Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Blaðsíða 4
SaumanámSkeið – Byrjendur Á námskeiðinu saumar hver sér flík að eigin vali, og farið er í gegnum það helsta sem að þarf að hafa í huga þegar flík er saumuð. Barnaföt eða einfaldari flík er til grundvallar. Sniðagerð: Máltaka er kennd, hvernig á að taka upp snið úr sníðablöðum, hvernig taka á upp snið af annarri flík, efnisnotkun, hvernig leggja á snið á efni og klippa það. Samsetnig: Verkröðun við að setja saman flík, frágangur og ýmisleg atriði svo sem , rennilása ísetnig, saumför, faldur og hálsmál. Saumavélar: Farið er í það helsta um saumavélar og stillingar og hvenær hvert spor er notað og mismunandi nálar. Stuttlega verður farið í það hvað klæðir best og hvað skal varast í sniðum, og efnisval. Það sem að þarf að hafa með sér, eru helstu verkfæri til sauma, saumavél, skæri, títuprjónar, málband og svo framvegis. Við ætlum að reyna að hafa efni til sölu á staðnum. Leiðbeinandi er Elín Árnadóttir. Þátttakendur þurfa að vera 6-8 til að námskeið geti farið fram. Námskeiðið fer þannig fram að þátttak- endur hittast fjórum sinnum og vinna heima á milli. Verð 25.000 kr. Athugið að stéttarfélög niðurgreiða líka tómstundanámskeið. SmáSkipavélavörður - vélgæsla 750kW 12m og styttri Viska býður upp á nám í vélaverði námið veitir rétt- indi til að vera vélavörður á bát með allt að 750 kW vél á bát sem er 12 m og stytti að skráningarlengd. Um er að ræða bóklegt og verklegt nám. Verklegi þátturinn felst í almennri vélstjórn og bilanagrein- ingu. Farið verður í álagskeyrslu véla, dísilvélina + kerfi, forhleðslu, rafmagn, eldsneyti + kerfi, afgas + kerfi, varahluti og vetrargeymslu, reglur, kælikerfi (freon!), vökvakerfi og frágang véla. Námskeiðið hefst með kynningarfundi 7. febrúar 2019 kl. 17:00 og kennt er í lotum. Námið er alls 56,5 klukkutímar / 85 kennslustundir. Verð er 130.000.kr. námskeiðsgögn eru innifalin í verði. Námskeið eru háð því að tilskilin fjöldi þátt- takenda sæki þau. Athugið niðurgreiðslu frá stéttafélagi. Þróun hugmyndar að viðskiptatækifæri Námskeiðið er sérsniðið að þörfum þeirra sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd og/eða þróa hugmynd sína, læra um stofnun fyrirtækis og að koma hug- myndum sínum á framfæri. Inntak námskeiðs er sjálfstraust, sköpun, hugmynda- flæði, viðskiptalíf á Íslandi, hagnýt tölvunotkun, markaðsmál, viðskiptaáætlun, verkefnastjórnun, bókhald og gerð reikninga. Námskeiðið stendur í tvær vikur, 3 klst í senn síðdegis 25 klst. í allt aukin ökuréttindi, oft kallað meirapróf Stutt lýsing á námi til aukinna ökuréttinda / meira- próf á rútu, vörubíl, eftirvagn og leigubíl Inntöku- skilyrði: • Til að fá inngöngu í skólann þarf viðkomandi að hafa almennt bílpróf, þ.e. fullnaðarskírteini og uppfylla aðrar þær reglur sem hið opinbera setur hverju sinni. • Hægt er að hefja nám 6 mánuðum áður en rétt- indaaldri er náð. • Aldur til réttinda á vörubifreið og vörubifreið með eftirvagni er 21 árs, á leigubifreið 20 ár en réttindi fyrir hópbifreið er hægt að taka 23 ára eða eldri. • Námið er bæði bóklegt og verklegt. Stefnt er að því að halda meiraprófsnámskeið á vor- önninni. Málið er í vinnslu og ekki hægt að fastsetja neitt ennþá. Skráning er hafin. Námið er í samstarfi við ökuskóla Vesturlands og verður haldið í Vest- mannaeyjum. myndlistarnámskeið með sossu Áhersla verður lögð á að þátttakendur vinni að verkefnum sínum langa helgi og leitast við að að- stoða hvern og einn eftir bestu getu. Leikur með liti og striga....blönduð tækni. Olía, kol, olíupastel og krít. Málverkið tekið á annað stig. Komum okkur út úr viðjum vanans og út fyrir þægindarammann sem við festumst öll í. Haldið dagana 28. febrúar -1. mars. Við byrjum á stuttum inngangi síðdegis föstudeginum 28. Ferbrúar. Á laugardeginum byrjum við fyrir hádegi á hugmyndavinnu og myndbyggingu. Eftir hádegi sama dag og fram á síðdegi sunnudaginn. Staðsetning auglýst síðar. Verð 25.000 kr. Athugið niðurgreiðslu frá stéttafélagi. garnlitun! Ráðum okkar litum á garni og þá verður prjónaskap- urinn/áframhaldið eitt ævintýri. Áttu örbylgjuofn? Áttu garn sem er ekki í réttum lit eða langar þig að læra að lita garn? Guðrún Ólafs- dóttir mun kenna ykkur að lita garn með heitum og köldum litum, sem gefa möguleika á að lita ullar-, silki-, hör- og bómullargarn. Þátttakandi kemur með sitt eigið garn sem búið er að vefja upp í hespur. Þáttakendur þurfa að mæta með svuntur. Haldið 18.-19. apríl og kostar 17.500 kr. Munið endurgreiðslu stéttarfélaga dyravarðanámSkeið Frá mars 2018 hefur eitt skilyrði skemmtanaleyfis í Vestmannaeyjum verið að starfsfólk í dyravörslu hafi lokið námskeiði og hafi gilt dyravarðaskírteini. Að frumkvæði veitingamanna í Vestmannaeyjum hefur Viska farið þess á leið við lögregluna að hafa umsjón með námskeiði fyrir þau sem starfa eða hafa hug á að starfa sem dyraverðir í Vestmannaeyjum Meðal námsþátta:  Lög og reglugerðir; Áfengislög - Lög um löggæslu á skemmtunum  Samskipti við lögreglu og neyðaraðila og atvika- skráning  Tryggingar í starfi – réttindi og skyldur  Hlutverk dyravarða og ábyrgð  Samskipti og framkoma við gesti í óvæntum og erfiðum uppákomum  Sjálfsvörn, borgaraleg handtaka, viðbrögð við átökum (verklegt).  Fíkniefni - skoðun skilríkja  Brunavarnir, rýmingar og fjöldatakmarkanir. Athugið að samkvæmt reglugerð skulu dyraverðir hafa hreint sakavottorð og vera að minnsta kosti 20 ára. Dyraverðir þurfa einnig að hafa gilt skyndi- hjálparskírteini. Að öðru leyti metur lögregslustjóri hverjir teljast hæfir til að gegna dyravörslu. Verð: 57.500 kr. með skyndihjálparnámskeiði (49.500 kr. án skyndihjálparnámskeiðs). Nemendur eru hvattir til að kanna möguleika á námsstyrkjum hjá stéttarfélögum sínum. Skráningarfrestur er til og með 5. febrúar. arnór bakari og bollurnar Arnór bakari ætlar að vera með námskeið í bollu- bakstri. Hann ætlar að kenna hvernig vatnsdeigs- bollur og gerbollur eru unnar. Námskeiðið fer fram í heimilisfræðistofu Barnaskólanum. Námskeiðið er sýnikennsla þar sem Arnór kennir leyndardóma góðrar bollugerðar. Í lokin setjast þátt- takendur niður og fá sér bollukaffi og hafa þá aðgang að Arnóri til frekari spurninga. Uppskriftir fylgja. Haldið miðvikudaginn 12. febrúar kl 17:00-20:30. skráning á WWW.viskave.is | viSka@viskave.is | sími: 488-0103 eða 488 0115 námSkeið framundan

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.