Málfríður - 15.11.1988, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.11.1988, Blaðsíða 23
TUNGUMÁLAKENNSLA í GRUNNSKÓLA Námskeið fyrir dönsku-, ensku-, norsku- og sænskukennara, Kennaraháskóla íslands 6.-10. júní 1988. Síðastliðið sumar voru auglýst tvö námskeið fyrir tungumálakennara í grunnskólum á vegum endurmennt- unardeildar Kennaraháskólans: Virkni nemenda í byrjunarnámi í dönsku og ensku, ætluð kennurum 5. og 6. bekkjar og námskeið fyrir dönsku-, ensku-, norsku- og sænskukennara, ætluð kennurum 7., 8. og 9. bekkjar. Vegna dræmrar þátttöku framan af voru þessi nám- skeið sameinuð. Þátttakendur voru alls um 40 tungumálakennarar í 5. -9. bekk grunnskóla, víða að af landinu. Of langt mál yrði að lýsa nám- skeiðinu í smáatriðum og læt ég því nægja að drepa á það helsta er varð- ar skipulag þess og það sem mér nú er eftirminnilegast úr máli fyrirles- ara. Stjórnendur og kennarar á nám- skeiðinu voru Auður Torfadóttir, lektor í ensku við Kennaraháskóla íslands og Svandís Ólafsdóttir, dönskukennari við Æfinga- og til- raunaskóla Kennaraháskólans og æfingastjóri við Kennaraháskólann. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra, kynningu á leiðum til að örva og virkja nemendur í tungumálanám- inu og drjúgum hluta námskeiðsins var einnig varið í verkefnagerð í hópvinnu. Sú vinna fór að hluta fram í kennslumiðstöð. I lok nám- skeiðsins kynntu hóparnir verkefnin hver fyrir öðrum og einnig voru þátt- takendum send ljósrit af þeim síðar. Fjölbreytt sýnishorn af því kennsluefni sem fáanlegt er til tungumálakennslu lá frammi nám- skeiðsdagana. Var þar bæði að finna eldra efni úr bókasafni Æfingaskól- ans og nýjar bækur frá ýmsum bóka- verslunum í Reykjavík, þar á meðal enskukennsluefni fyrir útlendinga eftir Tom Hutchinson, sem hann sjálfur kynnti sérstaklega utan dag- skrár námskeiðsins. Aðalfyrirlesarar námskeiðsins voru Gerd Manne frá Noregi og Tom Hutchinson frá Bretlandi en auk þeirra og stjórnendanna, Auðar og Svandísar, kynntu nokkrir grunn- skólakennarar ýmsar hugmyndir Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 91-16061 Stærsta safn þýskra bóka á íslandi Menningarmiðstöö Sambandslýðveldisins Þýskalands Fagurbókmenntir og fræðirit bæði fyrir börn og fullorðna Plötur, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 15.00—18.00 23

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.