Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Blaðsíða 11
22. janúar 2020 | Eyjafréttir | 11
Við höldum áfram að kynna
þau ótal félög sem starfandi
eru í Eyjum. Að þessu sinni er
það félag ungra sjálfstæðis-
manna í Vestmannaeyjum,
Eyverjar. En þeir fögnuðu nítíu
ára afmæli á dögunum. For-
maðurinn Ragnheiður Perla
Hjaltadóttir sat fyrir svörum.
Nafn á félagi: Eyverjar
Hvað er félagið gamalt: Félagið
var stofnað 20. desember 1929 og
varð því 90 ára í desember sl.
Hvað eru meðlimir margir?
Skráðir félagar eru um 250 og
stjórnina skipa 13 einstaklingar
hverju sinni.
Hverjir geta orðið meðlimir og
hvernig? Allir á aldrinum 15-35
ára og hægt er að skrá sig í félagið
með því að senda okkur skilaboð
á facebook, email á eyverjarxd@
gmail.com eða einfaldlega heyra í
einhverjum í félaginu.
Hver er tilgangur félagsins:
Tilgangur félagsins er meðal
annars að hvetja ungt fólk til að
taka þátt í gefandi stjórnmálastarfi
þar sem frelsi fólks og fyrirtækja
sem og jöfn tækifæri eru höfð að
leiðarljósi. Einnig að auka áhuga
ungmenna á samfélaginu okkar og
hvetja þau til að láta í sér heyra og
hafa áhrif.
Hvernig fer starfið fram?
Í stjórninni eru 7 aðalmenn og 6
varamenn og hittist stjórnin að
jafnaði 1x í mánuði yfir vetrar-
tímann og fundar. Við höldum svo
reglulega viðburði sem eru opnir
öllum. Fastir liðir eru útgáfa Stofna
um áramótin, grímuballið á þrett-
ándanum, golfmót á sumrin og svo
allskonar fjör í kringum kosningar.
Hvað er fram undan í vetur? Við
erum nýbúin að halda upp á stóraf-
mæli félagsins og okkar árlega
grímuball svo að núna verður smá
pása hjá okkur. Við reynum svo að
hafa einhvern viðburð í kringum
páskana og svo golfmót í sumar.
Einnig er ætlunin hjá okkur að
fjölmenna á næsta milliþing ungra
Sjálfstæðismanna.
Eitthvað annað? Við hvetjum
ungt fólk til að koma og starfa með
okkur enda er það mjög þroskandi
og gefandi að vera í félagi eins
og Eyverjum. Einnig bendum við
á facebook og instagram síðuna
okkar en við erum dugleg að setja
fréttir og komandi viðburði þar inn.
Mjög þroskandi og gefandi að
vera í félagi eins og Eyverjum
FélagSkapurinn
Myndir frá 90 ára afmælisfögnuði Eyverja í desember.
Það var tilfinn-
ingaþrungin stund
að fylgja Leif
Magnúsi síðustu
metrana austur í
kirkjugarð eftir út-
förina í Landakirkju
föstudaginn 10.
desember sl. Kistan
á vagni sem dregin
var af dráttarvél sem
Leif Magnús hafði
átt og líkfylgdin
var fjölmenn og
það hvíldi sorg yfir
fólkinu og veðrinu.
Síðustu metr-
arnir frá vagninum
að gröfinni voru
varðaðir af fólki sem
stóð heiðursvörð
beggja vegna gönguleiðarinnar.
Vestan megin voru starfsmenn
Grunnskólans í Vestmannaeyjum
og austan megin samnemendur og
bekkjarsystkin drengsins, margt
fólk. Mikið var það fallegt.
Erfi var drukkið í Höllinni og ég
sat á stól þegar flestir gestirnir voru
farnir. Starfsmenn Grunnskólans í
Vestmannaeyjum voru þá byrjaðir
að taka dúka af borðum og ganga
frá. Ég er að átta mig á aðstæðum
og dást af þessu hjálpsama fólki.
Þarna var hópurinn að verki sem sá
um erfidrykkjuna, bakaði, þjónaði
og gekk frá öllu, frá A til Ö. Það
hafði verið listi í
skólanum og starfs-
fólkið skipti á sig
bakkelsi og kökum
með Einsa kalda
sem lagði hús-
næðið til, tæki og
tól ásamt Herði Þór
Harðarsyni. Þarna
birtist mér styrkur
samfélagsins í
Eyjum þar sem öll
bönd halda þegar á
reynir. Eftir marga
erfiða daga snart
þessi stund okkur
fjölskylduna mest
þegar við upp-
lifðum samkennd-
ina og kærleikann
í samfélaginu sem
einkenndi allan undirbúning útfarar
Leif Magnúsar. Allir lögðust á eitt,
fjölmiðlar í Eyjum rukkuðu ekki
auglýsingar, prestar og starfsfólk,
kór og listamenn í Landakirkju
voru mögnuð í öllu samstarfi eins
og listafólkið úr fjölskyldu okkar
sem stóð sig svo vel.
Við erum þakklát, þökkum öllum
sem lögðu okkur lið og gerðu útför
Leif Magnúsar svo fallega í öllum
skilningi.
Fjölskylda Leif Magnúsar
Grétarssonar Thisland.
Við stöndum ekki ein
Leif Magnús
Grétarsson Thisland
f. 22. janúar 2003 -
d. 11. desember 2019
AðAlsAfnAðArfundur
OfAnleitissóknAr Og
AðAlfundur kirkjugArðs
VestmAnnAeyjA
Sunnudaginn 26. janúar verður haldinn
aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og
Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðar-
heimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að
loknu messuhaldi þess dags og hefst kl.
15.00.
Dagskrá fundar:
- Aðalfundarstörf skv. lögum og starfs-
reglum Þjóðkirkjunnar.
sóknarnefnd landakirkju