Málfríður - 15.11.1988, Síða 14

Málfríður - 15.11.1988, Síða 14
gerðum eða greinum í heild sinni og að hann læri að lesa þá merkingu sem er fólgin í uppbyggingu þegar henni er beitt eftir vissum reglum og af nákvæmni. Til dæmis er brýnt að nemandi geri sér grein fyrir því hvaða hlutverki inngangur og nið- urstaða þjónar og hvert er meginefni hvers „paragraffs" og hvers vegna efni er sett fram í þessari röð en ekki einhverri annarri. Þessu tengist að gera sér grein fyrir merkingu og notkun alls kyns tengiorða í texta. Ritreglur af þessu tagi eru breytileg- ar eftir tungumálum og e.t.v. mikil- vægi þeirra líka en í ensku er þetta afar mikilvægt vegna þess að þegar komið er út í lestur á vísindagreinum eða sérfræðigreinum þá er það svo að segja ófrávíkjanlegt lögmál að slík uppbygging er viðhöfð í ein- hverjum mæli. Ef nemandi gerir sér grein fyrir slíkri uppbyggingu þá auðveldar það honum skilning á erf- iðum textum. (Þetta hef ég séð kall- að „Academic Reading".) Svo ég víki aðeins aftur að skáld- sögum þá tel ég að við eigum að nota þær sem mest, bæði vegna þess að þær veita nemendum afar góða þjálfun í erlenda málinu og svo vegna hins að þær veita nemendum innsýn í hluti sem eru framandi og geta því verið góð leið til þess að kynna nemendum óbeint málefni af menningarlegu og sögulegu tagi sem eru ekki beint á námsskrá hjá okkur, auk þess sem þær eru góð leið til að þroska nemendur og koma þeim e.t.v. til að hugsa aðeins öðruvísi en þeir gerðu áður. Það er ástæða til að huga sérstak- lega vel að lestrarþjálfun. Allt of oft heyrum við dæmi um það að fólki t.d. á háskólastigi eða í sérhæfðu námi gengur mjög illa að komast fram úr efni sem það á að lesa á erlendum málum. Ég held að við getum breytt hér töluvert miklu um með því að láta nemendur á öllum stigum fá lesefni við hæfi og gæta þess að lesefnið þyngist hæfilega eftir því sem lengra er haldið. Umfram allt tel ég að við eigum að láta nemendur lesa mjög mikið. Ég gæti hugsað mér að t.d. á fram- haldsskólastigi væri boðið upp á lestraráfanga í erlendum málum, þar sem nemendur læsu mikið en fengju enga eða svo gott sem enga kennslu. En einhvern veginn þarf að meta slíka áfanga og eins og er virð- ist skipulag skólanna ekki bjóða upp á slíkt. I áfangaskólum er nám skipulagt í einingum og þá út frá kennslustundafjölda, eða að það er hluti af heils vetrar námi þar sem bekkjarkerfi er og svo er hitt að launasamningar kennara gera fyrst og fremst ráð fyrir því að kennsla fari fram í kennslustundum. Næsti þáttur sem ég ætla að fjalla um er ritmálsþátturinn. Ritmáls- þátturinn í erlendum málum er oft allumdeildur. Sumir eru þeirrar skoðunar að ritmál beri að þjálfa og að það sé nauðsynlegur hluti af málakunnáttu hvers og eins. Aðrir vilja meina að það sé ósanngjarnt að krefjast þess að allir geti skrifað á erlendu máli. Ég ætla að láta það liggja milli hluta hvernig við eigum að meta þennan þátt og hversu mik- inn sess hann á að skipa í námsmati. Það er auðvitað alveg ljóst að margir geta tjáð sig munnlega, hafa allgóð- an lesskilning og færni í að hlusta en gengur mjög brösuglega að tjá sig skriflega. Hvaða skoðanir sem við höfum á því hvernig á að meta þennan þátt, þá held ég samt að skriflegur þáttur eigi að vera með í einhverri mynd alveg frá byrjun. Ég tel að námsefn- ið festist betur ef nemendur skrifa, auk þess sem þetta er mjög eðlilegt tjáningarform í nútímasamfélagi. Til dæmis byrja börn að reyna að skrifa um leið og þau fara að gera sér grein fyrir lestrartáknum. En við skulum aðeins staldra við. Hvernig höfum við þjálfað ritmál? Það er löng hefð fyrir því hér að láta nemendur skrifa stíla og svo þegar lengra er komið að láta þá skrifa ritgerðir um bókmenntir. Hvað eru stflar? Oftast eru þeir safn af setn- ingum uppfullum af misflóknum málfræðiatriðum. Það er oft lítið samhengi í textanum í stflnum. Hann er því safn af málfræðisetning- um af ýmsu tagi. Ég held að stflar þjálfi nemendur fyrst og fremst í ein- hvers konar samanburði á móður- málinu og erlenda málinu og eitt- hvað læra nemendur sjálfsagt af nýj- um orðum. Flestir stílar eru því það sem kalla mætti blandaðar mál- fræðiæfingar. Það er kannski allt í lagi að leggja blandaðar málfræðiæf- ingar fyrir nemendur, en í öllum bænum hættum að telja okkur trú um að við séum að þjálfa nemendur í ritfærni. Þegar nemendur eru lengra komnir er ætlast til þess að þeir skrifi ritgerðir um ýmis bókmenntaverk. Mörgum er þetta ofviða; bæði eru verkin oft flókin og svo er nemend- um oft ekkert sagt til um hvernig á að byggja upp ritað mál. í þessu felst því ekki markviss eða góð þjálfun. En ef grannt er skoðað þá hefur hvert tungumál sínar eigin reglur. Þær geta sjálfsagt verið misstífar, en hvað varðar ensku, þá eru allskýrar línur um það hvernig á að byggja upp ritað mál. Að mínu mati er það vissulega hluti af tungumálanámi að kenna nemendum slíkt. En það er spurning hvort allir eigi að læra þetta og einnig hvenær við eigum að kenna þetta. Mér finnst t.d. pers- ónulega að ef nemendur eru í tiltölu- lega stuttu bóklegu námi, eins og t.d. iðnnemar, að þá eigi að leggja mun meiri áherslu á lestrarþjálfun heldur en ritþjálfun vegna þess að ritþjálfun krefst mikils tíma. Og ef við lítum á menntaskólanám sem undirbúning undir háskólanám þá er ljóst að ekki hafa allir þörf fyrir að skrifa á ensku. En ef stílar og bókmenntaritgerð- ir eru ekki heppileg leið til að þjálfa ritfærni hvernig eigum við þá að haga okkur? Ekki ætla ég að gefa hér allsherjaruppskrift, en mér sýn- ist að það sé eðlilegt að við leyfum nemendum að tjá sig skriflega alveg frá byrjun með þeim hætti sem þroski nemandans og kunnátta leyf- ir. I upphafi tungumálanáms er þetta varla meira en stök orð og ein- faldar setningar, en eftir því sem lengra kemur í námi þá er hægt að gera kröfur um lengri og flóknari ritsmíðar. Það er ákaflega margt sem þarf að huga að þegar ritmál er kennt. Við þurfum að kenna nem- endum að byggja upp setningar, tengja þær á viðeigandi hátt. Við þurfum að kenna þeim að byggja upp efnisgreinar og svo ritgerðir í heild sinni. Eins held ég að það sé mikilvægt að við kynnum nemend- um okkar mismunandi form á rituðu máli, t.d. muninnáþvíhvernig mað- ur skrifar vini sínum bréf og því ef maður ætlar að skrifa bókmennta- ritgerð. Það er engin ein aðferð við 14

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.