Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.2020, Page 8
8 | Eyjafréttir | 22. janúar 2020
Nú í byrjun árs var haldin hér í
Eyjum áhugaverð vinnustofa á
vegum Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands og Fab Lab Íslands
í Vestmannaeyjum. Áhersla
var lögð á menntaverkefni,
CAD/CAM og samstarf. Full-
trúar allra Norðurlandanna,
Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs,
Finnlands, Færeyja, Græn-
lands og Íslands sendu sína
fulltrúa ásamt því að fulltrúar
frá Japan, Belgíu og Englandi
komu á staðinn til þess að
taka þátt í svokölluðu Nordic
Fab Lab Bootcamp.
„Þátttakendur, sem voru alls 34,
eru flestir stjórnendur í Fab Lab
smiðjum og komu til þess að deila
þekkingu sín á milli, fræðast af
hver öðrum og efla tengslanetið,“
sagði Frosti Gíslason, forstöðu-
maður Fab Lab í Vestmannaeyjum
og nýkjörinn formaður Norræna
Fab Lab netsins. „Vinnustofan er
hluti af Distributed Design Market
Platform, verkefni sem Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands er hluti af og
er styrkt af Creative Europe áætlun
Evrópusambandsins.“
Frosti sagðist ánægður með
hvernig til tókst. „Mér þótti vel til
takast með vinnustofuna og við
fengum til okkar frábært fólk með
flottan bakgrunn og góð stemning
myndaðist í hópnum.“ Veðrið á
meðan á vinnustofunni stóð var
ekkert til að hrópa húrra fyrir og
hver vetrarlægðin á fætur annarri.
„Veðrið þjappaði hópnum saman
og þótti þeim sem komu lengst
að þetta mögnuð upplifun. Það
verður að viðurkennast að einn
lærdóm dreg ég af þessu. Það er að
ekki er hægt að treysta á strætó-
samgöngur til að koma fólki að
Herjólfi úr bænum á þessum tíma
ársins,“ sagði Frosti og glotti. „En
þátttakendur voru sérlega ánægðir
með móttökurnar hérna í Eyjum og
viðmótið sem þeir fengu.“
Hagkerfi Vestmannaeyja
Á fyrsta degi vinnustofunnar
kynntust þátttakendur hagkerfi
Vestmannaeyja, heimsóttu m.a.
Sigurð VE sem er eitt stærsta skip
í uppsjávarflotanum á Íslandi. Þá
var farið yfir mikilvægi fiskvinnslu
og -veiða fyrir Vestmannaeyjar og
kynnt sér starfsemi Ísfélags Vest-
mannaeyja.
Vélaverkstæðið Þór var heimsótt
og þar fengu þátttakendur að sjá 5
ása vatnsskurðarvél í vinnslu, CNC
rennibekk og CNC fræsivél. Þá var
einnig rætt um Distributed Design
Market Platform og Make.Works
verkefnin.
Að því loknu var varmadælustöð-
in í Vestmannaeyjum heimsótt og
þátttakendur upplýstir um hvernig
stöðin nýtir varmann úr sjónum í
kringum Vestmannaeyjar til upp-
hitunar á húsum í Eyjum. Eftir
heimsóknirnar voru haldin nám-
skeið um CNC, Fab Lab verkefni
og þátttakendur kynntust og deildu
þekkingu sín á milli.
Sköpunarsmiðja
Á öðrum degi vinnustofunnar var
haldin sköpunarsmiðja þar sem
þátttakendur fengu tiltekin verkefni
út frá mismunandi forsendum og
áttu að nýta ýmsar aðferðir við
lausnir sínar.
Prófessor Edmund Harriss hélt
áhugavert erindi um sköpunar-
smiðjur og stærðfræði og var með
námskeið í notkun stærðfræðifor-
rita við sköpun.
Auk þess var boðið upp á nokkur
námskeið t.a.m. í CAD CAM
hluta Fusion 360 og notkun stóru
Shopbot fræsivélarinnar. Takuma
Oami frá Japan hélt námskeið í
notkun Sonic Pi, hugbúnaðar sem
nýtir forritun til sköpunar á tónlist
og margt fleira.
Frosti kosinn formaður
Á þriðja degi var haldinn ársfundur
Fab Lab smiðja á Norðurlöndunum
og var fráfarandi stjórn þökkuð góð
störf. Jani Ylioja frá Finnlandi lét
af störfum sem formaður og Frosti
Gíslason kosinn nýr formaður.
Aðrir í stjórninni eru Rasmus
Fangel Vestergaard frá Danmörku,
Sam Edlund frá Svíþjóð, Haa-
kon Karlse frá Noregi, Jóannes
Djurhuus frá Færeyjum, Jani Ylioja
frá Finnlandi og Susanne Høegh
frá Grænlandi.
Rætt var um ýmis konar sam-
starfsverkefni milli norrænu Fab
Lab smiðjanna og annara.
Haldin voru áhugaverð nám-
skeið í notkun Fusion 360 með
CNC málmfræsivélum, og CNC
rennibekkjum frá Haas. Voru þau
námskeið leidd af Eyjamönn-
unum Sigursteini Marinóssyni
og Friðbirni Benónýssyni. Þá var
einnig námskeið í notkun KiCad
til hönnunar rafrása. Farið var yfir
aðferðarfræði dreifðrar hönnunar
og tækifæri tengd því.
Rætt var við Neil Gershenfeld,
prófessor í MIT og stofnanda Fab
Lab netsins, um alþjóðlegt samstarf
og Fab Academy.
Menntun og menntaverkefni
Á fjórða degi vinnustofunnar
var megináherslan á menntun og
menntaverkefni. Kynntar voru
ýmis konar námsleiðir innan Fab
Lab netsins, þ.á.m. Fab Academy,
Fabricademy textíl akademíunnar,
líftæknibrautar, Fab Academy X
og einnig ýmiskonar námsleiðir
hjá norrænu Fab Lab smiðjunum á
mismunandi skólastigum.
Smári McCarthy, alþingismaður,
ræddi um mótun iðnaðarstefnu
og mikilvægt hlutverk Fab Lab
smiðja. JJ Lennert-Sandgreen hélt
áhugavert erindi um Grænland og
tækifæri til framtíðar þar.
Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir og
Þóra Óskarsdóttir héldu námskeið
í notkun tiltekinna sveppa til fram-
leiðslu á lífrænu ,,plastefni”.
Opin smiðja
Á fjórða degi var opið fyrir al-
menning til þess að koma að hlíða
á erindi og taka þátt í vinnustof-
unni. Þóra Óskarsdóttir hélt erindi
um nýsköpunarhraðal, nýsköpunar-
spretti og menntaverkefni.
Amy Beaulisch fyrrverandi nemi
í Fab Academy í Vestmannaeyjum
stýrir nú Fab Lab smiðju í Belgíu.
Hún hélt áhugavert námskeið í
hvernig hægt að gera áhugaverð
sköpunarverkefni fyrir börn.
Helle Hauskov frá Danmörku hélt
skemmtilegt námskeið til að efla
sköpunarfærni. Ýmis erindi m.a.
um möguleika Fusion 360,forritun
skjástýringa o.fl.
Þétt dagskrá framundan
í Fab Lab
Aðspurður sagði Frosti mikla og
þétta dagskrá framundan í Fab
Lab smiðjunni hér í Eyjum. „Við
erum að fara af stað með 80 tíma
námskeið í samstarfi við Visku og
fleiri aðila sem heitir Hönnunar-
og tilraunasmiðja þar sem farið
er yfir hönnun og nýtingu tækni
til sköpunar. Þá erum við einnig
með kennslu fyrir nemendur 7.
bekkjar Grunnskóla Vestmannaeyja
og valhópa. Nemendur í Fram-
haldsskólanum nýta sér einnig
smiðjuna til ýmis konar sköpunar.
Svo bjóðum við einnig upp á opna
tíma fyrir almenning á föstudögum
kl:13:00-16:00.
Þá ber sérstaklega að nefna þátt-
töku okkar í Fab Academy sem er
nám á háskólastigi og er kennt af
prófessor Neil Gershenfeld í MIT
háskólanum í Boston og byggist á
áfanga hans þar sem heitir „How to
make (almost) anything“. En það
nám er kennt samtímis á yfir 74
stöðum í heiminum, og þar á meðal
í fjölmörgum háskólum og svo að
sjálfsögðu hér í Fab Lab smiðjunni
í Eyjum,“ sagði Frosti.
Samhliða ofangreindu tekur
Fab Lab einnig þátt í nokkrum
Evrópuverkefnum. „Við höfum
fengið styrki m.a. frá Creative
Europe áætlun Evrópusambandsins
og erum að ræsa stórt verkefni
á sviði textíls og tækni. Tökum
þátt í hönnunarmars og erum með
fleiri áhugaverð verkefni sem við
kynnum síðar,“ sagði Frosti að
lokum.
Nordic Fab Lab Bootcamp fór fram í Eyjum dagana 6. til 10. janúar
Veðrið þjappaði hópnum saman
:: segir Frosti Gíslason nýkjörinn formaður Norræna Fab Lab netsins.