Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Von um að viðspyrna aukist  Töluvert mörg ferðaþjónustufyrirtæki frestuðu staðgreiðslu og tryggingagjaldi Allmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu frestuðu því að skila afdreginni stað- greiðslu og tryggingagjaldi sem voru á gjalddaga frá 1. apríl til 1. desember sl., að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmda- stjóra SAF. Hægt er að sækja um lengri frest og fáist hann þarf að inna greiðslurnar af hendi næsta sumar. „Ég tel að stærri fyrirtæki og meðalstór með miklar launa- greiðslur hafi nýtt sér þetta. En hafa ber í huga að þeir sem nýttu sér uppsagnarstyrki þurftu að standa skil á þessu,“ sagði Jóhann- es. En verða fyrirtækin betur í stakk búin að borga þetta næsta sumar? „Fyrirtæki sem sér fram á að ná ágætri háönn í sumar getur frestað þessu vegna þess að starfsfólk er nú fátt og lítið safnast upp af greiðslum. Hins vegar er það sjón- armið að frekari skuldasöfnun sé ekki af hinu góða. Mjög stór hluti fyrirtækja hefur safnað ósjálfbær- um skuldum og þarf að taka á þeim. Það er ekki gefið að það sé skyn- samlegt að fá lengri frest, en mik- ilvægt að möguleikinn sé fyrir hendi fyrir þá sem þurfa að nýta sér þetta,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að búið væri að segja upp fjölda fólks í greininni. Launa- tengd gjöld eru því minni baggi en þau voru. Þegar nær dregur vori og starfsfólki fjölgar aftur aukast þessi gjöld á ný. Jóhannes kvaðst vona að fyrirtækin gætu nýtt styrkjaleiðir stjórnvalda m.a. til að standa skil á þessum greiðslum. Fjölbreyttur stuðningur „Vonir okkar standa til þess að viðspyrnan verði hafin næsta sum- ar,“ sagði Óli Björn Kárason, for- maður efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að hægt yrði að dreifa greiðslunni á júní, júlí og ágúst 2021. Það hlyti að skipta veru- legu máli. Óli Björn kvaðst gera sér grein fyrir því að einhver hluti þess- ara greiðslna gæti mögulega tapast vegna þess að fyrirtækin muni ekki öll lifa hremmingarnar af. Eftir 1. desember 2020 var ekki lengur hægt að fresta greiðslu af- dreginnar staðgreiðslu og trygg- ingagjalds. Eru fyrirtækin eitthvað betur stödd til að greiða það nú? „Frá því að þetta úrræði var kynnt til sögunnar hefur verið gripið til ýmissa aðgerða til að létta undir og aðstoða fyrirtækin, hvort heldur það eru tekjufallsstyrkir, viðnáms- styrkir, stuðningslán o.s.frv. Svo er greiðsluskjól annað úrræði. Þetta er orðinn mjög víðtækur og öflugur stuðningur við fyrirtækin. Vonandi dugar hann flestum,“ sagði Óli Björn. Hann sagði að Alþingi fjallaði nú um frumvarp um viðspyrnustyrki sem myndu skipta fyrirtækin miklu máli. Þeir eiga að gilda frá nóvem- ber síðastliðnum og til loka maí 2021. Viðspyrnustyrkirnir eiga að taka við af tekjufallsstyrkjum til fyr- irtækja sem hafa orðið fyrir veru- legum tekjumissi vegna kórónu- veirufaraldursins. gudni@mbl.is Óli Björn Kárason Jóhannes Þór Skúlason Minnstu mátti muna að illa færi ef marka má orð Marínar Guðrúnar Hrafnsdóttur sem lenti í hremming- um ásamt fjölskyldu sinni þegar hún ók að norðan til Reykjavíkur á mánu- dag. Blæðing í klæðingu hlóðst á bíl- dekkin. „Við þökkum fyrir að hafa ekki lent í slysi enda hrikalega erfitt að keyra með hálfan þjóðveginn á dekkjunum. Við komum við á verk- stæði á Hvammstanga en það var lít- ið hægt að gera og dekkin söfnuðu þykku lagi strax aftur. […] Þegar maður mætti vöruflutningabílum spýttust hnullungar af malbiki á bíl- inn,“ segir Marín á FB. Vegagerðin hyggst bæta öku- mönnum það tjón sem hlotist hefur af blæðingum í klæðingu á fjölmörg- um stöðum frá Borgarnesi að Öxna- dalsheiði. Á það bæði við um þrif og tjón eftir atvikum. Á þetta sérstak- lega við um þá sem urðu fyrir tjóni áður en tilkynning um blæðingu í klæðningu barst. Vegagerðin hvetur alla tjónþola til að fylla út tjóna- skýrslu. Fylli út tjónaskýrslur G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir að blæðingin í klæðingunni líti út fyrir að vera meiri en áður hefur sést. „Lögin segja að á meðan við höfum ekki tilkynnt það eða merkt það þá sé ábyrgðin Vegagerðarinnar,“ segir G. Pétur. Hann hvetur þá sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni að fylla út tjónaskýrslu á vef Vegagerðarinnar. „Erfitt að keyra með hálfan þjóðveginn á dekkjunum “  Vegagerðin hyggst bæta tjón bifreiða og greiða fyrir þrif Tóm tjara Margir bílar urðu fyrir tjóni eftir blæðingu á þjóðveginum. „Þetta veður sem hefur verið ríkjandi und- anfarið mun halda eitthvað áfram út vikuna,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, í sam- tali við Morgun- blaðið. Hann segir nokkurn fyrirsjáan- leika í veðrinu þessa dagana. „Það verða ekki snöggar sveiflur við þess- ar aðstæður,“ segir Einar og bætir við að breytingar muni eiga sér að- draganda. Kólnar og éljagangur Einar segir að kólna muni í veðri og gera éljagang um landið norðan- vert og Austfirði eftir helgi. Meiri spurning sé með Suðausturlandið. Hann segir spána áreiðanlega fram í miðja næstu viku, en þá er Þorláks- messa. Litlar líkur séu á úrkomu á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi á meðan landvindur er. Einnig bætir hann því við að á sömu svæðum sé ólíklegt að snjói um jólin, einu lík- urnar á því stafi aðeins af óvissu. „Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag og líklega ekki fyrr en annan í jólum ef úrkoma kemur, en það gæti vel orðið bara rigning,“ sagði Einar. Líkur eru því á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu. karitas@mbl.is Hvít jól á Norður- og Austurlandi Einar Sveinbjörnsson  Ekki snöggar sveiflur á næstunni Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu hafa tekið sameiginlega ákvörð- un um að halda engar brennur um áramótin í ljósi aðstæðna. Þetta var tilkynnt í gær á vef Reykjavíkur- borgar. Var ákvörðunin tekin á fundi allra sveitarfélaganna síðastliðinn föstudag í ljósi þess að fjöldatak- markanir vegna sóttvarnaaðgerða miðast við 10 manns. Segir í tilkynningunni að mikil- vægt sé að sveitarfélögin séu ekki að hvetja til hópamyndunar og að allir þurfi að vinna saman að því að fækka smitum. „Höldum okkur við „jólakúlurnar“ okkar og forðumst mannmergð. Við getum gert þetta saman, samstaða er besta sóttvarna- aðgerðin,“ segir í tilkynningunni. Engar brenn- ur um áramót Freyr Bjarnason freyr@mbl.is Rýma þurfti íbúðar- og atvinnuhús- næði í fjórum götum á Seyðisfirði í gær vegna aurflóða, en ríkislög- reglustjóri lýsti yfir óvissustigi al- mannavarna í bænum eftir að tvær aurskriður féllu úr Botnum með skömmu millibili. Önnur skriðan fór niður í Botnahlíð og hin á Austur- veg. Að minnsta kosti ein aurskriða til viðbótar féll svo um hálf-níuleytið í gærkvöldi. Hún náði niður að tveimur húsum sem þegar var búið að rýma. Engin slys urðu á fólki vegna aur- flóðanna, en önnur skriðan náði að tveimur húsum að minnsta kosti og flæddi inn í nokkur önnur, sam- kvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Sagði þar einnig að óvíst væri með skemmdir en að það ætti að skýrast betur í dag. Rýmdu svæðið á 45 mínútum Mikil úrkoma hefur verið fyrir austan undanfarna daga og gerir veðurspáin ráð fyrir að rigningin muni halda áfram fram að helgi. Sagði í tilkynningu lögreglunnar að óvíst væri hvenær íbúarnir gætu snúið aftur til síns heima, en staðan verður metin í dag. Björgunarsveitir sáu um að rýma þau hús sem þurfti vegna hættunn- ar, og tók verkefnið um 45 mínútur. Var allri rýmingu lokið um fimm- leytið í gær. Þegar mest lét höfðust á bilinu 40-50 manns við í fjöldahjálp- arstöð Rauða krossins, sem sett var upp í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri innanlandssviðs hjá Rauða krossin- um, reiknaði með því í samtali við mbl.is í gær að flestir myndu finna sér gistingu annars staðar í bænum hjá vinum og vandamönnum, en að fólk væri undirbúið fyrir það ef ein- hverjir þyrftu að gista í hjálparstöð- inni. Skriðan komin upp að glugga Diljá Jónsdóttir sem býr í Botna- hlíð á Seyðisfirði sagðist í samtali við mbl.is í gær telja að önnur aurskrið- an sem féll á svæðinu í gær hefði fyrst lent á sínu húsi og að skriðan hefði verið komin upp að glugga hjá sér áður en hún rýmdi húsið. Diljá og maðurinn hennar hringdu í lögregluna, sem mætti skömmu síðar á staðinn. Eftir það tók hún með sér tölvur, föt og köttinn og leit- aði skjóls á hótelinu Öldunni sem þau hjónin reka, en maður hennar varð eftir til þess að byrgja glugga. Fjórar götur rýmdar vegna aurflóða  Tvær aurskriður féllu á Seyðisfirði í gær  Engin slys urðu á fólki  Tugir manna fóru á fjöldahjálparstöð Rauða krossins  Meta umfang skemmda í dag Ljósmynd/Diljá Jónsdóttir Aurskriður Önnur skriðan fór upp að minnst tveimur húsum á Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.