Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Blaðsíða 7
22. janúar 2020 | Eyjafréttir | 7
fyrir mig, en með hvatningu frá
frúnni ákvað ég á endanum að
kasta mér út í nám.“
Unndís vegvísir
Gunnar er giftur Unndísi Ósk
Gunnarsdóttur og segir Gunnar
hana hafa verið mikinn örlagavald
í sínu lífi. Saman eiga þau fjögur
börn, þau Sæmund, Mattías, Guð-
björgu og Jón
Gísla. Hann skráði
sig í Keili 2010 og
hóf nám í guð-
fræði við Háskóla
Íslands ári seinna
og lauk bachelor
gráðu í guðfræði
sumarið 2014. Þá
var stefnan tekin
á Noreg. „Unndís
sagði við mig þegar
við vorum búinn
að vera gift í eitt ár
að hún hefði áhuga
á að prufa að búa
erlendis. Ég tjáði
henni að í Eyjum
hefði ég vaxið upp
og lifað fram til nú
og hér mundi ég
deyja. Svo nú er ég
í Noregi þannig þið
getið ákveðið sjálf
hver það er sem
ræður á okkar heim-
ili.“ Gunnar hefur
þó ekki gefið upp
alla von um að fá að
deyja í Vestmanna-
eyjum. Hann segir
líka að þau hafi nú
öll verið sammála
um að langa að
prufa eitthvað nýtt.
„Við erum lík Norð-
mönnum og það er
auðvelt að komast
inn í samfélagið.
Einnig gat ég fengið
námið mitt frá HÍ metið hér úti
og námið mitt hérna úti aftrar mér
ekki frá því að ég geti starfað á Ís-
landi ef að þannig fer.“
Kallið kom að norðan
Ferðinni var heitið til Osló þar
sem Gunnar hóf nám við við Det
teologiske menighetsfakultet, en
í Noregi er prestnámið 6 ár í stað
5 ára á Íslandi. Þar var Gunnar í
tvö ár en árið 2016 fékk hann svo
kallið til norður Noregs þar sem
honum bauðst vinna með náminu.
„Það er þannig að í Noregi er mik-
ill skortur af prestum og byrjaði
ég að vinna samhliða því að ljúka
námi. Hérna úti er möguleiki að
starfa sem afleysingaprestur eða
Prestevikar. Það er óvígður prestur
með sérstakt leyfi frá biskup til að
þjóna sem prestur.“ Fjölskyldan
flutti þá til Stamsund í Lofoten
sem liggur í
norður Noregi.
Norður fyrir
heimskautsbaug.
„Við höfum
fengið að upplifa
myrkvatíðina
þar sem sólin
hverfur í hálfan
annan mánuð
niður fyrir sjón-
deildarhring.
Rétt fyrir jól
fluttum við til
Kabelvåg sem
liggur einnig
í Lofoten. Í
sumar verðum
við því búin að
vera í Noregi i
sex lærdómsrík
ár.“ Gunnar
útskrifaðist
með masters-
gráðu í praktikal
guðfræði frá
Háskólanum
í Tromsø og
Kirkelig
utdannings-
senter i Nord í
desember.
Norska kirkjan
Um það bil 30
prestar eru starf-
andi í Noregi og
tengslin augljós
á milli íslensku
og norsku kirkj-
unnar. Hvernig upplifir Gunnar
norsku kirkjuna í samanburði
við þá íslensku? „Nú hef ég ekki
unnið sem prestur á Íslandi og get
ekki fullyrt um muninn, en norska
kirkjan er eins og sú íslenska,
evangelísk-Lúthersk kirkja. Nor-
egur er miklu fjölmennara land og
þar með meiri fjölbreytni. Hér eru
allskonar kristnir trúarhópar sem
tilheyra norsku kirkjunni. Þessir
hópar hafa mjög skiptar skoðanir
um guðfræði og því skiptir miklu
máli hvar þú ert staðsettur í Noregi.
Það finnast svæði sem Norðmenn
kalla biblíubelti, svæði þar sem
fólk er íhaldssamara. Hér í norður
Noregi er kirkjan meira eins og
á Íslandi með smá menningarlit-
brigðum. Hér er ekki til siðs að
nota fornafnið „séra“ fyrir presta
sem mér finnst alveg glatað.“
Gunnar segir það líka mikinn
mun að presturinn á ekki að vinna
á sunnudögum, fyrir utan guðs-
þjónustur auðvitað. Í Noregi er
nefnilega sunnudagsfrí fyrir næst-
um alla. Þeir kalla það helgidags
friðinn og Norðmenn taka hann
alvarlega. „Það er bannað sam-
kvæmt lögum að trufla friðinn. Þú
mátt til dæmis ekki slá grasið eða
smíða þannig að nágranni verði
fyrir ónæði. Þú átt bara að slappa
af eða allavega gefa öðrum frið til
að slappa af. Smá sjokk fyrst, en
það venst fljótt og svo byrjar maður
að elska það. Sunnudagar eru núna
dagar fyrir fjölskyldu og vini. Ekki
vinnu, eða sko fyrir alla aðra en
mig.“
Líður vel í Noregi
Gunnar segir að fjölskyldunni líði
vel í norður Noregi. Fólkið sé mjög
líkt okkur Íslendingum. Það blótar
eins og andskotinn, er vinnusamt,
duglegt og stolt af sögunni sinni.
Það er mótað af náttúrunni og sjó-
mennskan og hafið er stór hluti af
hversdagsleikanum þar sem þau
búa. „Okkur líður mjög vel hérna
úti. Auðvitað eins og allt annað þá
er jákvæð hlið og annað sem maður
gæti óskað sér öðruvísi. Börnin eru
glöð, við höfum vinnu. Við erum
búin að fá flotta reynslu sem kemur
til með að nýtast okkur hvort sem
við komum heim aftur eða veljum
að setjast að hérna úti. Allir sem
hafa tök á því ættu að taka eitt eða
tvö ár erlendis, læra nýtt tungu-
mál, kynnast nýrri menningu og
fá að upplifa það að búa í stærra
samfélagi,“ sagði Gunnar.
Atburðir í mínu lífi hafa
staðfest mig í trúnni
Gunnar segist staðfastur í trúnni.
Það tengist atburðum í hans lífi.
Atburðir sem hafa orðið til þess
að styrkja hann í þeirri vissu að
honum sé ætlað að þjóna fólki.
„Þegar Gísli Ægis faðir minn
tók eigið líf varð ég fyrir sterkri
trúarupplifun sem hefur orðið minn
klettur í trúnni. Trúin gefur manni
ekki líf án erfiðleika, sorgar og
sársauka. Trúin hefur allavega fært
mér styrk og gleði til að vera sá
sem ég á skilið að vera. Fyrir mig
sjálfan, fjölskylduna, vini og auð-
vitað fyrir allt fólkið sem ég mæti í
minni þjónustu.
Þetta er stutta útgáfan af því
hvernig villingur frá Eyjum verður
prestur.“
”Það er ekki öllum
gefið að ná
einbeitingu og
fótfestu í lífinu á
ungdómsár-
unum og fyrstu
árunum sem
fullorðinn. Þeir
sem muna eftir
mér á eyjunni
fögru muna
eflaust að áfengi
var ekki mín
stærsta gæfa og
var ég það sem
Birgir Þór bakari
kallar „lunda-
barn“. Ann-Helen Fjeldstad Jusnes biskup, Gunnar Már og Kristine Sandmæl prófastur.
Gunnar í guðsþjónustu, nývígður til prests.