Málfríður - 15.11.1988, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.11.1988, Blaðsíða 12
myndir á blaði og textar á öðru blaði sem nemendur verða að lesa og setja undir réttar myndir. Duglega nem- endur læt ég skrifa textann undir myndirnar því þá fá þeir smáþjálfun í að skrifa í leiðinni. Hinir klippa og líma réttan texta undir myndirnar. „Læsespil" með 4 spjöldum með myndum af eyjum og textum sem nemendur þurfa að lesa til að finna ákveðna staði á spjöldunum. Það fylgja hverju spjaldi textar af þremur þyngdargráðum. Það hleypur stund- um kapp í nemendur og þeir reyna jafnvel við þyngsta textann. Það má ekki gleyma teikniseríum og er þá Andrés Önd fremstur í flokki, þó að dregið hafi úr vinsældum hans eftir að farið var að þýða blöðin yfir á íslensku. En það eru ófáir nemend- ur, einkum strákar, sem hafa lært dönsku af að lesa Andrés. Það er einnig mjög gott að safna saman öllum þeim pökkum sem við kaupum er hafa leiðbeiningar á dönsku og koma með í tíma. Það má láta nemendur búa til auglýsingar um þessar vörur og nýta leiðbeining- arnar eða láta þau þýða þær yfir á íslensku. Sömuleiðis er hægt að koma með mataruppskriftir og láta þau lesa þær og segja þeim jafnvel að prófa að baka eða búa til mat eftir þeim. Þá eru það frjálslestrarbækur. Þeir kennarar sem eru svo heppnir að hafa aðgang að bókasafni skól- ans, með úrvali af dönskum bókum fyrir börn og unglinga, ættu að not- færa sér það að senda 1/2 bekk á bókasafn til að lesa eða láta nem- endur fara á bókasafn og fá lánaðar bækur. Best er að hafa þær þyngdarstigs- merktar og auðvitað lesa flestir nemendur í 5. og 6. bekk léttustu bækurnar, en til eru alltaf nemendur sem ráða við þyngri bækur og þá geta þeir gengið að þeim merktum á safninu. Það er nauðsynlegt að láta þau vera með einhvers konar verkefni með bókunum. A bls. 33 í „arbejds- bogen“ „Skal vi snakke sammen 11“, er eyðublað sem er ágætt fyrir byrj- endur að taka með sér á safnið. Mér finnst líka reynast vel að láta nem- endur skrifa smáútdrátt á íslensku, þá er ég örugg um að þeir hafi skilið. Stundum er gott að taka bækur, einkum ef 1/2 bekkjarsett er til og 12 búa til viðameiri verkefni með þeim t.d.: 1. Byrja á krossaspurningum. 2. Nýtasérmyndirsemeruíbók- inni t.d. „Hvilke billeder pas- ser til disse tekster?" eða „skriv lidt om det og det bil- lede“. 3. Spyrja spurninga úr texta sem þau geta fundið og skrifað beint. 4. Spyrja nokkurra spurninga sem höfða til meiri skilnings, þ.e. nemendur geti lesið milli línanna og túlkað textann. Það er auðvitað fullerfitt fyrir 5.-6. bekk, en sakar ekki að hafa eina þannig spurningu í lokin, því getu- og þroskamunur er oft ótrúlega mikill. I lokin vil ég geta þess að mér finnst oft erfitt að fá nemendur til að lesa, líka þau sem geta það vel. Ég held að íslenskukennurum finnist þetta líka. Skýringin hlýtur að vera margþætt. í fyrsta lagi eru yfirleitt fáir sem hafa tíma til að sinna þeim heima í ró og næði. Og lestur krefst næðis. I öðru lagi eru nemendur mjög þjálfaðir í myndlestri. Þeir horfa tímunum saman á sjónvarp og myndbönd. En ég held að við ættum ekki að gefast upp. Jacqueline Frið- riksdóttir, námstjóri í ensku, hefur sagt að greinilegur munur sé á getu nemenda sem hafa verið vandir við að lesa. Það kemur heim og saman við það sem Wilga M. Rivers segir, að lestur auki orðaforða og skilning á málinu sem verið er að læra. Þetta er það helsta sem ég hefi reynt til að þjálfa nemendur í lestri og lesskilningi. Það má vafalaust finna fleiri aðferðir og alltaf kemur eitthvað nýtt fram. Það er bara að hafa augu og eyru opin. r ALLIANCE FRANQAISE 28. nóvember 1988. Sýnum leikritið „Rhinoceros“ eftir lonesco í Iðnó. 12. febrúar 1989 heldur einn besti saxófónkvartett Frakka jazz- og klassíska tónleika í íslensku óperunni. Alliance Frangaise Opið kl 15-19 alla virka daga Vesturgötu 2, 121 Reykjavík, sími: 23870

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.