Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Síða 17

Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Síða 17
Breski miðillinn Kay Cook, sem starfar hjá Sálarrannsóknafélagi Íslands og er búsett hér á landi, fullyrðir að á lóðinni þar sem húsið Hamraborg 1 stendur, hafi áður fyrr verið bænahús eða samkomusalur þar sem hafi verið stundað mikið bænahald. Engar heimildir eru til um slíkt. Kay segir að um leið og hún hafi komið í sal Sálarransóknarfélagsins, sem er á þriðju hæð hússins, hafi hún fundið sterkt fyrir jákvæðri orku sem hún tengir við bænahald. Undir þetta taka aðrir miðlar félagsins sem segja það ekki tilviljun hversu notalegt andrúmsloftið sé í sal Sálarransóknarfélagsins og reyndar í húsinu öllu. Magnús Harðarson, forseti Sálar- ransóknafélags Íslands, segir að samkvæmt riti Sögufélags Kópavogs um kampa og breska herinn, sem kom út fyrr á þessu ári, komi fram að stór kampur hafi verið á þessu svæði á stríðsárunum 1941- 1943. „Ef einhverntímann er ærin ástæða til að biðjast fyrir, þá er það einmitt á stríðstímum,“ segir Magnús, og minnir á að miðlarnir Bíbí Ólafsdóttir og Þórhallur Guðmundsson verða með opin skyggnilýsingafund í húsakynnum félagsins, sunnudaginn 8. desember kl. 20:00. Var bænahús í Hamraborg? Kópavogsblaðiðkfrettir.is 17 Bæjarmolar Nýtt aðalskipulag Kópavogs 2012 til 2024 var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Í aðalskipulaginu er sett fram stefna bæjaryfirvalda um byg- gðaþróun, landnotkun, byggðamynstur og samgöngu- og umhverfismál til ársins 2024. Lögð er meðal annars áhersla á þéttingu byggðar en áætlað er að íbúafjöldi bæjarins verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Miðað er við að fullgerðar verði um 300 íbúðir á ári þangað til. Vinna við endurskoðun aðalskipulagsins hefur staðið yfir í um fjögur ár og hefur á þeim tíma verið leitað víðtæks samráðs við íbúa bæjarins. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir í öllum hverfum Kópavogsbæjar og á vef bæjarins var á sínum tíma opnuð vefgátt þar sem leitast var við að virkja enn frekar íbúa til þátttöku í ferlinu. 31 athugasemd barst við sjálfa tillöguna á kynningartíma nú á haustdögum og var á lokametrunum unnið úr þeim. Í aðalskipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði sem skoða á nánar í framhaldinu en þau eru í Smáranum, að meðtöldum Glaðheimum, Auðbrekku og á Kársnesi. Einnig er í aðalskipu- laginu gert ráð fyrir nýrri byggð í Vatnsendahlíð. Í aðalskipulaginu er aukinheldur gert ráð fyrir því að nánar verði unnið að skipulagi í fimm hverfum bæjarins, þ.e.a.s í Kársnesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og á Vatnsenda. Reiknað er með að í byrjun næsta árs verði m.a. fundað með fulltrúum hverfaráða þar sem farið verði yfir stöðu mála í hverfunum og skilgreind þau verkefni sem brenna á þeim. Að lokum má geta þess að í aðalskipulaginu er gert ráð fyrir vistvænni brú yfir Fossvoginn, í samráði við Reykjavíkurborg sem einnig hefur samþykkt nýtt aðalskipulag.. Aðalskipulag Kópavogsbæjar verður nú sent skipulagsstofnun til staðfestingar. Á næstu dögum verður gengið frá samþykktum gögnum sem aðgengileg verða á vef Kópavogsbæjar. Nýtt aðalskipulag samþykkt einróma í bæjarstjórn. Brú yfir Fossvog samþykkt. Auglýstu í Kópavogsblaðinu og á kfrettir.is Auglýsingasími: 895 6406 Netfang: kfrettir@kfrettir.is Kópavogsfréttir er ný upplýsinga- og fréttaveita fyrir Kópavogsbúa nær og fjær sem á að endurspegla fjölbreytt og fjölskrúðugt mannlíf í Kópavogi. Það sem býr að baki er áhugi okkar og umhyggja fyrir Kópavogi. Við vonumst til að fá að njóta dyggrar aðstoðar Kópavogsbúa við að veita þessari fréttaveitu brautargengi. Ritstjórnarstefna Kópavogsfrétta er eftirfarandi: Kópavogsfréttir hafa sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi í Kópavogi; atvinnulífi, framkvæmdum og framförum. Einnig eflingu byggðar og öllu því sem gerir Kópavog sérstakan og jákvæðan bæ að búa í, starfa og heimsækja. Kópavogsfréttir gerir þá kröfu til sveitarstjórnarmanna að þeir kappkosti að gera sitt besta í störfum sínum í þágu íbúanna af heilindum og áhuga. Kópavogsfrettir vilja stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Útgefandi: ago.slf. Netfang: audun@kfrettir.is Heimasíða: kfrettir.is Netfang: kfrettir@kfrettir.is Auglýsingastjóri: Magnús Karl Daníelsson Prentun: Landsprent ehf. Dreifing: Landsprent ehf. Kópavogsblaðinu er dreift frítt í öll hús í Kópavogi. Svona gæti brúin frá Kársnesi yfir í Fossvog litið út, samkvæmt tillögu í aðalskipulagi sem nú hefur verið samþykkt.

x

Kópavogsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.