Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjórn og ábyrgð: Sindri Ólafsson - sindri@eyjafrettir.is Umbrot: Sæþór Vídó - sathor@eyjafrettir.is Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Aðsetur ritstjórnar: Ægisgata 2, Vestm.eyjum. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Viðbragðsaðilar í Vestmanna- eyjum funduðu með fulltrúun frá Vegagerðinni og smíða- nefnd ásamt hluta af vélstjór- um og skipstjórum á Herjólfi í síðustu viku. Tilefni fundarins var að samræma og ræða hugsanleg viðbrögð ef eldur kemur upp í skipinu. Formaður almannavarnarnefndar í Vest- mannaeyjum Páley Borgþórs- dóttir boðaði til fundarins. Kröftug sprenging í skipinu Við fengum Hjört Emilsson skipa- tæknifræðing hjá Navis til að fara yfir málið með okkur en hann sat fundinn fyrir hönd Vegagerðar- innar. Forsaga málsins er sú að þann 10. október síðast liðinn var tilkynnt um bruna í rafgeymarými skipsins MF Ytterøyningen. Um er að ræða bílaferju sem var byggð 2006 og var breytt í tvinn-ferju (rafgeymar og Diesel vélar) 2019. Ferjan var þá á siglingu um 200 metra frá ferjuhöfninni í Sydnes. Ferjan komst til hafnar þar sem far- þegar og áhöfn, samtals 15 manns yfirgáfu skipið heilu og höldnu. Um kvöldið taldi slökkviliðið sig hafa ráðið niðurlögum eldsins en vakt var við skipið yfir nóttina. Á sjöunda tímanum morguninn eftir varð öflug sprenging í skipinu og er talið að sú sprenging hafi orðið í tækjarými við hlið rafgeyma- rýmisins. Þegar óhappið varð sigldi ferjan fyrir vélarafli, rafgeymar skipsins voru ekki tengdir og aðvörunarkerfi þeirra var óvirkt þar sem enn var unnið að frágangi þeirra. Páley segist strax í október hafa kallað rekstraraðila Herjólfs ohf. á sinn fund þegar hún fékk veður af atvikinu í Noregi. Ákveðið var að boða til fundar með viðbragðsað- ilum um málið þegar bráðabirgða niðurstöður lægju fyrir um tildrög málsins. Í upphafi var ástæða atviksins talin vera að eftirlitskerfi rafgeymanna hafi verið ótengt. Þá lá fyrir að Herjólfi er ekki siglt án þess að eftirlitskerfið sé virkt. Ljóst er að um alvarlegan atburð var að ræða í Noregi. Ef viðlíka ástand kæmi upp í Herjólfi væri um almannavarnaástand að ræða, með virkjun aðgerðastjórnar þar sem samræma þyrfti öll viðbrögð. Bráðabirgða niðurstaða Bráðabirgða niðurstöður rann- sóknar á óhappinu eru í stuttu máli þessar. Leki kom að vatnskælikerfi rafgeymapakkans í norsku ferjunni vegna gallaðs þéttihrings. Þetta leiddi til þess að ljósbogi myndað- ist í rafkerfinu. Þetta myndaði hita og eldur braust út. Eldurinn magnaðist við það að frostlögurinn í kælivatninu (etýlen glýkól) lak út. Sprengingin sem síðan varð er talin stafa af því að saltvatns-úðakerfi var notað til að slökkva eldinn og hafi saltið leitt til skammhlaups í rafhlöðunum. Mikill munur á ferjunum tveimur Hjörtur segir mikinn mun á ferjunum tveimur. „Herjólfur er frá upphafi hannaður og smíðaður sem rafmagnsferja. Rafgeymarnir í Herjólfi eru frá Corvus, sama fram- leiðanda og rafgeymarnir í Ytterø- yningen en rafgeymarnir í Herjólfi eru loftkældir en ekki vatnskældir eins og var í Ytterøyningen, en leki frá vatnskælikerfinu olli brunanum eins og fyrr segir. Úðakerfið í rafgeymarýminu notar ferskvatn en ekki sjó. Fyrirkomulag skipsins og öll kerfi í kringum rafgeymana, s.s. loftkælikerfi, loftræsting rafgeymarýmisins, aðvörunar- og eftirlitsbúnaður og slökkvikerfi uppfylla ströngustu skilyrði flokk- unarfélagsins og siglingayfirvalda. Corvus segir þetta einstakt atvik og staðfestir norska siglingastofn- unin niðurstöðu þeirra.“ Hlutverk nefndarinnar að búa sig undir það versta Páley segir mikilvægt að halda samráðs fundi sem þessa. „Það er okkar hlutverk að búa okkur undir það versta þó svo líkurnar séu litlar á sambærilegu atviki og í Noregi. Á sama hátt og við æfum viðbrögð vegna eldgosa og annarra nátt- úruhamfara verðum við að vera upplýst um á hverju við eigum von ef allt fer á versta veg.“ Páley sagði fundinn hafa verið gagnlegan og hún hafi ekki miklar áhyggjur af Herjólfi enda þessu allt öðru- vísi farið hjá okkur en ferjunni úti í Noregi. Áhöfn Herjólfs er vel upplýst og vel að sér um búnað skipsins og nú eru viðbragðsað- ilar að verða það líka. Páley segir hópinn þó ætla að hittast aftur og fara betur yfir þetta mál þegar öllum rannsóknum er lokið úti í Noregi. Viðbragðsaðilar funduðu vegna bruna í rafmagnsferju í Noregi: Kröftug sprenging í rafgeymarými skipsins :: „Það er okkar hlutverk að búa okkur undir það versta þó svo líkurnar séu litlar á sambærilegu atviki,“ segir lögreglustjóri Páley Borgþórsdóttir, lögreglu- stjóri í Vestmannaeyjum. Bruninn í norsku tvinnferjunni MF Ytterøyningen var ill viðráðanlegur. Mynd af nrk.no: JONN KARL SÆTRE / KVINNHERINGEN Hjörtur Emilsson skipatækni- fræðingur hjá Navis.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.