Málfríður - 15.11.1988, Síða 11

Málfríður - 15.11.1988, Síða 11
Svandís Ólafsdóttir: Lestrarþjálfun í dönsku í 5. og 6. bekk Svandís Ólafsdóttir er með BA próf í dönsku og uppeldisfræði frá Háskóla íslands. Hún er æf- ingakennari við Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands. Hún kennir einnig kennslufræði tungumála (dönsku) við Kenn- araháskóla Islands. Þegar ég var beðin um að skrifa eitthvað um hvernig hægt væri að þjálfa lesskilning barna í 5. og 6. bekk í dönsku, datt mér í hug það sem strákur í 6. bekk sagði einu sinni við mig: „Eg les nú ekki einu sinni bækur á íslensku, svo ég skil ekki hvers vegna ég ætti að gera það á dönsku." Ég verð að viðurkenna að hann sló mig dálítið út af laginu. Því hvernig í ósköpunum átti ég að fara að því að fá hann til að lesa? Ég hafði lesið í bók sem heitir „Teaching Foreign-Language Skills" eftir Wilgu M. Rivers, að „það fer ekki á milli mála að nem- endur hafa gott af að lesa bækur (þó að aðaláherslan sé lögð á hlustun og tal í byrjun) og í rauninni er lestur mikilvægasti þáttur allrar tungu- málakennslu, ekki bara til að afla sér upplýsinga heldur einnig til að styrkja og auka þekkingu okkar á tungumálinu. Aðalmunurinn á við- horfi til lestrar nú á síðustu árum hefur verið áhersla sem lögð hefur verið á að leiðbeina nemendum í að þróa lestrarhæfileika - getu þeirra fremur en að búast við að það komi af sjálfu sér. Lestur til að skilja sem er allt annað en lestur til að bera fram (þó að það sé auðvitað nauð- synlegt líka)“. Ég er sammála Wilgu M. Rivers að leggja beri áherslu á að leiðbeina nemendum í að þróa lestrargetu fremur en að láta þau finna út úr því sjálf. Einkum þeim sem eru álíka á vegi stödd og strákurinn sem ég minntist á. Hvað lesum við? Við lesum t.d. alls konar rauntexta s.s. leiðbeining- ar og upplýsingar og við lesum líka bókmenntir. Hvernig getum við hjálpað nem- endum til að lesa erlent tungumál? 1. Nemendur eru ákaflega mis- fljótir að læra að lesa sitt eigið tungumál hvað þá erlend tungumál. Við erum alltaf með börn af öllu tagi, þannig að við reynum að leiða þau áfram með ýmsum aðferðum. 2. Börn og unglingar verða fyrir svo margs konar áreiti í nú- tímaþjóðfélagi að það getur verið mjög erfitt að fá þau til að einbeita sér. Þess vegna er nauðsynlegt að virkja þau. Ég ætla nú að telja upp ýmsar að- ferðir sem við Stella Guðmunds- dóttir, skólastjóri Hjallaskóla, höf- um notað á undanförnum árum til að þjálfa lesskilning. Ég tek ekki allt með, heldur það sem mér hefur reynst best. í 5. bekk byrja ég oft á að koma með „Min danske ordbog“ og bið nemendur um að finna t.d. 20 orð í orðabókinni sem þau skilja af því að þau eru svo lík íslensku. Svo bið ég þau um að finna 5-10 orð sem eru allt öðruvísi en á íslensku en sem mynd- in við orðið skýrir oft. Þetta finnst þeim yfirleitt mjög skemmtilegt og tilgangurinn hjá mér er að sýna þeim að það er fullt af orðum sem eru mjög lík (eru gagnsæ) svo að þau sjá þegar þau fara að lesa texta að það er fullt af orðum sem þau skilja. í rauðu bókunum „Skal vi snakke sammen I“, „tekstbog og arbejds- bog“ eru stuttar og einfaldar spurn- ingar þar sem á að merkja rétt eða rangt og svo þar á eftir örstutt svar úr texta eða úr spurningum sem búið er að merkja rétt við. Síðan höfum við tekið stuttu textana úr Emil og Ida og stækkað þá og klippt niður í orð og límt á þykkt spjald hvert orð fyrir sig. Nemendur eiga 2-4 í hóp að raða saman orðunum þannig að úr þeim verði réttur texti. Við nýtum einnig myndirnar og textana í „arbejdsbogen" þegar búið er að þjálfa það munnlega og búið er að hlusta. Við klippum myndirnar og textana og límum hvort fyrir sig á þykk spjöld eins og áður og látum nemendur vinna 2-4 saman. Þeir sem hafa textann lesa hann og fá myndina sem passar (þarna er tvö- föld lestrarþjálfun: framburðarlest- ur og lestur til að skilja). Svipaðar aðferðir gilda í 6. bekk. T.d. setningarnar á bls. 8 og 9 í „Skal vi snakke sammen I“. Búin eru til spil úr nútíð og þátíð og klippt niður þannig að 2-4 spila saman og verða að biðja um setningu í nútíð eða þá- tíð. Hér eru tvær flugur slegnar í einu höggi, setningar lesnar og þátíð sagna þjálfuð. Nú klippum við ekki setningar niður í orð, heldur texta niður í setningar t.d. á bls. 9 og eiga þau að raða setningunum þannig að úr því verði skiljanlegur texti. Ymiss konar aukaverkefni notum við með, bæði í 5. og 6. bekk, til að þjálfa lesturinn og þá er fyrst að telja „Læs og forstá“, sem flestir dönsku- kennarar þekkja. Þessar bækur með verkefnum hafa reynst mjög vel og nemendur geta farið á eigin hraða og finnst það yfirleitt mjög skemmti- legt. Fyrir 5. og 6. bekk ætti að vera nóg að eiga 1-1,1-2,1-3 og 2-1,2-2 og 2-3. Það hefur verið hægt að panta bækurnar hjá Námsgagnastofnun eða Skólavörubúðinni. Svo er til nokkuð sem heitir „Vi laver böger“ sem eru þyngdarstigs- greindar frá 1-16. Það eru nokkrar 11

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.