Kópavogsblaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 11
Kópavogsblaðið 11
Sími: 588 9705
www.skautaholl.is
Opnunartímar:
Mánud. Þriðjud og Miðvikud.
12:00 til 15:00
Fimmtudaga
12:00 til 15:00 og 17:00 til 19:30
Föstudaga
13:00 til 19:30
Laugardaga og Sunnudaga
13:00 til 18:00
Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags
10:00 til 15:00
Taktfasti Kópavogur:
Hannes Friðbjarnar-son, trommari í Buffinu, vakti athygli á því í
nýlegri stöðufærslu á Facebook
hvað Kópavogur hefur alið af
sér marga trommara í þekktum
hljómsveitum.
Þeir eru:
Hannes Friðbjarnarson,
trommari i Buffinu og fleiri
hljómsveitum.
Sigtryggur Baldursson: Þeyr, Kukl,
Sykurmolarnir, Bogomil Font og
fleiri hljómsveitir.
Birgir Baldursson sem trommaði í
hljómsveitunum SH draum og
Bless. Síðan spilaði hann í
nokkur ár með Sálinni hans Jóns
míns og Unun.
Baldvin A B Aalen, Synir
Raspútíns og Sóldögg.
Birgir Jónsson, Dimma, Skepna,
XIII og Stafrænn Hákon
Arnar Geir Ómarsson, HAM ofl.
Magnús Eliassen, Moses Hightow-
er, ADHD.
Axel Haraldsson, Hjaltalín.
Tómas Jóhannesson, Sálin hans
Jóns míns .
Guðlaugur Júníusson, Vinyll.
Veist þú um fleiri trommara úr
Kópavogi. Sendu okkur ábendingu
á kfrettir@kfrettir.is
Listi Bjartrar framtiðar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor
var samþykktur á nýlegum félagsfundi.
Eftirtaldir skipa listann
1. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
2. Sverrir Óskarsson, félagsráðgjafi
3. Hreiðar Oddsson, grunnskólakennari og verslunarstjóri
4. Ragnhildur Reynisdóttir, sölu og markaðsstjóri
5. Andrés Pétursson, sérfræðingur
6. Rannveig Bjarnadóttir, forstöðumaður
7. Auður Sigrúnardóttir, verkefnastjóri
8. Vilhjálmur Einarsson, fasteignasali
9. Anna María Bjarnadóttir, verkefnastjóri
10. Eiríkur Ólafsson, grunnskólakennari
11. Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri
12. Hulda Hvönn Kristinsdóttir, laganemi
13. Sigursteinn Óskarsson, rafvirkjameistari
og framhaldsskólakennari
14. Rannveig Jónsdóttir, grunnskólakennari
15. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur
16. Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur
17. Ólafur H. Ólafsson, stjórnmálafræðinemi
18. Erla Karlsdóttir, guðfræðingur
19. Kristinn Sverrisson, kennaranemi
20. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir, B.A. í mannfræði
og markvörður HK
21. Jón Ingi Ragnarsson, málarameistari
22. Kjartan Sigurjónsson, organisti
Trommarar Kópavogs Theodóra leiðir Bjarta
framtíð
Hannes Friðbjarnarson.
Hannes Friðbjarnarson.
Axel Haraldsson.
Birgir Baldursson.
Sigtryggur Baldursson.
Sigtryggur Baldursson.
Guðlaugur Júníusson.
Birgir Jónsson
Bréf til blaðsins:
Listin að lifa er að
kunna að leika sér
Í námi mínu í Tómstunda og félagsmálafræði er það með því fyrsta sem við lærum,
hversu mikilvægur leikurinn
er. Með því að brjóta upp
kennslustundir með leikjum og
aukinni hreyfingu, förum við
út fyrir þægindahringinn okkar
með jákvæðum hætti. Heilmikið
nám fer í gegnum leikinn; unnið
er með traust, samvinnu og
hópefli svo eitthvað sé nefnt.
Það þykir ef til vill mörgum
sérstakt að nemendur í háskóla
skuli vera úti í leikjum í stað
þess að sitja í kennslustund
og hlusta á fyrirlestur. Í hvert
skipti sem einhver spyr mig út
í nám mitt fæ ég að heyra hvað
það er alltaf gaman hjá mér og
að við séum bara alltaf að leika
okkur. Ég segi kannski ekki að
við séum alltaf að leika okkur
en við gerum hinsvegar mikið
af því. Við lærum heilmargt
um tómstundir barna, unglinga
og aldraða og oftast nær snúa
tómstundir að einhverju sem er
skemmtilegt, vekur áhuga og
eykur vellíðan.
Það er líka alveg rétt að námið
mitt er ótrúlega skemmtilegt og
fjölbreytt en auðvitað eru fullt
af krefjandi verkefnum líka. Við
gerum bara svo miklu meira
en að sitja yfir námsbókum og
hanga inni á bóksafni daginn út
og inn.
Í íslenskri orðabók er leikur
útskýrður svona: Að gera sér
eða öðrum til skemmtunar.
Athöfn sem veitir líkamlega og/
eða andlega vellíðan. Dregur
viðkomandi út úr reglubundnu
munstri dagsins.
Þegar talað er um leik þá er
þekkt að tengja leikinn við börn
en þó er ekki síður mikilvægt
Ástrós Pétursdóttir.
fyrir unglinga og fullorðna að
leika sér. Leikurinn felur í sér
mikið þroskagildi fyrir einstak-
linginn og litið er á leikinn sem
verkfæri til náms og undirbúning
fyrir fullorðinsárin.
Flest okkar ölumst upp við það
að vera mikið í leikjum, hvort
sem það eru úti eða innileikir.
Mín æska einkenndist allave-
ganna mikið af því að vera úti
í leikjum. Sumrin einkenndust
af því að vera úti frá morgni til
kvölds í leikjum og koma rétt
svo inn til þess að borða og sofa.
Börnin vaxa síðan úr grasi og
verða að unglingum og þá kemur
allt í einu tímabil þar sem það
telst frekar hallærislegt að leika
sér og unglingar kjósa frekar að
hanga saman.
Mannfólkið er þannig gert að
það þróast og lærir alla ævi. Þess
vegna er mikilvægt að viðhal-
da leiknum svo lærdómurinn
haldi áfram svo lengi sem við
lifum. Það er mjög mikilvægt að
varðveita barnið í sjálfum sér og
taka lífinu ekki of alvarlega.
Í grunninn höfum við öll gaman
af því að leika okkur og vil ég
enda þessa grein á því að vitna
í uppáhalds frasann minn: Við
hættum ekki að leika okkur því
við eldumst, við eldumst því við
hættum að leika okkur.
Ástrós Pétursdóttir
nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði
við Háskóla Íslands.
Bæjarstjórnarmál: