Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 15

Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 15
Kópavogsblaðið 15 Græjuhorn Einars Tómasar: Ég elskaði hvernig leikjaborðin voru vönduð og trixin sem var hægt að gera með köllunum. Þetta voru frægustu PS3 karakterarnir. Það var líka klikkaðslega gott þegar maður var búinn að spila leikinn í smá stund þá gat maður uppfært kallanna. Klikkaður leikur sem ég mæli með fyrir partí. Gef honum 7 af 10 stjörnum. Play Station All-Stars Battle Royale Gamalt og gott: Hver, hvar, hvenær? Þessa mynd vitum við lítið sem ekkert um svo allar upplýsingar eru vel þegnar. Hvar er hún tekin, hver tók hana og hvaða fólk er á henni? Hafa má samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, gunnarmh@kopavogur.is, í síma 544 4711 eða með heimsókn í safnið á Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu). Myndin sem birtist í síðasta blaði er tekin á Digranesvegi- num, rétt austan við gatnamótin við Neðstutröð. Skrúðgangan sem myndin er af hefur líklega gengið frá Félagsheimilinu (sem var vígt vorið 1959, árið sem myndin er hugsanlega tekin), eftir Digranesvegi, niður Grænutungu og Hlíðarveg inn í Hlíðargarð. Engar upplýsingar bárust um fólkið á myndinni svo enn bíðum við eftir að ein- hver kannist við það. Fróðleikur: Fermingarnar nálgast með tilheyrandi fjölskylduboðum og fjöl- skyldumyndum. En hvernig er best að varðveita stafrænar myndir? Fáir vita þetta jafn vel og Gunnar Marel Hinriksson, skjalavörður. Við fengum hann til gefa góð ráð um varðveislu ljósmynda. Heimilisalbúmið í útrýmingarhættu Eftir að almenn myndataka færðist af filmu yfir í stafrænt form hættu myndir að berast prentaðar um leið og filman var framkölluð. Heimilisalbúmið er í útrýmingarhættu, yngstu albúmin eru oft frá árinu 2002 – þá náðu stafrænar vasamynda- vélar útbreiðslu umfram filmu- vélarnar. Diskar geta hrunið Of algengt er að stafrænar fjöl- skyldumyndir glatist, til dæmis vegna hruninna diska. Hægt er að minnka líkur á gagnatapi með góðum undirbúningi og miða ráðin hér fyrir neðan að því að varðveita minningar á öruggan hátt. Stafræn geymsla gagna er dýr. Ódýrasta leiðin er að varðveita myndirnar einungis í pappírskópíum. Sú aðferð er ekki gallalaus, því þá hverfur möguleikinn á deilingu mynda á Facebook eða í tölvupósti. Kosturinn við að prenta er aftur á móti sá að þá þarf ekki sífellt að endurnýja dýran tæknibúnað (tölvur, diska, forrit, áskrift að gagnavörslu/myndabanka á neti) til að geta séð myndirnar. Best er að gera hvort tveggja, geyma í tölvu til dreifingar á neti en geyma úrval mynda í albúmi til öruggrar varðveislu óháð tölvuhruni.Varðveisla er felst ekki bara í myndunum sjálfum heldur líka í tryggri skráningu upplýsinga um hvað er á mynd- unum. Til lítils er að varðveita myndir þegar enginn veit hvar, hvenær, eða hverjir á þeim eru. Sex atriði til að hafa í huga við varðveislu stafrænna mynda 1. Grisjun. Ekki geyma margar nánast eins myndir, veldu þá bestu. Slík sjálfs-ritstjórn trygg- ir líka að gæði myndasafnsins aukast. Ágæt hugmynd er að búa til sérstakt albúm með úrvali þinna eftirlætismynda. Albúm merkt „Bestu myndirnar mínar“ varðveitist frekar en óskipulegt safn mynda. 2. Skráarsnið. Til að tryggja læsileika mynda í tölvu er best að vista skrárnar í opnu og/eða algengu skráarsniði, t.d. JPEG eða TIFF. Ekki stóla á RAW- skrár fullkom-inna myndvéla til varðveislu, þótt það form sé gott til myndvinnslu. 3. Stærð. Ekki geyma stærri myndir en þú þarft. Hafðu notkun myndarinnar í huga þegar þú ákveður að geyma hana. Hafa ber í huga að eftir að mynd hefur verið minnkuð og vistuð er ekki hægt að stækka hana aftur nema skerða mynd- gæði verulega. Óráðlegt er að minnka myndir nema alveg sé ljóst að ekki verði þörf á stærri gerð hennar síðar. 4. Skrár. Raðaðu stafrænu Sex atriði til að hafa í huga við varðveislu stafrænna mynda myndunum í möppur og gerðu textaskjal með lýsingu á hverri mynd fyrir sig með vísun til skráarheitis myndanna. 5. Vistun. Geymdu stafrænu myndirnar á a.m.k. tveimur stöðum með tveimur mismun- andi aðferðum. Góð leið er t.d. að hafa utanáliggjandi drif með tveimur eða fleiri diskum sem spegla hvorn annan (t.d. external RAID system) og vista myndirnar á netinu (cloud storage/online backup service). Ekki er mælt með skrifanlegum CD eða DVD diskum, gæði diska eru mjög mismunandi á milli framleiðenda svo erfitt er að átta sig á því hve lengi gera má ráð fyrir að hann endist og hættan á því að diskurinn verði ólæsilegur vegna hnjasks, hitabreytinga eða ljósmengunar er of mikil. Einn utanáliggjandi harður diskur er ágætur, en þó er alltaf hætta á að hann bili. Því er tryggara að hafa tvo eða fleiri sem spegla hvor annan. Athugaðu afritin árlega. 6. Prentun. Eigðu prentuð eintök gerð með viðurkenndum varðveisluaðferðum. Gæði pappírs og bleks þarf að kanna. Ekki skrifa aftan á myndirnar, blek í pennum getur skaðað. Betra er að gefa þeim númer skrifað hjá þeim í albúmið (til öryggis má skrifa númerið varlega með blýanti aftan á myndina) og prenta út skrána sem nefnd var í lið 4. Albúm geta skaðað ljósmynda- pappírinn. Athugaðu hvort þau hafa staðist PAT-prófið (Photo- graphic Activity Test). Flest albúm með plastvösum eru skaðleg, ganga verður úr skugga um að það sé úr hreinu, óhúðuðu polyethelene, polypropylene eða polyester. Alls ekki nota plast- vasa úr PVC efni. Best er að nota albúm með pappírssíðum (mælt er með sýrufríum óbufferuðum trén-islausum pappír úr bómull eða hreinsuðum pappírs- massa) og nota laus horn sem hafa staðist PAT-prófið til að festa myndirnar, ekki líma myndina. Auka má öryggið með því að búa til tvö eða fleiri sett af myndunum og geyma á mismunandi stöðum. Gunnar Marel Hinriksson skjalavörður Gunnar Marel Hinriksson.

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.