Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Page 5
íslenska 1
Lögð er áhersla á talað mál til daglegrar notkunar
með umræðum í tímum. Allir þættir tungumálsins
þjálfaðir: skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun.
Jafnframt er farið í málfræði.
Námskeiðið er að hefjast í þessari viku.
Frekari upplýsingar gefa Valgerður Guðjónsdóttir
Sími:488 0115 (viska@viskave.is) og Jóhanna
Lilja Eiríksdóttir Sími: 867 1160
The course focus is the spoken language for eve-
ryday use through discussions in the classroom.
Every language skill is practiced: understanding,
listening, speaking, reading and writing as well as
grammar practices.
The course is starting these days.
For further information please contact Valgerður
Guðjónsdóttir Sími:488 0115 (viska@viskave.is)
og Jóhanna Lilja Eiríksdóttir sími: 867 1160
Glównym zalozeniem kursu jest praktyczna nauka
jezyka islandzkiego w mowie. Kurs skupia sie na
wyrazeniach zwiazanych z zyciem codziennym.
Uczniowie biora udzial w dyskusjach prowad-
zonch na zajeciach, dzieki czemu rozwijaja swoje
umiejetnosci w mówieniu. Kurs rozwija równiez
pozostale struktury jezykowe: sluchanie, czytanie,
pisanie, gramatyke oraz ogólne rozumienie.
Wszelkich informacji udziela Valgerður Guð-
jónsdóttir Sími:488 0115 (viska@viskave.is) og
Jóhanna Lilja Eiríksdóttir sími: 867 1160.
office 365 og teams
Teams og OneDrive eru nýjar afurðir frá Micro-
soft og því mikilvægt að kynnast þeim rétt frá
byrjun til að forðast einföld mistök sem gætu átt
sér stað. Með Teams fæst skýrari fókus á verkefni
þar sem öll umræða, efni og gögn tilheyra einum
og sama staðnum. Meiri fókus þýðir minni tími
sem fer forgörðum í leit að tengdu efni og því
meira gegnsæi.
Á þessu námskeiði er farið yfir bæði OneDrive
og Teams frá Microsoft en þau vinna náið saman
og varla hægt að nota annað án þess að komast
í kynni við hitt á einhverjum tíma. Byrjað er að
fara yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig
skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við
getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri
að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta
og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.
ONEDriVE
Með OneDrive gefst tækifæri að geyma gögn
miðlægt, deila þeim með öðrum og nýta sér
útgáfustjórnun. Sumt af þessu á sér stað Í
bakgrunni eins og samstilling á breytingum, út-
gáfustýring og fleira.
Sem hluti af Office 365 áskrift getur viðkomandi
því vistað gögn í OneDrive, unnið með þau frá
mismunandi tækjum og deilt þeim með innri og
ytri aðilum sé það heimilt.
Farið er yfir hvað OneDrive er, hvernig það virkar
og hvað er hægt að gera er kemur að deilingu
gagna, samvinnu og fleira.
Yfirferð:
• OneDrive vs. OneDrive 4Bussiness – hver er
munurinn?
• Hvað býður OneDrive uppá?
• Vistun á gögnum í OneDrive.
• Samvinna á gögnum í rauntíma.
• Deiling á gögnum frá OneDrive.
• Aðgangur að gögnum frá mismunandi
tækjum.
• Afritun, endurheimtur og skjalastýring.
TEaMS
Microsoft Teams er fyrir teymi einstaklinga
sem saman mynda hóp sem vinnur saman, deilir
gögnum og eða vill eiga samskipti sín á milli í
gegnum spjallborð svo eitthvað sé nefnt.
Innan hvers teymis má setja upp fleiri en eina
rás er endurspeglar skipulag, í kringum ákveðin
verkefni eða fyrir sameiginleg áhugamál. Innan
rása má halda fundi, vera með hóp-spjall og
geymsla gagna ásamt tengingum við önnur kerfi/
lausnir. Hægt er að eiga spjall við einstakling
alveg eins og við hópa.
Farið er yfir hvað Teams er, hvernig það virkar og
hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum,
samvinnu, aðgengi gagna og fleira.
Yfirferð:
• Hvað er Teams?
• Hvað býður það uppá?
• Umhverfi Teams – Er munur á?
o PC, MAC, veflægt.
• Hópar vs. rásir.
o Hvernig stofna á hópa og rásir.
o Notendur, réttindi – Hvað má?
• OneDrive vs. SharePoint – geymslusvæði.
• Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams.
• Munur á opnum hópum og lokuðum.
Fyrir hverja:
Námskeiðið er ætlað notendum Office 365 pakk-
ans sem vilja nýta sér möguleika hans enn betur.
Kennsla:
Atli Þór Kristbergsson hefur starfað við upp-
lýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og
vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsinga-
tæknideildar Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt.
Á síðari árum hefur hann einkum sinnt kennslu,
ráðgjöf og vefsíðugerð.
aðrar upplýsingar:
Þátttakendur eru beðnir um að koma með fartölvu
á námskeiðið. Gott er að hafa einnig tölvumús.
Haldið í Eyjum 10.-11. mars kl. 13:00-17:00
Verð: 25.900 Munið endurgreiðslu stéttarfélaga
meðferð matvæla
Námið er ætlað starfsfólki í mötuneytum, eld-
húsum og við matvælaframleiðslu. Námið getur
verið undanfari og hluti af námi í matartækni.
Námið er samtals 60 kennslustundir. Mennta-
og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt
að meta megi nám samkvæmt þessari námsskrá
til styttingar námi í framhaldsskóla til allt að 5
eininga.
Námsskráin lýsir námi sem er ætlað þeim sem
starfa við eldi eða ræktun spendýra, fugla, fiska
eða korns, úrvinnslu, geymslu eða sölu afurða,
gerð, geymslu eða sölu matvæla. Tilgangur náms-
ins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna
til starfs síns og bæta við þekkingu þeirra, leikni
og færni í starfi auk þess að efla sjálfstraust þeirra.
Námsþættir:
• Kynning á námi og fyrirkomulagi náms 1
kest.
• Matvælaörverufræði 4 kest.
• Gæði og öryggi við meðferð matvæla 5 kest.
• Matvælaeftirlit – matvælavöktun 4 kest.
• Matvælavinnsla 6 kest.
• Vinnsluferlar 4 kest.
• Innra eftirlit 7 kest.
• Þrif og sótthreinsun 3 kest.
• Sýnatökur og viðmið 3 kest.
• Merkingar á umbúðum matvæla 3 kest.
• Geymsluþol, skynmat og sýnataka 4 kest.
• Ofnæmi og óþol 2 kest.
• Að auka hollustu máltíða og tilbúinna mat-
væla 3 kest.
• Vöruþekking og fæðuflokkarnir 4 kest.
• Mat á námi og námsleið 2 kest.
Samanlagt 55 kest. Valgreinar 5 kest. Samtals 60
kest.
Lokamarkmið námsins eru að námsmenn:
• geti útskýrt mikilvægi og ábyrgð starfsmanna
matvælaiðnaðar í lýðheilsu
• geti útskýrt mikilvægi skipulags, eftirlits,
ögunar og vandvirkni í matvælaiðnaði
• þekki algenga gæðastaðla, gæðaferla og
aðferðir til að skipuleggja innra eftirlit
• þekki algengar örverur í matvælaiðnaði,
lífsskilyrði þeirra, fjölgun og dreifingu, hag-
nýtingu þeirra og varnir við skaðsemi þeirra
• þekki eiginleika algengra hreinsiefna og sótt-
hreinsiefna sem notuð eru í matvælaiðnaði
• verði færir um að taka sýni og ganga frá þeim
á viðeigandi hátt
• verði færir um að lesa úr niðurstöðum
örverumælinga
• verði færir um að mæla hitastig og skrá
mælingar
• verði færir um að fyrirbyggja krossmengun
við vinnslu og meðferð matvæla
• verði færir um að skrifa verk- og vinnulýs-
ingar fyrir örugga meðferð matvæla
• verði færir um að gera þrifaáætlun, þrifa-
skráningu og hreinsiúttekt fyrir matvælafyrir-
tæki
• verði færir um að lesa úr og skrifa innihalds-
lýsingu á umbúðir matvæla
• verði færari um að vinna verk sín með hag-
kvæmni og öryggi neytenda í fyrirrúmi
Verð: 15.000 kr.
Athugið að starfsmenntasjóðir styrkja nám af
þessu tagi.
Nánari upplýsingar um námskeið
veitir Valgerður Guðjónsdóttir í síma
488 0115 eða á viska@viskave.is
náms- og starfsráðgjöf
Hefur þú verið að velta fyrir þér námi og störfum?
Viska býður upp á margvíslega ráðgjöf fyrir ein-
staklinga, hópa og fyrirtæki.
Ráðgjöfin er ókeypis fyrir einstaklinga og þar er
aðstoðað við að
• Finna upplýsingar um nám og störf
• Kanna áhugasvið og færni – áhugasviðspróf
í boði
• Skoða möguleika á námi og starfi
• Setja sér markmið
• Setja upp ferilskrá
• Taka ákvarðanir um nám og störf
• Takast á við hindranir
• Takast á við prófkvíða
• Takast á við persónuleg málefni
• Takast á við námsörðugleika (eins og les-
blindu og fl)
• Tileinka sér árangursrík vinnubrögð í námi
• Undirbúa sig undir háskólanám
• Vinna færnimöppu
• Meta færni og reynslu í atvinnulífinu fyrir
nám
Hægt er að bóka viðtal og fá nánari upplýsingar
um þjónustuna hjá Sólrúnu Bergþórsdóttur náms-
og starfsráðgjafa í síma 4880116 / 8667837 eða
með tölvupósti á solrunb@eyjar.is
skráning á WWW.viskave.is | viSka@viskave.is | sími: 488-0103 eða 488 0115