Málfríður - 15.11.1988, Síða 3

Málfríður - 15.11.1988, Síða 3
Efnisyfirlit: Bls. Bókmenntir í tungumálakennslu Auður Torfadóttir........ 5 Is reading caught and not taught? Jacqueline Friðriksdóttir . 8 Lestrarþjálfun í dönsku í 5. og 6. bekk Svandís Ólafsdóttir...... 11 Um tungumálakennslu Gerður Guðmundsdóttir . 13 Ráðstefna í Edinborg Guðrún Jónsdóttir Ingi Viðar Árnason ..... 18 Ráðstefna í Umeá.......... 20 Frá alþjóðaþingi frönskukenn- ara í Þessaloniku Sigurlaug Bjarnadóttir ... 22 Frönskunámskeið Sigurlaug Bjarnadóttir ... 22 Tungumálakennsla í grunnskóla Þyrí Árnadóttir......... 23 Námskeið á Schœffergárden Anna Sigríður Árnadóttir Þórhildur Oddsdóttir .... 26 Námskeið þýskukennara Eva Jónasson ........... 27 Enskunámskeið Sigríður Guttormsdóttir . 28 Formannaskipti............ 30 Málfríður Tímarit samtaka tungumálakennara 2. tbl. 4. árg. nóvember 1988 Utgefandi: Samtök tungumálakennara á íslandi Ábyrgðarmaður: Auður Torfadóttir Ritnefnd: Ásmundur Guðmundsson Brynhildur A. Ragnarsdóttir Margrét Guðlaugsdóttir Sigþrúður Guðmundsdóttir Prófarkalestur: María Gréta Guðjónsdóttir Setning, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Heimilisfang Málfríðar er: Pósthólf 8247 128 Reykjavík. RHstjómarrabb Ágætu lesendur! Þegar þið nú hafið sjöunda tölublaðið af Málfríði undir höndum eru liðin þrjú ár síðan hafist var handa um útgáfu þessa blaðs. I dimmasta skammdeginu fyrir þremur árum settust átta manneskjur niður til að gefa út blað fyrir samtök tungumálakennara. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi lærst á þessum þremur árum. I byrjun störfuðu tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélaganna að útgáfunni en fljótlega kom í ljós að svo fjölmenn ritnefnd var óþörf. Hafa því að jafnaði fimm annast blaðið undanfarið. Ritnefnd hefur og alla tíð notið góðs af samstarfi við stjórn STÍL og er fráfarandi formanni, Hafdísi Ingvars- dóttur, þakkað ágætt samstarf undanfarin þrjú ár um leið og við bjóðum nýkjörinn formann, Berthu Sigurðardóttur, velkominn til starfa. Það er hins vegar öllum ljóst sem að blaði þessu hafa starfað að útgáfa sem þessi er umfangsmeiri en svo að hægt sé að bjóða fólki að starfa við hana án annarrar greiðslu en örlítillar þóknunarfyrir fundar- setur. Ritnefnd hefur því farið þess á leit við stjórn STÍL að ráðinn verði ritstjóri að blaðinu sem annist útgáfu þess að öllu leyti en hafi ráðgefandi ritnefnd sér til aðstoðar. Fari svo mun núverandi ritnefnd annast útgáfu vorblaðsins 1989 en fela Málfríði svo í hendur nýráðins ritstjóra. Frá því að síðasta tölublað kom út hafa þær breytingar orðið á ritnefnd að Fanny Ingvarsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir sem starf- að höfðu í nefndinni frá upphafi hafa látið af störfum og er þeim þakkað ánægjulegt samstarf. í þeirra stað komu Margrét öuðlaugs- dóttir og Sigurbjörg Eðvarðsdóttir og eru þær hér með boðnar vel- komnar til starfa. Samkvæmt venju sem tekin var upp í fyrra er í haustblaðinu lögð áhersla á eitt megin efni er varðar tungumálakennslu. í þessu tölublaði er tekinn fyrir lestur í tungumálakennslu. Fékk ritnefnd þær Auði Torfadóttur, Jacqueline Friðriksdóttur og Svandísi Ólafsdóttur til að fjalla um þetta efni. Brugðust þær allar vel við erindinu og má sjá afraksturinn í þremur myndarlegum greinum í þessu tölublaði. Reynd- ar er ritnefnd skylt að þakka höfundum greina í þessu blaði frábært samstarf því frestur til að skila handriti var stuttur í mörgum tilvikum. Málfríði finnst hins vegar oftast heldur dapurlegt að kíkja í pósthólf sitt því þar er nánast aldrei annað að finna en blöð sem ekki hafa komist til skila. Finnst henni kominn tími til að lesendur láti í sér heyra þó ekki væri nema til að tilkynna breytt heimilisfang þegar það á við. Gaman þætti henni að frétta af snjöllum hugmyndum sem reynst hafa vel í kennslu, góðum kennslugögnum og að ekki sé minnst á fregnir frá tungumálakennurum í námi hérlendis og erlendis. Að síðustu óskar Málfríður að geta þess að konan hressilega á forsíðunni heitir einnig Málfríður og er ein aðalpersónan í barnabók sem heitir „Kuggur“ eftir Sigrúnu Eldjárn. 3

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.