Morgunblaðið - 16.12.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 16.12.2020, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020FRÉTTIR Verkfæri og festingar vinnuföt fást einnig í HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga Hágæða vinnuföt fyrir alla Sérmerkjum fyrir fyrirtæki mikið úrval Mikið úrval af öryggisvörumBarna og unglingaföt 2-14 ára, stærðir 98-164 EGGERT Opið örhagkerfi eins og Ísland þarf lífs-nauðsynlega á viðskiptum við útlönd að halda.Sennilega hafa fleiri blaðagreinar en sem nem- ur fjölda Íslendinga hafist á þessum augljósu sann- indum. Sem betur fer er nú á tímum um nokkuð við- tekna visku að ræða, allavega hvað varðar hinar ýmsu vörur og þjónustu. Ef á hinn bóginn er horft á önnur viðskipti finnast hindranir og tregða víða, til dæmis hvað varðar fólksflutninga og fjárfestingu. Mikið er rætt um það fyrrnefnda en þrátt fyrir ótvírætt mik- ilvægi er minna rætt um það síðarnefnda. Erlend fjárfesting er í meginatriðum eins og hver önnur utanríkisviðskipti nema að í stað þess að bíll er fluttur til landsins eru fjármunir fluttir hingað með öll- um þeim tengslum og þekkingu sem þeim fylgja. Þótt möguleikar í fjármögnunar- umhverfi Íslands séu takmark- aðir eru möguleikarnir með erlendri fjárfestingu nánast ótakmarkaðir. Um þetta var fjallað í nýlegri skoðun Við- skiptaráðs: Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu. Sagan hefur ítrekað sýnt okkur þessa möguleika enda hafa allar helstu stoðir verð- mætasköpunar byggst upp fyrir tilstilli erlendrar fjárfest- ingar að einhverju eða miklu leyti. Vélvæðing sjávarútvegs, forsenda þess að Íslendingar brutust út úr fátækt, varð í framhaldi af því að Íslands- banki hinn fyrri var stofnaður fyrir erlent fjármagn ár- ið 1904. Með því fimmfaldaðist eigið fé í íslenska banka- kerfinu að raunvirði á einu ár sem flýtti verulega fyrir togaravæðingunni. Þá var og er stóriðja að mestu er- lend fjárfesting og á síðustu árum hafa erlendir fjár- festar gert sig gildandi í íslenskri ferðaþjónustu. Síðast en ekki síst er alþjóðageirinn mjög háður erlendu fjár- magni og má segja að það sé forsenda vaxtar þar sem 74% af fjárfestingu í nýsköpunar- og tæknifyrirtækjum á árinu hafa verið erlend. Í þessu ljósi er umhugsunarvert að sáralítil umræða hefur átt sér stað um að dregið hafi úr erlendri fjárfest- ingu hér á landi á síðustu árum á sama tíma og þörfin fyrir fjárfestingu í innviðum og atvinnulífi er afar mikil. Tækifærin í atvinnulífinu eru sannarlega til staðar. Tækifærin fyrir aðkomu erlends fjármagns eru einnig víðar eins og hjá ríkissjóði og í hvers kyns innviða- uppbyggingu. Einnig felur aukin aðkoma erlendra fjár- festa í sér annars konar tækifæri, til dæmis fyrir lífeyr- issjóði landsmanna til að fjárfesta erlendis og dreifa áhættu. Ef lífeyriskerfið heldur áfram að vaxa hratt með auknum fjárfestingum erlendis er innstreymi er- lends fjármagns á móti jafnvel nauðsynlegt. Vinna þarf markvisst að því að skapa forsendur fyrir því að hingað komi erlent fjármagn í auknum mæli. Í áðurnefndri skoðun Viðskiptaráðs eru tillögur um það í sjö liðum þar sem rauði þráðurinn er að ryðja úr vegi sem flestum óþarfa hindrunum og gera allt ferlið eins einfalt og hægt er. Stjórnvöld þurfa með slíkum aðgerðum að sýna í verki vilja til að auka fjárfestingar erlendra aðila og marka sér skýra stefnu um að auka veg þeirra. Af nógu er að taka enda eru hindranir í vegi erlendrar fjárfestingar meiri í aðeins tveimur OECD- ríkjum og í öllum atvinnu- greinum eru hindranir hér meiri en að meðaltali í OECD- ríkjum. Sértækar aðgerðir gætu meðal annars falist í íviln- unum til grænna fjárfestinga, rýmri heimildum fyrir afleiðuviðskipti með krónuna sem dýpka gjaldeyrismarkað og skapa sem besta hvata til að fjárfesta í rannsóknum og þróun (R&Þ). Varðandi það síðastnefnda hafa miklar breytingar orðið til hins betra á síðustu árum með auknum endurgreiðslum R&Þ og tilkomu Kríu stuðningssjóðs. Það mun þó aldr- ei koma í staðinn fyrir fyrirsjáanlegt og hagfellt rekstr- arumhverfi. Þegar þetta er ritað eru fleiri atvinnulausir en sem nemur öllum íbúum Akureyrar og fer atvinnuleysi enn vaxandi. Til að snúa við þeirri þróun er þörf á fjárfest- ingu sem skapar grundvöll nýrra starfa. Ólíklegt er að það gerist án þess að við nýtum þá ótakmörkuðu mögu- leika sem felast í erlendri fjárfestingu. EFNAHAGSMÁL Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Ótakmarkaðir möguleikar ” Sértækar aðgerðir gætu meðal annars falist í íviln- unum til grænna fjárfest- inga, rýmri heimildum fyrir afleiðuviðskipti með krón- una sem dýpka gjaldeyr- ismarkað og skapa sem besta hvata til að fjárfesta í rannsóknum og þróun Átta dagar til jóla. Flestir búnir að ákveða fyrir löngu hvað skuli vera í jólamatinn en því fylgir oft meiri höf- uðverkur hvað skuli bera fram með honum í fljótandi formi. Sem betur fer hefur bætt áfengismenning ýtt til hliðar kreddum um að ekki megi bera fram léttvín með jólasteikinni og há- tíðleikinn verður sannarlega meiri ef henni fylgir vandað vín af góðri ekru sem lyftir máltíðinni hvað bragð og angan varðar. Hátíðarvínið sanna Kampavínið á einnig sinn jólasess. Hátíðlegasta vínið sem hæfir hátíð- legustu tilefnum. Það getur t.d. verið notalegt þegar búið er að opna pakk- ana og ró komin á mannskapinn að opna eina flösku og dreypa á freyð- andi veigum. Einnig getur verið há- tíðlegt að skála þegar kirkjuklukkur Dómkirkjunnar hringja jólin inn á að- fangadag. Ekki skemmir það fyrir í jólaboðunum á jóladag og annan í jól- um (ekki síst þar sem þau verða með fámennasta móti þetta árið) að bjóða upp á gott kampavín þegar tekið er á móti gestum. Og margir kostir eru í stöðunni þegar kemur að því að velja gott kampavín og það má árið 2020 eiga, sem flestir bölva þó í hljóði, að þeim kampavínstegundum, sem fólki stendur til boða að næla sér í hér á landi, fjölgaði umtalsvert á árinu. Þrátt fyrir hið mikla úrval ætla ég þó að fullyrða að leitun sé að jólalegra og hátíðlegra kampavíni en Rosé úr smiðju Laurent-Perrier. Þar eru mér margir sammála – um það vitna töl- urnar – því ekkert Rosé frá Champ- agne selst í jafn miklu magni á ári hverju og einmitt þetta vín. Sístækkandi markaður Sölutölurnar eru engin tilviljun. Kampavínshúsinu hefur tekist að skapa sér verðugan sess á sístækk- andi markaði rósakampavíns en leið- in hefur verið löng og ströng. það kom fyrst á markað árið 1968 þegar rósakampavín voru fremur talin til jaðarframleiðslu í Champagne, frem- ur en hitt. Framleiðsluaðferðin vitnar um metnaðinn. Berin sem notuð eru til víngerðarinnar eru sérstaklega tínd í þessu skyni og eru öll Pinot Noir. Þau eru að mestu sótt á ekrurnar í kring- um Montagne de Reims og pressuð í Oger og Tour-sur-Marne. Pressun berjanna er á grundvelli hinnar þekktu saignée-aðferðar þar sem hratið af berjunum er látið dreypa úr sér ofan í safann. Með því sækir vínið lit sinn og einkenni í hýði berjanna (sem er dökkt) og með í kaupunum fylgja tannín og önnur efni sem máli skipta. Þetta ferli tekur 48-72 klukku- stundir og kjallarameistari hússins, Michel Fauconnet, vitjar safans á hálftíma fresti uns hann telur blönd- una hafa náð fullkomnun. Hann getur að sönnu aðeins verið á öðrum af tveimur pressunarstöðum og er því í stöðugu sambandi við aðstoðarmenn sína við mat á stöðunni. Jólalegasta kampa- vínið af þeim öllum HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.