Kópavogsblaðið - 29.11.2013, Side 18
Sportið
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur heldur betur fundið fyrir auknum áhuga á íþróttinni eftir velgengni karla
og kvennalandsliða Íslands á árinu. Deildin
stendur nú frammi fyrir því að þurfa að kaupa
tíma af Kópavogsbæ þar sem hefðbundin úth-
lutun dugar ekki til. Eysteinn Pétur Lárusson,
framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar segir
þetta vera eitt af skemmtilegu vandamálunum
sem knattspyrnudeildin glímir við. Hugsa þurfi
þessi mál nokkur ár fram í tímann ef þessi þróun
heldur áfram.
„Kópavogsbær hefur staðið sig vel í að byggja
upp góða aðstöðu fyrir knattspyrnuna hér í
bæ en sú uppbygging þarf að halda áfram.
Kannski er næsta spurning sú hvort við þurfum
ekki að fara að setja gervigras og flóðlýsingu
á Kópavogsvöll og gera hann að upphituðum
heilsársvelli sem nýtist þá öllum flokkum allan
ársins hring,“ segir Eysteinn Pétur.
Daði Rafnsson, yfirþjálfari knattspyrnudeildar
Breiðabliks segir að innan félagsins sé talað um
aðra iðkendasprengju, og er þá vísað í þá fyrri
sem varð veturinn 2008. Þá voru válynd veður
í þjóðfélaginu og fólk virtist áfjáð í að koma
börnum sínum í skjól íþrótta og tómstundastarfs.
“Nú tengjum við þetta hins vegar við árangur
landsliðanna og félagsins sjálfs undanfarin
ár. Frá 2008 höfum við unnið stóra titla karla
og kvennamegin og leikmenn okkar hafa náð
eftirtektarverðum árangri erlendis og með
landsliðunum. Þetta hefur skapað kjöraðstæður
fyrir knattspyrnuáhuga í Kópavogi. Krakkar
horfa upp til eldri iðkenda og finnst það
eftirsóknarvert að vera Blikar. Að auki erum við
heppin með aðstæður í Fífunni. Síðan starfsemin
fluttist þangað að mestu leyti höfum við fundið
fyrir auknum félagsanda,” segir Daði.
Daði bendir einnig á að í samanburði við margar
aðrar íþróttir er ódýrt að stunda knattspyrnu,
sérstaklega fyrir yngstu börnin en iðkendum
yngri en sex ára hefur fjölgað úr 120 í 240 á ör-
skömmum tíma. “Við vonumst til að fá einhverja
tíma til viðbótar ef svo heldur áfram sem horfir.
Við höfum gantast með það að kannski þurfi
að fara að opna Vallagerðisvöll á ný og senda
knatthallakynslóðina aftur á mölina. En í fullri
alvöru þá liggur metnaður knattspyrnudeildar í
að bjóða upp á bestu fáanlegu þjónustu sem völ
er á og við munum áfram leggja okkur fram við
að svo verði áfram.”
Önnur iðkendasprenging í Breiðablik
Árangur landsliðanna þýðir aukinn áhugi
Kópavogsblaðið kfrettir.is18
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Þorsteinn Elísson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST