Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 2

Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 2
Ingibjörg Hinriksdóttir „Það er svo merkilegt að jólin koma ekki fyrr en maður hefur fengið “Íslensk knattspyrna” bókina í hendurnar. Miðað við það sem Víðir Sigurðs- son segir þá koma jólin snemma í ár!“ Sigurjón Sigurðsson „Jæja, klárlega miklar framfarir hjá okkur, þökk sé knattspynuhöllunum í Kópavogi. Nú verða Kópa- vogsbúar að vera duglegir í svefnherberginu að framleiða fleiri nýja snillinga. Þjóðin treystir á Kópavog.“ Blaz Roca HAMRABORG, SLAMCITY OF DREAMS! Stígur Stefánsson „Er á landsleik Finna og Svía í íshokkí. Mínir menn, þeir blágulu, eru yfir 2-1.“ STÖÐUTAKA Á FACEBOOK Performing my own song “My Broken Chord” with Christian Asmussen last Saturday night in Copenha- gen CVI Bergljót Arnalds Takk fyrir Eiður Smári, þú hefur hitað manni í öll þessi ár. Heiðar Bergmann Heiðarsson NÝTT LAG!!! // NEW SONG!! Check it out, share, like, or just sing along:) Awesome - SamSam www.youtube.com Gréta Mjöll Samúels- dóttir Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýndi nýtt frumsamið leikverk á dögunum. Verkið heitir Kemurr’á deit? og var samið og unnið í hópvinnu undir stjórn leikstjórans Ástbjargar Rutar Jónsdóttur. Sextán leikarar taka þátt í sýningunni. Unglingadeild LK hefur komið víða við á undanförnum árum og grands- koðað ýmislegt í mannlífinu og utan þess svo sem blóðsugur, Facebook, líf unglingsins og fleira. Nú er komið að ástinni sem hópurinn skoðar með sínum sérsmíðuðu gleraugum. Hægt er að kaupa miða á Miðakaup og kostar stykkið heilar 500 krónur. Einnig er hægt að senda inn pöntun á midasala@kopleik.is. Kemurr’á deit? Einstæð handritasýning Íslenska teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar. Hún er ein af fáum fyrirmynd- abókum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina frá Norðurlöndum. Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Myndirnar voru ætlaðar til nota við ýmis konar listsköpun, aðallega í listaverk af kristilegum toga. Bókin var í notkun fáum áratugum áður en hún komst í eigu Árna Magnússonar um aldamótin 1700. Það mun einsdæmi um miðalda- teiknibók. Ekki er hægt að hafa Teiknibókina til sýnis að jafnaði vegna ástands blaðanna. Þegar handritið var flutt frá Kaupmannahöfn hingað til lands 2. júní 1991 var keypt undir hana flugsæti svo að hún yrði fyrir sem minnstu hnjaski. Á sýningunni í Gerðar- safni er eftirgerð á skinn af nokkrum blöðum handrits. Auk þess hefur bókin verið prentuð í heild í raunstærð. Þá hafa allmargar fyrirmyndir verið teiknaðar upp í tölvu í því skyni að gera þeir algengilegri fyrir almenning . Sýningin sem opnuð var á afmælisdag Árna 13. nóvember stendur til 2. febrúar 2014. Þuríður Ósk Smaradóttir Ég verð með bás á Hönnun og handverk í Kópa- vogi á laugardaginn frá 12-18 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju, sem er partur af aðventuhátíð í Kópavogi, allir að mæta:) Kópavogsblaðið kfrettir.is Stuttar bæjarfréttir 2 Stórglæsileg aðventuhátíð Ungir sem aldnir létu kuldabola ekki á sig fá og dönsuðu á Aðventuhátið bæjarins í kringum jólatréð sem nú lýsir upp Hálsatorg. Tréð kemur frá vinabænum Norrköping í Svíþjóð. Aðventuhátíðin hefur sjaldan verið glæsilegri. Listamenn úr bænum seldu handverk og hönnun í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Í safnahúsunum á Borgarholtinu var jólakötturinn á kreiki, karlakór Kópavogs tók lagið í Gerðarsafni og einn af jólasveinabræðrunum lét sjá sig. Jólaljósin lýsa nú upp Hamraborgina og svæðið í kring og hanga meðal annars fallegar jólaseríur á brúnni.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.