Morgunblaðið - 16.12.2020, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Verið velkomin í glæsilega verslun
okkar á Hafnartorgi
Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is
Niðurgreiðslur hindra samkeppni
Sigurður Ástgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Ísorku, segir einka-
aðila ekki geta keppt við verðlagn-
ingu Orku náttúrunnar (ON). Það
hafi aftur hægt á uppbyggingu
einkaaðila á hraðhleðslustöðvum.
Tilboð ON gerði útslagið
„Einkaaðilar sem hugðust fjölga
stöðvum hafa fallið frá því vegna
breyttra aðstæðna. Fyrir utan áhrif-
in af kórónuveirufaraldrinum og
fækkun ferðamanna gerði tilboð ON
útslagið. Þegar hraðhleðslustöð er
sett upp úti á landi þarf að greiða
rafmagnið og flutningskostnað.
Kostnaður við flutning er yfir 7 kr. á
kílóvattstund og ekki umsemjanlegt.
Kaup á rafmagninu sjálfu er síðan
um 7 kr. á kílóvattstund, það er sam-
tals 14 kr. kostnaðarverð á kílóvatt-
stund með virðisaukaskatti. Það er
því vonlaust að selja hana undir 14
kr. Af því leiðir að þegar ON selur
kílóvattstundina á 19 krónur og veit-
ir svo 40% afslátt er félagið að borga
með hverri kílóvattstund,“ segir Sig-
urður en afsláttur ON jafngildir því
að kílóvattstundin kosti 11,4 krónur.
Hinrik Örn Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri N1, segir nýlega hafa
komið fram í fjölmiðlum að ON, sem
sé að mestu í eigu Reykjavíkur-
borgar, hafi greitt með sér í útboði
Reykjavíkurborgar um uppbygg-
ingu hleðslustöðva í borginni.
„Telja má óeðlilegt að opinbert
fyrirtæki greiði með sér í útboði hjá
hinu opinbera. Kvartað hefur verið
undan hegðun ON bæði á raforku-
markaði og rafhleðslumarkaði. Telja
má óeðlilegt að opinber aðili niður-
greiði vöru eða þjónustu sína á sam-
keppnismarkaði,“ segir Hinrik.
Þriðji viðmælandinn á mark-
aðnum, sem óskaði nafnleyndar, líkti
afsláttarkjörum ON við þá stefnu
Costco að bjóða handhöfum árskorta
afslátt af eldsneyti.
Vonlítið að keppa við ON
Vegna lítillar framlegðar af
rekstri hraðhleðslustöðva, og tak-
markaðrar eftirspurnar, einkum úti
á landi, sé vonlítið að keppa við ON á
markaðnum. Uppsetning hrað-
hleðslustöðvar geti kostað 10 millj-
ónir og tveir þriðju hlutar af fram-
leiðninni farið í rekstrarkostnað.
Samkeppniseftirlitið ákvað í sept-
ember að hefja formlega rannsókn
„á háttsemi ON á mögulegum mark-
aði fyrir hleðslur, hleðslustöðvar og
rafmagn“. Ekki náðist í Pál Gunnar
Pálsson, forstjóra eftirlitsins.
Til að greiða fyrir uppsetningu
hefur ON boðið heimilum og fyrir-
tækjum í rafmagnsviðskiptum 40%
afslátt í hraðhleðslum ON um landið.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Framkvæmdastjórar N1 og
Ísorku segja ON hafa
með undirverðlagningu
unnið gegn uppbyggingu
einkaaðila á markaðnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ON setti upp fyrstu hraðhleðslustöðina á Bæjarhálsi í mars 2014.
EUR/ISK
16.6.'20 15.12.'20
165
160
155
150
145
140
152,25
154,65
Úrvalsvísitalan
2.400
2.300
2.200
2.100
2.000
1.900
1.800
16.6.'20 15.12.'20
1.997,03
2.495,62
Einar Karl Birgisson fram-
kvæmdastjóri útivistarverslunar-
innar Cintamani, segir í ítarlegu
samtali við ViðskiptaMoggann að
sérstaða Cintamani í samkeppn-
inni við íslenska og erlenda sam-
keppnisaðila á markaðnum sé ís-
lensk hönnun.
Einar Karl segir að Íslendingar
séu heppnir að eiga nokkur sterk
útivistarvörumerki, og framboðið
og samkeppnin sé mikil. Allir
reyni að skapa sér ákveðna sér-
stöðu. „Okkar sérstaða felst í því
að við ætlum að halda áfram að
vera íslenskt hönnunar- og fram-
leiðslufyrirtæki og um það er al-
gjör samstaða hjá mér og mínum
bakhjörlum. Við viljum vera með
okkar eigin hönnunarteymi. Við-
skiptavinir okkar eru enda ánægð-
ir með að við séum ekki eins og
allir hinir.“
Einar segir að kórónufarald-
urinn hafi kennt honum að hag-
nýta sér netið í meira mæli. Hlut-
ur netsölu í tekjum fyrirtækisins á
þessu ári er að hans sögn um 40%.
Áætlanir fyrir næsta ár gera ráð
fyrir að netsala verði um 25%
tekna.
Einar endurreisti Cintamani í
mars sl. ásamt hópi fjárfesta.
Sjálfur var Einar framkvæmda-
stjóri Cintamani árin 2015-2018.
Hann segir kaupin hafa verið vel
fjármögnuð og félagið muni skila
góðum afgangi á þessu ári. „Ég
trúi á þetta konsept. Hópurinn að
baki mér er sterkur og er til í að
halda þessari vegferð áfram. Það
er stærsti sigurinn, bæði fyrir mig
persónulega og fyrir vörumerkið,“
segir Einar Karl Birgis-
son.
Sérstaðan er íslensk hönnun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einar Karl segir hlut netsölu í ár vera
um 40% og um 25% á næsta ári.
Cintamani var endurreist
snemma á þessu ári og
framkvæmdastjórinn segir
framtíðina bjarta.
6