Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Qupperneq 10
„Miklir möguleikar ef Sorpa flytur frá
Dalveginum.“
Undanfarin ár hef ég skrifað eina og eina grein um bæjarfélagið mitt Kópavog. Að mestu hafa þær fjallað um ferðaþjónustu í Kópavogi, verslun og
þjónustu á miðju höfuðborgarsvæðinu og undirbúning að
stofnun Markaðsstofu Kópavogs. Á þessu hef ég mikinn
áhuga og mig langar að skapa umræður á meðal bæjar-
búa um bæinn okkar, um skipulagsmál, um viðburði, um
skólamál, um íþróttafélögin og almennt um þróun og
uppbyggingu í Kópavogi. Ekki til að gagnrýna heldur til að
við hjálpumst að við að þróa bæjarfélagið. Við getum kallað
það almenningsstjórnmál, eins og einhver sagði. Við erum
svo sannalega ekki komin á endastöð í þróun og uppbyggin-
gu í Kópavogi og tilefni greinarinnar í dag er Dalvegurinn,
en fyrst aðeins að mér sjálfri.
Ég bý í Lindahverfi, því sæki ég mest alla þjónustu í Lindir,
Smárahverfið og efri byggðir Kópavogs. Ég versla mat-
vöru meðal annars í Krónunni, Bónus og Kosti. Finnst
þæginlegt að hafa Lyfju, Sýslumanninn, Pósthúsið og öll
hin fyrirtækin í nágrenninu. Freistast stundum á Smáratorgi
eða í Smáralind á leiðinni heim og sæki í Turninn í auknu
mæli. Heilsugæslan og Læknavaktin er í göngufæri, fisksa-
linn, fatahreinsun, föndurbúðin og allar hinar verslanirnar í
stafrófinu eru hér allt í kring um mig.
Ef við horfum á Dalveginn í heild þá höfum við tvær
stórar akkerisverslanir á sitthvorum endanum, annars vegar
Smáralind og hins vegar Byko. Þar á milli er eitt flottasta og
dýrasta verslunar- og þjónustusvæði á höfuðborgarsvæðinu.
Uppbygging á eftir að eiga sér stað þar sem gróðrarstöðin
Birkihlíð stóð en nær Smáratorgi er mikil gróska í verslun
og þar er einnig fjöldi veitingastaða. Á nitjándu hæð í
Turninum við Smáratorg er veitingastaður sem er að hasla
sér völl í markaðssetningu meðal ferðamanna og kynnir sig
sem The Tower Restaurant, „It is the highest restaurant in
Iceland with spectacular view to the sea and the beautiful
mountain circle.“
Smáralind, Smáratorg, Dalvegur og Smiðjuhverfi er ekki
bara verslunarsvæði á miðju höfuðborgarsvæðinu heldur
verður klárlega miðstöð verslunar og þjónustu fyrir stór-
höfuðborgarsvæðið á næstu árum. Við höfum alla burði til
að ná þeirri forystu, fjölga fyrirtækjum og um leið hækka
atvinnustigið í bænum okkar.
Eitt er þó sem ég staldra við og hef gert í nokkur ár, það er
staðsetning Sorpu á Dalveginum. Við erum með móttökustöð
fyrir rusl og endurvinnslu á verðmætasta verslunarsvæðinu
á landinu. Að mínu mati er ekki skynsamlegt að hafa slíka
starfsemi á Dalveginum. Það fer ekki saman að hafa þessa
miklu umferð gámabíla akandi um aðal verslunarsvæðið
í Kópavogi. Það er ekki snyrtilegt, óspennandi fyrir
fyrirtækin í nágrenninu og beinlínis hættulegt.
Ég veit ekki um neitt annað bæjarfélag sem hefur móttökustöð
fyrir rusl og endurvinnslu á aðal verslunarsvæðinu hjá sér.
Ég tala um aðal verslunarsvæði því miðbær Kópavogs er
skilgreindur í Hamraborg.. Engar ákvarðanir né umræður
hafa verið um að flytja Sorpu af Dalveginum, sem mér
finnst miður. Það þyrfti ekki að fara mjög langt með Sorpu,
t.d upp við Áhaldahús eða á aðrar slóðir, það þarf bara vilja
til að finna út úr því.
Ég sé fyrir mér mikla möguleika ef Sorpa flytur frá
Dalveginum. Þetta er skjólgott svæði í nálægð við fallegt
grænt svæði í tengingu við göngustíga og fallegt útivistars-
væði. Hvort sem þarna yrði grænt torg með kaffihúsi eða
lágreist verslunarhúsnæði er ljóst að það mun lyfta svæðinu
mikið að fá þarna aðra og hentugri starfsemi.
Nú langar mig til að spyrja ykkur Kópavogsbúa hvað ykkur
finnst um staðsetningu Sorpu á Dalvegi?
Theodóra Þorsteinsdóttir
Lögfræðingur og í Y- Lista Kópavogsbúa
Theodóra Þorsteinsdóttir,
Lögfræðingur og í Y-lista Kópavogsbúa.
Sunnudagar í Hjallakirkju á aðventu
Guðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11.
1. desember kl. 13.00 Jólaföndur fjölskyldunnar. Jólakort föndruð og lituð við ljúfa jólatóna, smákökur og kakó.
Efni og veitingar í boði kirkjunnar.
8. desember kl. 11.00 Kór Álfhólsskóla syngur í guðsþjónustu.
Kl. 13.00 Sunnudagaskóli
20.00 Aðventutónleikar Kórs Hjallakirkju. Fjölbreytt efnisskrá. Ókeypis aðgangur.
15. desember kl. 13.00 Jólaball sunnudagaskólans. Yngsti kór Álfhólsskóla syngur.
Jólasveinar ganga með í kringum jólatréð.
22. desember Kl. 11.00 Við syngjum inn jólin . Kór Hjallakirkju og Kór Víðistaðakirkju í Hafnarfirði,
syngja ásamt öllum kirkjugestum. Ritningarlestur og ljóð lesin milli sálma.
Minnum á annað kirkjustarf, sjá
www.hjallakirkja.is
“Við kveikjum einu kerti á...”
Óhætt er að segja að Kópavogur sé að
styrkja hlutverk sitt sem öflugt svæði ver-
slunar og þjónustu með þeirri uppbyggingu
sem átt hefur sér stað á Nýbýlaveginum á
síðustu vikum og mánuðum. Með opnun
verslunar Bónus, fremst á Nýbýlavegi,
hófst uppbygging sem vonandi á eftir að
styrkja atvinnusvæðið í kring, þar með
talið Auðbrekku og Hamraborg. Lyfja, ZO-
ON, líkamsræktarstöðin Sparta, heildsalan
K. Karlsson, hönnunarverslunin Ræman,
fasteignasalan Domusnova og kaffihúsið
Kruðerí eru fyrirtæki sem nýverið hafa
komið sér fyrir fremst á Nýbýlavegi og brátt
munu Fylgifiskar, Tokyo sushi, Serrano og
Nam bætast í hóp þessara fyrirtækja.
Nýbýlavegurinn liggur nálægt miðbæ
Kópavogs en þar er kjarni stjórnsýslu, ver-
slunar, þjónustu og menningar. Á hverjum
degi eiga þúsundir íbúa höfuðborgars-
væðisins leið um þennan hluta Kópavogs
sem teygir sig frá Nýbýlavegi að Ham-
raborg. Margir hafa tekið uppbyggingunni
á Nýbýlavegi fagnandi og má búast við
að jákvæð uppbygging á Nýbýlaveginum
styrki svæðið allt frá Nýbýlavegi að Ham-
raborg.
En það er ekki bara á Nýbýlaveginum sem
góðir hlutir eru að gerast. Uppbygging á
sér stað víða í bænum og má sem dæmi
nefna að fyrirtækjum hefur fjölgað mikið á
svæðinu í kringum Smáratorg, í Bæjarlind,
Hlíðarsmára og Hæðarsmára. Til er orðinn
öflugur ás verslunar og þjónustu sem teygir
sig frá Smiðjuhverfi, eftir Dalveginum og
inn á svæðið við Smáralind.
Eftirspurn fyrirtækja eftir húsnæði í Kópa-
vogi er því mikil og skal engan undra því
Kópavogur er miðja höfuðborgarsvæðisins
og erfitt að ímynda sér betri staðsetningu
fyrir verslun og þjónustu.
Áshildur Bragadóttir
framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs
Jákvæð uppbygging verslunar og þjónustu í Kópavogi
Kópavogsblaðið kfrettir.is10
Aðsendar greinar
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Njótum aðventunnar saman