Morgunblaðið - 16.12.2020, Blaðsíða 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
ÞITT BESTA ÁR HEFST MEÐ RÚMI
FRÁ HÄSTENS
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess
að ná fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með
einstöku samspili handverks og hráefna þar sem hvergi eru
gerðar málamiðlanir í gæðum náttúrulegra efna eða tíma
við óþreytandi handverkið. Þú sérð það ekki en þú munt
finna fyrir því. Allan sólarhringinn. Heimsæktu Hästens í
Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Brjálað að gera á opnun Miniso
Kalt stríð í Skeljungi
240 milljóna þrot hótels ...
Ýtir niður verðlagi
Útibú flutt og höfuðstöðvum breytt
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Þessi niðurstaða er fengin með því
að áætla að verð íbúða á 6. hæð sé
jafn hátt verði íbúða á 5. hæð. Þar
sem verðið stighækkar eftir hæðum
er þetta sennilega varlega áætlað.
Með því að birtar hafa verið ítar-
legar upplýsingar um verð íbúðanna
á vef Austurhafnar er hægt að
greina meðalverðið eftir hæðum.
Allt að 345 milljónir
Eins og sjá má á grafinu kosta
íbúðir á 2. hæð allt að 250 milljónir
en allt að 280 milljónir á 3. hæð. Á
hæðum 3 og 4 kosta íbúðirnar allt að
310 og 345 milljónir króna.
Verð íbúða á 6. hæð er ekki gefið
upp en ef fermetraverð íbúðar 501,
þeirrar dýrustu á 5. hæð, 1,62 millj-
ónir, er margfaldað með fermetra-
fjölda stærstu íbúðarinnar á 6. hæð,
sem er 354 fermetrar, myndi sú
kosta 573 milljónir. Um er að ræða
horníbúð 601 sem er með útsýni yfir
höfnina. Hún er afhent fokheld að
innan sem gæti haft áhrif á söluverð.
Á færi nokkuð margra
Fasteignasali sem óskaði nafn-
leyndar segir nokkuð stóran hóp á
Íslandi geta keypt íbúð á 250 millj-
ónir. Hins vegar sé spurning hversu
margir kaupendur á Íslandi séu til-
búnir að greiða það verð fyrir íbúð.
Hann áætlaði aðspurður að aðeins
nokkrir tugir einbýlishúsa seljist á
ári hverju á Íslandi sem kosti yfir
200 milljónir. Jafnvel aðeins 10 til 20
hús á hverju ári. Hann sagði vaxta-
lækkanir og takmarkað framboð á
sérbýli hafa ýtt undir verðið. Stíg-
andi hefði verið í sölu sérbýlis á
þessu ári.
Auglýst verð íbúða á Austurhöfn í Reykjavík
Samtals 13.147,5
*M.v. sama fermetraverð og á 5. hæð Mynd: Austurhöfn.is
Fjöldi íbúða Stærð (m2) Verð (m.kr.)
Meðalverð
(m.kr./m2)
Heildarverð
íbúða (m.kr.)
2. hæð 16 50 til 200 59 til 250 1,07 2.193,5
3. hæð 17 50 til 210 63 til 280 1,13 2.591,0
4. hæð 16 73 til 210 77 til 310 1,20 2.762,0
5. hæð 15 104 til 213 105 til 345 1,30 3.214,0
6. hæð 7 149 til 354 Verð er ekki gefi ð upp 2.387,0*
Skv. söluskrá 14. desember 2020
Lúxusíbúðir á
yfir 13 milljarða
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ætla má að meðalverð 71
íbúðar í Austurhöfn sé 185
milljónir króna og ásett
verð alls 13,15 milljarðar.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það á enginn að þurfa að kvíðajólunum þótt reyndin sé sú að
þessi fallegi árstími getur reynt á
marga, ekki síst þá sem búa við
skort. Á jólahátíðinni gengur svo
nýtt ár í garð og nýju upphafi
fylgja oftast vonir og væntingar um
áframhaldandi gott gengi eða
vænni hag ef tíðin hefur reynst
erfið.
Nú er sú staða uppi að margiratvinnurekendur kvíða nýju
ári, jafnvel þótt bóluefnið sé hand-
an við hornið. Því ræður sú stað-
reynd að þrátt fyrir ítrekuð varn-
aðarorð og beiðnir þar um hefur
verkalýðsforystan haft að engu
hugmyndir um að fresta íþyngjandi
launahækkunum um komandi ára-
mót. Með þeim verða meiri fjár-
munir fluttir til þeirra sem þó
standa traustum fótum, þ.e. með
atvinnu, en ekki leitast við að rétta
þeim hjálparhönd sem misst hafa
vinnuna.
Í gær efndi svokallaður sérfræð-ingahópur verkalýðshreyfing-
arinnar til veffundar um stöðuna í
hagkerfinu og bentu þar flestir á
þá staðreynd að láglaunafólk tæki
skellinn í kreppunni – helst þó þeir
sem missa vinnuna. Sérfræðing-
arnir vita þó innst inni að draga
hefði mátt úr högginu, með því að
létta sem mest byrðum af fyrir-
tækjunum og gera þeim kleift að
halda aftur af annars nauðsyn-
legum uppsögnum starfsfólks. En
þetta munu þeir aldrei viðurkenna.
Því miður.
Tveggja
heima sýnÍ febrúar síðastliðnum skunduðufjármálasnillingar í Ráðhúsi
Reykjavíkur á fund borgarstjóra
og hirðarinnar í kringum hann.
Brúnaþungir lýstu þeir því yfir að
ógnarlangur reiknistokkur borg-
arinnar sýndi að enginn ábati hefði
orðið af straumi ferðamanna til
landsins fyrir fjárhag höfuðstaðar-
ins. Þvert á móti væri sviðin jörð
eftir flíspeysuliðið og hefði halli
vegna þess numið 6-9 milljörðum
króna á árunum 2015 til 2018.
Og þegar embættismennirnir íBirkenstock-skónum höfðu
lokið sér af steig forseti borgar-
stjórnar fram líkt og endranær.
Hún sagðist hissa. Tölurnar hefðu
komið sér verulega á óvart. En
enginn fyrirvari var settur við
ruglið sem horfði algjörlega ein-
angrað á tekjurnar sem af um-
svifum ferðaþjónustunnar hljótast
en greip vítt og breitt þegar
kostnaðurinn allur var tiltekinn.
En rétt í þann mund semskýrslan svarta var kynnt og
forsetinn tilkynnti að „hugsa þyrfti
hlutina upp á nýtt“ bárust ný
bjargráð frá Kína. Kórónuveiran
hélt innreið sína og skrúfaði í einni
svipan fyrir hið „ömurlega“ og
kostnaðarsama innflæði ferða-
mannanna fljúgandi. Hafa þeir
ekki sést síðan í mars og væntan-
lega hefur dregið allhressilega úr
kostnaði borgarinnar í kjölfarið.
Snillingarnir geta andað léttar –
eða hvað?
Þeir hinir sömu leita nú logandiljósi að lánsfé til að koma í
veg fyrir greiðsluþrot borgarsjóðs
sem aldrei hefur staðið verr – og
það í kjölfar mesta hagvaxtar-
skeiðs í sögu íslensks efnahagslífs.
Til þess að klóra í bakkann gefur
borgin nú út skuldabréf af miklum
móð og hvað blasir við. Ávöxt-
unarkrafa bréfanna hefur rokið
upp.
Ávöxtunarkrafan nú er 4,5% ení maí var hún 2,99%. Og þótt
skiljanlegt megi vera að krafan
hækki í núverandi ástandi þá hef-
ur hún aukist mjög hlutfallslega
þegar litið er til þess álags sem
borgin greiðir ofan á útgáfu rík-
issjóðs. Allt ber að sama brunni.
Borgin tapaði á ferðamönnunum
og hún tapar á brotthvarfi þeirra.
Það hlýtur að vera þungbært hlut-
skipti að sinna áhættustýringu á
stað þar sem bara er hægt að tapa
peningum.
Apakattahagfræði
Allir sem framleiða
öpp fyrir vefverslun
Apple þurfa að sýna
hvaða gögnum þeir
safna.
Apple
þvingar öpp
1
2
3
4
5