Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 6

Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 6
Dögun, stjórn-m á l a s a m t ö k um réttlæti lýðræði og sanngirni, sem buðu fram í öllum kjördæmum í síðustu A l þ i n g i s k o s n i n g u m munu láta til sín taka í komandi sveitarstjór- narkosningum – ein sér eða í samstarfi við íbúahreyfingar, flok- ka eða málefnahópa – þar sem jarðvegur er fyrir hendi. Á fundinum var kynnt könnun frá Félagsvísindastofnun um hver yrðu helstu mál sveitarstjórnarkosninganna og hvaða áhuga Dögun vekti í því samhengi. Athygli vakti að nærri 30% svarenda á landsvísu sögðust örugglega ætla að kjósa Dögun eða gætu hugsað sér það. Einnig var á fundinum kjörinn þriggja manna hópur til að vinna með framkvæmdaráði Dögunar að því að styðja við einstaklinga og hópa sem vilja vinna að sveitarstjórnarmálum í sínu sveitarfélagi í samstarfi við, eða undir merkjum og málefnaáherslum Dögunar. Hópinn skipa Gísli Tryggvason, Margrét Tryggvadóttir og Björgvin Vídalín. Það sem vekur sérstaka athygli Kópavogsblaðsins eru nöfn tveggja Kópavogsbúa í þessum hóp, Mar- grét Tryggvadóttir fyrverandi þingmaður og Gís- li Tryggvason talsmaður neytenda. Mun annað þeirra eða bæði leiða lista Dögunar í Kópavogi? „Það eru margir innan okkar raða sem starfa á vettvangi sveitastjórna og íbúahreyfinga auk þess sem málefnaáherslur okkar um aukið lýðræði, gegnsæi og húsnæðis- og skólamál eiga brýnt erindi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar. -Hafið þið sett saman framboðslista í Kópavogi nú þegar? „Undirbúningshópur okkar mun ræða hvort við munum bjóða fram undir okkar eigin nafni eða í samstarfi við aðra flokka. Það er alveg opið með hvaða hætti þetta verður“ segir Margét. -Hafið þið rætt við til dæmis Kópavogslistann um samstarf? „Það hefur ekki verið rætt við nein framboð ennþá formlega en við útilokum ekki neitt. Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir, svo ekki verði um villst, að fólk vill nýja og ferska nálgun í stjórnmálin og það er kominn tími á þann valkost í Kópavogi,“ segir Margrét Tryggvadóttir. Í viðtali við Kópavogsblaðið í síðustu viku gerði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarfl okksins í Kópavogi, upp stjórnmalaferilinn, en hann hefur sem kunnugt er ákveðið að taka sér hlé frá þátttöku í stjórnmálum. Í viðtalinu nefndi Ómar að kastast hefði í kekki milli hans og Gunnars Inga Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, svo að til átaka hafi komið, einkum þegar rætt var um gerð ársskýrslu bæjarins. „Ég stakk upp á að við buðum út verkefnið. Þá varð Gunnar svo reiður að hann strunsaði út úr fundarherberginu með þeim orðum að ég væri á móti sér og sinni fjölskyldu. Ég elti hann og svaraði því fullum hálsi en þá sló hann mig fast í bringuna „að sjómannasið,“ eins og sagt er. Mér krossbrá og snöggreiddist við þetta og elti hann að skrifstofu hans en þá skellti hann hurðinni beint á nefi ð á mér. Það sauð á mér þarna og munaði litlu að ég rifi upp hurðina inn á skrifstofu hans og færi bara almennilega í kallinn,“ sagði Ómar. Nokkrum dögum að eftir að þetta viðtal við Ómar birtist sendi Gunnar frá sér grein í Morgunblaðið þar sem hann rekur forsöguna að því þegar þáverandi meiri- hluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst- besta fl okksins og Y-lista, sprakk vegna þess sem hann segir hafa verið kröfu Sam- fylkingar og VG um að segja Guðrúnu Páls- dóttur, þáveranda bæjarstjóra, upp störfum. Sjálfstæðisfl okkurinn hafi gagnrýnt þetta enda hafi Guðrún verið fórnarlamb í pólitískri atburðarrás, segir Gunnar og bætir þessu við: „Við tók nýr meirihluti Sjálfstæðisfl okks, Framsóknarfl okks og Y-lista. Þessi meirihluti gekk frá starfslokasamningi við Guðrúnu þar sem var lögð áhersla á að virða samning fyrri meirihluta við hana þar á meðal að hún fengi sitt gamla starf sviðstjóra menningar- mála aftur eða sambærilega sviðsstjórastöðu þegar hún kæmi aftur til starfa. Allt gekk vel þar til Guðrún átti að koma til starfa og gera þurfti breytingar á skipuriti bæjarins vegna samningsins. Þá bar svo við að bæjarfulltrúi Framsóknarfl okksins neitaði að standa við samninginn og málið komið í uppnám. Hvað skyldi nú hafa valdið þessari afstöðu Ómars? Á tíma Guðrúnar sem bæjarstjóra stækkaði Ómar íbúðarhúsnæði sitt og þurfti að greiða bænum gatnagerðargjöld. Hann fór fram á að greiða þau með jöfnum afborgunum. Þessu hafnaði Guðrún eðlilega, gat ekki annað, enda hefði hún með slíkum gjörningi mismunað öðrum byggjendum sem fl estir gætu sjálfsagt notað tilslakanir á greiðslum. Þetta fór illa í bæjarfulltrúann og nú var komið að skuldadögum,“ segir Gunnar Ingi Birgisson. Gunnar rekur síðan að Guðrún hafi verið sett á ís á grundvelli tillagna um nýtt skipurit þar sem hún hafi verið sett í sviðstjórastarf án sviðs. Örfáum mánuðum seinna hafi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, einhliða lagt til að starf Guðrúnar yrði lagt niður. „Ekki átta ég mig á hvað bæjarstjóri hefur á móti Guðrúnu sem hefur að baki 25 ára farsælan starfsferil í bænum ,kannski áhr- if meðreiðarsveina. Formaður bæjarráðs, Rannveig Ásgeirsdóttir, Y-lista, studdi þessa aftöku Guðrúnar. Fyrir síðustu kosningar pre- dikaði hún heiðarleika, mannúð og gegnsæi í stjórnmálum sem hún hefur greinilega gleymt nú. Þegar aftakan hafði verið ákveðin var Guðrúnu birt uppsögnin af stefnuvotti í leigubíl. Sviðstjóri stjórnsýslusviðs sem hefur numið guðfræði og stjórnsýslufræði kvittaði undir aftökubréfi ð í fjarveru bæ- jarstjóra,“ segir Gunnar Ingi Birgisson og bætir því við að Guðrún Pásdóttir sé leikskoppur örlaganna í þessari atburðarrás og að þessi framkoma sé Kópavogsbúum til háborinnar skammar. Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri. Dögun undirbýr framboð í Kópavogi Kópavogsblaðið kfrettir.is6 Í umræðunni Gunnar Ingi Birgisson: „Framkoman við Guðrúnu Pálsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra, er Kópavogsbúum til háborinnar skammar.“ Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-flokks í bæjarstjórn Kópavogs heldur velli, ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgun- blaðið. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni en Y- listinn, listi Kópavogsbúa, sem nú myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, myndi tapa sínum manni, ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisflokkurinn fer úr 30,2% fylgi úr kosningunum 2010 í 41,4% ef gengið yrði til kosninga nú, bætir við sig manni í bæjarstjórn og fengi fimm menn kjörna nú. Framsókn heldur sínum manni og bætir við fylgi sitt, fer úr 7,2% frá síðustu kosningum í 9,5% ef kosið yrði nú. Kópavogslistinn fer úr 10,2% fylgi niður í 3% samkvæmt könnuninni. Meirihlutaflokkar úr fyrri bæjarstjórn; Samfylking, Vinstri Grænir og Næstbesti flokkurinn tapa fylgi, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar. Samfylking færi úr 28% niður í 14,5% og tapar manni í bæjarstjórn, úr þremur í tvo. Vinstri Grænir halda sínum manni í rétt rúmum 9% en Næstbesti flokkurinn hrynur úr 13,8% niður í 0,6% Björt framtíð mælist með 13,9% fylgi og ná inn manni. Það gera líka Píratar sem mælast með 7,7% og ná inn manni, sam- kæmt könnun Félagsvísindastofnunar sem birt er í Morgun- blaðinu. Könnunin fór fram dagana 6. til 25. nóvember. Úrtakið var samanlagt 1.012 manns. Svarhlutfallið var 60% Flestir kjósenda töldu fjármál sveitarfélagsins vera þeim efst í huga þegar þeir voru spurðir hvert væri mikilvægasta pólitíska verkefnið sem sveitarfélagið stæði frammi fyrir um þessar mundir. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn bæta við sig í fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar.

x

Kópavogsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.