Málfríður - 15.11.1988, Page 13

Málfríður - 15.11.1988, Page 13
Gerður Guðmundsdóttir: Um tungumálakennslu Erindi flutt á ráðstefnu STÍL í fyrra Gerður Guðmundsdóttir lauk kennaraprófi 1970, BA prófí með ensku sem aðalgrein frá Há- skóla íslands 1976 og MA prófi í hagnýtum málvísindum frá há- skólanum í Reading á Engiandi árið 1978. Hún hefur kennt á bæði grunn- og framhaldsskóla- stigi, síðast við Menntaskólann við Hamrahlíð. Fundarstjóri, góðir áheyrendur. í þessum pistli ætla ég að tala nokkuð vítt og breitt um tungumála- kennslu. Ég ætla að fjalla um hvern færnisþátt fyrir sig, það er að segja að lesa, skrifa, hlusta og tala. Ég tel að við höfum sinnt þessum þáttum afar misvel og oft á þann hátt að litlum árangri skili. Markmið tungumálanáms er fyrst og fremst að gera nemendur að góð- um málnotendum. Samanburðurinn hlýtur í endanlegri mynd alltaf að vera við þá sem eiga erlenda málið að móðurmáli. Með öðrum orðum, við hljótum að stefna að því að nemandinn geti lesið texta á erlenda málinu, skrifað á viðeigandi hátt, skilið eðlilegt tal á erlenda málinu og talað erlenda málið. Að sjálfsögðu gerist þetta ekki í einu vetfangi, heldur smátt og smátt og það hlýtur að vera okkar hlutverk að byggja alltaf ofan á þannig að nemandinn nái sem lengst í þessu tilliti. En við eigum að stefna að þessu í skólunum, ekki eins og heyr- ist svo oft að við séum að undirbúa nemendur undir að geta hugsanlega gert þetta allt saman einhvern tím- ann seinna þegar og ef þeir komast til útlanda. Fyrsta atriðið sem mig langar að ræða um er þjálfun lesskilnings. Eg held að við höfum oft tilhneigingu til að líta á lestur sem eitthvert eitt atriði, ákveðna færni sem við öðl- umst í eitt skipti fyrir öll. En lítum aðeins nánar á. Við beitum mismun- andi aðferðum þegar við lesum símaskrá, reyfara og leiðbeiningar. Við leitum í símaskránni, þ.e.a.s. við lesum bara það sem við höldum að komi að gagni en sleppum hinu. Reyfarann lesum við hratt og hugs- um fyrst og fremst um að ná sögu- þræðinum, en veltum minna fyrir okkur nákvæmri merkingu orða, málfræðiendingum og þess háttar. Leiðbeiningar þarf alla jafna að lesa mjög vandlega, þannig að þar er mikilvægt að skilja hvert einasta orð og merkingu allra setninga. Ég held að það sé mikilvægt að lesefni í er- lendum málum sé að þessu leyti eins og lesefni sem nemendur kynnast á móðurmáli sínu, þ.e. að þeir kynnist alls kyns textum sem krefjast mis- munandi lestrarlags. Ef við hugum að æfingum sem notaðar eru í sambandi við lestexta, þá kemur annað mikilvægt atriði til sögunnar, en það er hvernig við spyrjum nemendur út úr textum. Hér á ég við alls kyns verkefni eða æfingar sem byggjast á lestextum, hvort sem þau eru í formi æfinga eða prófa. Það er mikilvægt að greina á milli þess sem kallað er á ensku „accuracy“ og „fluency“. Með „accuracy" er átt við nákvæmni, en með „fluency“ er átt við það sem er reiprennandi og liðugt. „Accuracy“ æfingar eru mjög afmarkaðar og stýrðar (annaðhvort er það kennari eða leiðbeiningar sem það gerir) en „fluency“ æfingar eru fijálsar, „spon- tant“ og því minna hirt um þótt ein- hverjar villur slæðist með hjá nem- andanum. Tökum dæmi sem ætti að geta skýrt þennan mun. Segjum sem svo að nemandi hafi verið látinn lesa skáldsögu sem ekkert er farið yfir í tímum, en hann á að taka einhvers konar próf úr þessari sögu og þar með er hún afgreidd. Lestur af þessu tagi flokkast undir „fluency" æfingu. Það er engan veginn sanngjarnt að spyrja spurninga á prófinu sem flokkast undir „accuracy“ verkefni. Próf úr bók sem lesin er á þennan hátt hlýtur að byggjast á staðreynda- spurningum fyrst og fremst um aðal- atriði bókarinnar. Það er engan veg- inn eðlilegt að fara að spyrja spurn- inga sem krefjast þess að rýnt sé í textann, eða krefjast þess að nem- endur leggi á minnið smáatriði. Ef við hins vegar erum að rýna í texta og viljum fá fram ákveðin atriði hjá nemendum þá er sjálfsagt að spyrja erfiðra spurninga sem krefjast túlkunar og skoðanamunar og að spyrja út úr smáatriðum. Eitt atriði enn varðandi þessa skiptingu: Það er aðgengilegt að fara yfir stað- reyndapróf en ef við spyrjum skrif- legra spurninga sem krefjast túlkun- ar og við ætlum að fara yfir hjá nem- endum þá er það alveg óheyrileg og erfið vinna. Þess vegna skiptir þetta máli bæði vegna verkefnanna eins og þau horfa við hjá nemendum og svo yfirferðar kennarans. Varðandi þjálfun í lesskilningi al- mennt þá er mikilvægt að lesefni sé valið þannig að við byggjum upp færni nemandans með það í huga að hann geti lesið æ erfiðari og erfiðari texta og að hann geri sér grein fyrir stærri og stærri heildum í texta. Hvað bókmenntir snertir þá hefur lengi þótt eðlilegt að fara frá því létt- ara til hins þyngra og þetta á auðvit- að einnig við um aðra texta. Byrj- andinn fær að jafnaði auðvelda texta með tiltölulega stuttum og einföld- um setningum og aðgengilegri merkingu. Þegar lengra er komið er mikilvægt að nemandi fari að gera sér grein fyrir hlutum eins og efnis- greinum (paragröffum) og svo rit- 13

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.