og aðra álíka staði.
Nýr mælibúnaður gæti veitt þessa
sundurgreiningu á næstu árum, seg-
ir í skýrslunni.
Ferjur og flugvélar
fara yfir á rafmagn
Raforkuspá til 2060 Fjarðaál stærsti notandinn
Þróun raforkunotkunar vegna orkuskipta
GWh á ári vegna orkuskipta í samgöngum, spá til ársins 2060
1.800
1.600
1.400
1.200
1.000
800
600
400
200
0
2010 2015 2020 2025 2030 2035 2040 2045 2050 2055 2060
Rauntölur Spá
Heimild: Orkustofnun
Flug Skip
Borgarlínan og lestir
Atvinnubifreiðar
Fólksbifreiðar
Raforkunotkun
stórnotenda 2019
H
ei
m
ild
: O
rk
us
to
fn
un
RioTinto Alcan 20%
Norðurál 31% Fjarðaál 32%
Íslenska járnblendifélagið 6%
TDK Fossil 3% Gagnaver 6%
PCC Bakki 2%
Ljósmynd/Landsvirkjun
Orka Við Hrauneyjafossstöð.