Málfríður - 15.11.1988, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.11.1988, Blaðsíða 6
En bókmenntir sem fræðigrein í há- skóla og bókmenntir sem kennslu- grein í grunn- eða framhaldsskóla er hreint ekki sami hluturinn. En þetta stendur til bóta þar sem nú er í und- irbúningi 5 eininga námskeið í kennslufræði erlendra mála innan uppeldis- og kennslufræðinámsins í Háskóla íslands. Auk þess hefur framboð á endurmenntunarnám- skeiðum aukist. VAL Á BÓKMENNTUM Hvaða mælikvarða á að nota þegar valin eru bókmenntaverk til kennslu? Því er vandsvarað og hlýt- ur að ráðast af aðstæðum hverju sinni, aldri nemenda og færnistigi. Þó má slá því föstu að miklu skipti að efnið höfði að einhverju leyti til nemenda meðan þeir eru að ná fót- festu í málinu. Það auðveldar lestur- inn. Þó getur það naumast verið endanlegt markmið bókmennta- kennslunnar að staðnæmast ein- göngu við áhuga augnabliksins og eigin heim nemenda, heldur verður að leitast við að víkka smám saman sjóndeildarhring þeirra og koma þeim til aukins þroska eftir því sem málið verður þeim handgengnara. Þegar leslisti er settur saman ættu sem flestar greinar bókmennta að fá þar inni. Skáldsögur henta vel sem einstaklings-, hrað- og heimalestur, þar sem nemendur geta valið sjálfir að einhverju marki og ráðið hraða sínum. Það er mikilvægt að nemend- ur hraðlesi sem mest. Lauslegar at- huganir á lestrarvenjum enskunema í Kennaraháskóla íslands hafa leitt í ljós að þeir sem hafa lesið mikið af skáldverkum á ensku í frítímum sín- um standa alla jafna betur að vígi í almennri málnotkun en þeir sem lít- ið hafa lesið. Það ætti að vera mark- mið með hraðlestri að koma nem- endum á það stig að lesturinn verði þeim eðlileg dægradvöl. Þá er stór spurning hvort ekki eigi að halda í lágmarki skriflegum æfingum tengd- um lestrinum. Smásögur eru vel til þess fallnar að nota með heilum bekk í einu, þar sem sameiginleg reynsla, þekking og skoðanaskipti fá að njóta sín. Smá- sagan er eðli sínu samkvæmt stutt og ætti að falla vel innan ramma einnar kennslustundar. Ljóð virðast nokkuð almennt verða útundan þótt þau séu einkar vel til þess fallin að nota í kennslu, stutt og heildstæð. Af nógu er að taka en vanda verður valið. Góð hugmynd er að byggja bók- menntakennsluna á þemum. Þá má t.d. taka saman 1-2 smásögur, ljóð, blaðagrein, söngtexta og aðra texta sem fjalla um sama efni. Með því fást mismunandi sjónarhorn á efnið og sömuleiðis opnast leið til að at- huga mismunandi málnotkun eftir því hverrar gerðar textinn er. Tungumálakennarar hér á landi hafa mjög frjálsar hendur um val á bókum fyrir nemendur sína. Hér er ekki um að ræða fyrirskipaðar bæk- ur sem gera þarf grein fyrir á prófum eins og sums staðar tíðkast. BÓKMENNTAKENNSLAN í DAG Ekki eru til neinar skipulegar at- huganir á því hvernig hún fer fram, en eftir því sem næst verður komist er algengast að eftirfarandi aðferðir séu notaðar: - spurningar úr efni textans - umræður - bókmenntagreining - ritgerðir/endursagnir Um spurningar er það að segja að það er erfitt að búa til góðar spurn- ingar sem spanna allt frá beinum spurningum um staðreyndir, til ályktunarspurninga og loks spurn- inga sem snerta mat á texta. Umræður verður að undirbúa og skipuleggja mjög vel ef þær eiga ekki að leysast upp eða verða of kennara- stýrðar. Hér vísast til greinar eftir Hafdísi Ingvarsdóttur í Málfríði 2. tbl. 3. árg. okt. 1987, „Að tala tung- um“. Ekki verður séð hvernig bók- menntagreining skilar árangri nema e.t.v. á efri stigum framhaldsskól- ans. Til þess að geta tekið þátt í um- ræðum um bókmenntagreiningu þurfa nemendur að hafa á valdi sínu nokkuð sérhæfðan orðaforða. Einn- ig vill brenna við að nemendur hafi á tilfinningunni að til sé aðeins einn réttur skilningur sem kennarinn einn búi yfir. Ritgerðir (þótt þær standi ekki alltaf undir nafni) virðast fyrirferð- armikill fylgifiskur bókmennta. Hvert er markmiðið? Hafa nemend- ur almennt vald á að byggja upp rit- gerðir? Þarf ekki að treysta grunn- inn betur fyrst? Hvernig tengjast rit- gerðir markmiðum bókmennta- kennslunnar og hver eru þau? Hvernig koma ritgerðir inn í náms- matið? Eftir hvaða mælikvarða eru þær metnar? Að hve miklu leyti byggist námsmatið á því hvernig nemendur tjá sig skriflega? Er sam- ræmi milli krafna og getu nemenda? Er nemendum ljóst hvað er verið að meta? Draga ritgerðir ekki að ein- hverju leyti úr lestraránægjunni? Hér eru stórar spurningar á ferðinni og er þeim varpað fram til umhugs- unar. Ég held að við verðum í allri einlægni að reyna að svara þeim. AÐRAR LEIÐIR Verkefni sem tengjast bók- menntalestri hafa gjarnan verið fólg- in í að svara spurningum, ræða og skrifa um verk að afloknum lestri. Hér á eftir verða gefin dæmi um verkefni sem unnin eru út frá skáld- sögu/leikriti/smásögu/ljóði og gefa tækifæri til virkrar og skapandi málnotkunar. Til hagræðingar verð- ur fjallað um þessi verkefni út frá smásögum þótt sams konar verkefni geti einnig gilt um aðrar bókmennta- greinar. Sum þessara verkefna krefj- ast mun dýpri skilnings en mörg rit- gerðin ber með sér, sem oft er ekki annað en endursögn. Þegar bekkurinn er að fást við sömu söguna er rétt að gefa sér góð- an tíma til ’upphitunar’ áður en að lestrinum kemur til þess m.a. að: - vekja áhuga - virkja eigin reynslu og þekkingu nemenda - útskýra það sem kann að vera framandi - útskýra orð og orðasambönd ef nauðsyn krefur Það er ekki sjálfgefið að áhugi sé alltaf fyrir hendi og fyrsta blaðsíðan getur auðveldlega gert nemandann frábitinn frekari lestri sé ekkert að gert. Hugstormun út frá titli sögu, lykilorðum eða mynd getur komið af stað hugmyndatengslum og dregið fram þekkingu og reynslu nemenda og þar með vissar væntingar til sög- unnar. Þátttaka nemenda af þessu tagi er ekki nýtt sem skyldi og þeir verða alltof oft viðtakendur. Á und- an lestrinum má einnig láta nemend- ur lesa grein, ljóð eða hlusta á söng- 6

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.