Morgunblaðið - 16.12.2020, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2020 9FRÉTTIR
Samkvæmt 1. gr. laga nr. 20/1991 um skipti á dán-arbúum o.fl. gildir hér á landi svokölluð heim-ilisfestisregla sem felur í sér að eftir lögunum
skuli skipta dánarbúum þeirra aðila sem áttu lögheimili
eða höfðu annars fasta búsetu hér á landi á dánardægri.
Samkvæmt alþjóðlegum einkamálarétti á sviði erfða- og
skiptaréttar skulu dánarbússkipti aðila sem heimilisfesti
hefur hér á landi fara fram með samfelldum hætti sam-
kvæmt íslenskum lögum og taka til allra eigna og skulda
hins látna, óháð því hvar eignir hans eru staðsettar.
Í íslenskum erfðarétti eru takmarkanir á rétti arfleif-
anda til að ráðstafa eignum sínum með erfðaskrá þegar
skylduerfingjar eru til staðar. Í slíkum tilvikum er arf-
leifanda einungis heimilt að
ráðstafa 1⁄3 eigna sinna með
erfðaskrá og skulu 2⁄3 hlutar
eignanna koma til skipta
milli skylduerfingja í arfs-
hlutföllum. Við andlát kann
ennfremur að reyna á regl-
ur hjúskaparlaga nr. 31/
1993 en samkvæmt 54. gr.
laganna verður eign maka
hjúskapareign nema sér-
stakar heimildir standi til
annars og telst slík hjúskap-
areign til eignar dánarbús.
Í nýlegum dómum
Hæstaréttar í málum nr. 7/
2020 og 8/2020 reyndi á
samspil heimilisfestisreglu
íslensks erfðaréttar og
bandarískra reglna um tiltekið form sameignarréttinda,
sem ekki þekkist hér á landi, svokallað joint tenancy
with a right of survivorship (JTWROS).
Málsatvik voru í stuttu máli þau að E og síðari kona
hans G höfðu sameiginlega fest kaup á fasteign í Suður-
Karólínu og opnað sameiginlega bankareikninga í Merril
Lynch, sem hvort tveggja var skráð undir reglum rík-
isins um JTWROS. Samkvæmt bandarískum rétti fól
þetta form sameignarréttinda í sér að eign taldist vera
sameign meðan sameigendur væru á lífi en við andlát
annars sameigandans rynni eignin ásamt öllum rétt-
indum og skyldum til langlífari sameiganda. Samkvæmt
bandarískum rétti var sameignarformið hins vegar ekki
bundið sérstaklega við hjúskaparaðila og gat einnig ver-
ið beitt um aðra sameignaraðila t.d. viðskiptafélaga.
Meðal skylduerfingja E voru börn hans af fyrra hjóna-
bandi og reis ágreiningur milli þeirra og G um hvort fast-
eignin og bankareikningarnir skyldu teljast meðal eigna
dánarbús E eða teljast sem eign G sem langlífari sameig-
anda. Í dómi Hæstaréttar var komist að þeirri nið-
urstöðu að umræddar eignir skyldu ekki teljast til eigna
dánarbús E. Í forsendum réttarins kom fram að við þær
aðstæður þegar erlent eignaréttarfyrirkomulag væri
mjög ólíkt því sem tíðkast hér á landi gæti það verið var-
hugavert og orkað tvímælis að heimfæra það til annars
réttarsviðs en þess sem miðað var við í hinu erlenda ríki
þar sem reglan ætti uppruna
sinn. Taldi Hæstiréttur að rétt
væri í því tilviki sem um ræddi,
að víkja frá heimilisfestisregl-
unni og láta réttarstöðu þess í
stað ráðast af lögum í hinu er-
lenda ríki.
Dómar Hæstaréttar í þessum
málum eru áhugaverðir enda
virðast þeir hafa, að fullnægðum
tilteknum skilyrðum, opnað leið
fyrir arfleifanda til að raska
verulega lögbundnum erfðarétt-
indum skylduerfingja sinna.
Með beitingu erlendra sameign-
arréttinda líkt og JTWROS
kynni aðili sem heimilisfastur er
hér á landi þannig að geta svipt
skylduerfingja arfi eftir sig í
heild eða að hluta, þrátt fyrir að íslensk lög gildi um dán-
arbússkipti hans og eignin hafi verið skráð eign hins
látna allt til dánardags. Hugsa má sér þá stöðu að arfleif-
andi færði allar eignir sínar í slíkt erlent eignarréttarfyr-
irkomulag og tryggði með því umráð sín á þeim til hinsta
dags. JTWROS myndi þá hafa þau áhrif að á dánardegi
rynnu allar eignir hins látna án endurgjalds til hins sam-
eigandans sem gæti þá verið hvort sem er einn eða fleiri
skylduerfingjar, eða þriðji aðili sem engan rétt á til arfs
úr dánarbúi arfleifanda, þannig að skylduerfingjar
fengju ekkert í sinn hlut við dánarbússkipti hér á landi.
Nú sem aldrei fyrr er því líklegast hyggilegt fyrir erf-
ingja að haga sér vel í (rafrænu) jólaboðunum.
Fæ ég skylduarfinn?
LÖGFRÆÐI
Birgir Már Björnsson
hæstaréttarlögmaður á LEX
lögmannsstofu og kennari í
skuldaskilarétti við Háskólann í Reykjavík
”
Með beitingu erlendra sam-
eignarréttinda líkt og
JTWROS kynni aðili sem
heimilisfastur er hér á landi
þannig að geta svipt skyldu-
erfingja arfi eftir sig í heild
eða að hluta, þrátt fyrir að ís-
lensk lög gildi um dánarbús-
skipti hans og eignin hafi
verið skráð eign hins látna
allt til dánardags.
Angan og bragð í fyrsta sæti
Hann segir að á meðan sumir fram-
leiðendur virðist leggja fyrst og
fremst áherslu á litinn í rósa-
kampavíninu þá gangi nálgun Laur-
ent-Perrier að öllu leyti út á angan og
bragð sem fáist með saignée-
aðferðinni. Og hann hefur talsvert til
síns máls. Vínið er sannarlega fallegt í
glasi og fagurbleikt en ilmurinn er
óviðjafnanlegur. Ilmur af rauðum
berjum og ferskri sýru í bland. Þar
birtast hvít hindber, jarðarber, rifs-
ber, granatepli og súr kirsuber eins og
þau gerast best.
Þessi mikli ferskleiki er svo undir-
strikaður með 8 gr. af viðbættum sykri
(per lítra) og gefur það víninu ótrúlega
mjúka og í raun „glæsilega“ áferð.
Það segir einnig sitt um metnaðinn í
víngerðinni að flöskurnar eru látnar
standa á geri í fimm ár uns þær eru
teknar af geri og hljóta lokasykr-
unina. Það er því ótrúleg þolinmæði
sem býr að baki, allt frá ræktun,
pressun og til þeirrar stundar þegar
vínið er reiðubúið á markaðinn. Mið-
að við þann ótrúlega tíma sem það
tekur að fullgera vínið er verðmiðinn
í raun ekki hár, 10.890 kr.
Það sem fullkomnar Rosé frá
Laurent-Perrier er flaskan sem vínið
er framleitt í. Lagið er einstakt og
nokkuð klumpslegt en gefur henni
yfirbragð hátíðleika og þess að eitt-
hvað mikið standi til. Lögun flösk-
unnar er engin tilviljun heldur.
Hönnuður hennar sótti innblástur í
vínflöskur þær sem framleiddar voru
á tíma Hinrik IV. Frakklandskon-
ungs (1553-1610). ses@mbl.is
Flaskan sem Rosé er gerjuð í er einstök og afar hátíðleg. Lögun hennar á
rætur að rekja til vínflaskna á tímum Hinriks IV. Frakklandskonungs.