Málfríður - 15.11.1988, Qupperneq 7

Málfríður - 15.11.1988, Qupperneq 7
texta sem tengjast efni sögunnar. Ennfremur má varpa fram spurning- um sem leiða hugann að kjarna sög- unnar eða einhverju hliðstæðu efni án þess þó að hulunni sé svipt af inntaki hennar. Allt er þetta gert til að vekja áhuga hjá nemendum og auðvelda lesturinn. Oft þarf að útskýra fyrir fram það sem kann að vera framandi vegna mismunandi menningarhefða og siða. Einnig getur verið æskilegt að útskýra fyrir fram orð sem nauðsyn- legt er að skilja en ekki verða skilin út frá samhengi. Hér verða gefin dæmi um tvær að- ferðir sem falla vel að smásögum og reyndar annars konar textum líka: A. Nemendur skiptast í 4-5 manna hópa. Þeir fá allir sömu spurningarnar sem byggðar eru á til- tekinni sögu. Spurningarnar verða að vera þannig að svörin myndi söguþráð. Hver hópur semur sína sögu á grundvelli spurninganna. Síð- an les hver hópur sína sögu fyrir hina. Að þessu loknu fá nemendur til aflestar upprunalegu söguna. B. Smásögu er skipt niður í hæfi- lega búta og eftir að hver bútur hefur verið lesinn er spáð fyrir um fram- haldið. Þannig er haldið áfram þar til sagan er búin. Þarna reynir á hæfi- leikann til að koma fram með vel grundaðar ágiskanir (intelligent guessing). Sá hæfileiki þyrfti að fá að njóta sín betur í námi almennt. Afbrigði af þessari aðferð má beita á ljóð og söngtexta. Ljóðið er klippt niður í ljóðlínur og síðan eiga nemendur (í hópum eða einir og sér) að raða ljóðlínunum saman. í æfingu af þessu tagi reynir á að skynja rök- rétt samhengi og niðurröðun orða í setningar (collocation). Nú verða gefin dæmi um verkefni sem nota má að afloknum lestri. Munnleg verkefni: - nemendur setja sig í spor sögu- persóna og ræða saman um til- tekna atburði sögunnar (í hóp- um eða pörum) - viðtal við sögupersónu - réttarhöld yfir sögupersónu - sögupersónur sitja fyrir svörum - pallborðsumræður - sagan sett á svið - nemendur búa sjálfir til spurn- ingar til að leggja fyrir bekkinn - nemendur fá lista með staðhæf- ingum um söguna (sem mega gjarnan vera ögrandi), taka af- stöðu með eða móti og ræða síð- an saman tveir og tveir og rök- styðja skoðun sína. Síðan er gerð samantekt með öllum bekknum. Skrifleg verkefni: - Nemendur skrifa framhald af sögu - skrifa nýjan endi á sögu - breyta atburðarás - setja sig í spor sögupersónu og skrifa dagbók, bréf eða hugleið- ingu - skrifa reynslusögu á grundvelli sögunnar - skrifa blaðagrein sem tengist sögunni - skrifa ljóð út frá sögunni. Val á verkefnum fer að sjálfsögðu eftir eðli þess skáldverks sem verið er að lesa í það og það skiptið. Hér hefur verið sagt frá nokkrum leiðum sem eru þess virði að prófa. í bókmenntakennslu eins og öðru er það fjölbreytnin sem gildir. LOKAORÐ Það var erfitt að halda þessari grein innan þess lengdarramma sem Málfríður setti mér og margt er enn ósagt. En tilgangurinn er að hrista upp í fólki og koma af stað umræð- um um efni sem ég held að sé tungu- málakennurum mjög hugleikið. Það er von mín að einhver taki upp þráð- inn þar sem ég sleppi honum. Bækur og tímarit: POEM INTO POEM eftir Alan Maley og Sandra Moulding, Cambr- idge University Press. LITERATURE IN THE LANGUAGE CLASSROOM - A resource book of ideas and activities eftir Joanne Collie og Stephen Slat- er, Cambridge University Press. ELT Journal Modern English Teacher Practical English Teaching English Teaching FORUM. íslensk orðabók • Orðalykill Raftækniorðasafn GÓÐ BÓK ER GERSEMI

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.