Málfríður - 15.11.1988, Page 16

Málfríður - 15.11.1988, Page 16
að segja að við eigum að fara að kenna þetta, en það er í lagi að vita af því. En hvað þá með mál sem lítið heyrast hér á landi, eins og t.d. dönsku, þýsku og svo ég tali ekki um frönsku? Ég held að hlustun hljóti að vera ákaflega mikilvægur þáttur í þessum málum. Ég hef heyrt því haldið fram að við eigum að láta nemendur hlusta mjög mikið og þá ekki í ákveðnum tilgangi, heldur að hafa tal eða sungna texta meðan við erum að gera eitthvað annað. Með þessu móti síist heilmikið inn af mál- inu sem verið er að læra. Petta er skynsamleg hugmynd ef við höfum aðstæður til að gera þetta. Síðasti þátturinn sem ég ætla að minnast á er talmálsþátturinn. Við höfum ekki sinnt honum mjög vel og eru ástæður ýmsar. Sumir segja að það sé ekki hægt að gera þetta vegna þess að við erum með svo stóra bekki eða að nemendur vilji ekki tala á erlenda málinu. Ég kannast við að hafa gengið í gegnum þessi viðhorf en ég tel nú að við getum sinnt þessum þætti allbærilega, en það kostar að sjálfsögðu heilmikla vinnu og útsjónarsemi. Það er ljóst að nemendur eru oft tregir til að tala erlenda málið yfir allan bekkinn, en þetta er spurning um þjálfun og að námsefnið sé hæfilega þungt. Það er afar erfitt að tjá sig á erlendu máli um eitthvað sem maður skilur varla. Svo er auðvitað alveg ljóst með stóru bekkina okkar að við náum ekki að tala við einn og einn nemanda í einu. Það er hins vegar hægt að láta nem- endur tala saman, annaðhvort í pör- um eða litlum hópum eftir eðli verk- efnisins hverju sinni. Stundum er því haldið fram að nemendum sé illa við slíka hlutverkaleiki, en æfingar af þessu tagi byggjast mjög oft á því að nemendur þurfa að leika sér dálítið. Ég hef orðið vör við slík viðbrögð hjá nemendum mínum en ég held, svona eftir á að hyggja, að það hafi verið vegna þess að verkefnin sem ég lagði fyrir þá voru ekki í nægjan- legum tengslum við annað sem við vorum að gera. Ég tel því afar mikil- vægt að talþjálfunaraverkefni séu tengd öðru námsefni og/eða að nem- endum sé sýnt fram á að æfingin sé mikilvæg einhverra hluta vegna. Það gengur alla jafna ekki að taka verkefni beint upp úr einhverri bók og leggja fyrir bekkinn, heldur þurf- um við að aðlaga það námsefninu sem við erum með. Með því að þjálfa talmál þá erum við að gera nemendum námsefnið tamt, við er- um að festa það betur, þannig að það er brýnt að við sinnum þessum þætti betur en við höfum gert. Sú mótbára heyrist mjög oft við talmálsþjálfun eins og ég lýsti áðan að við heyrum ekki hvað nemendur eru að segja og að við getum ekki leiðrétt þá. Þetta er hlutur sem við verðum að sætta okkur við, við get- um hlerað eftir því hvort einhver ákveðin villa er mjög útbreidd og þá farið í það atriði við tækifæri. Við þurfum að venja okkur af því að þykjast vita allt og hafa stjórn á öllu. Við gerum það hvort eð er ekki. Við alla þessa færnisþætti er mik- ilvægt að við greinum á milli hvenær við erum að þjálfa nemendur í „accuracy“ og hvenær í „fluency". Þessi greining á við um alla færnis- þætti nema e.t.v. talmálið. Þar er svo gott sem alltaf um „fluency“ þjálfun að ræða. Ég tel mikilvægt að nám í tungu- málum sé sem heildstæðast, þannig að nemendur fái þjálfun í að tala, hlusta, lesa og skrifa. Hitt er annað mál að hlutföll þurfa ekki alltaf að vera jöfn. Mér fyndist eðlilegt að rit- málsþjálfun sé ekki mjög mikil í byrjendanámi, en meiri áhersla lögð á hina þættina. Þegar ofar dregur getur þetta breyst. En það sem ég held að við þurfum að leggja sér- staka áherslu á er lesfærnin. Við vit- um það að nemendur sem fara í há- skólanám eða annað sérnám þurfa flestir hverjir að lesa bækur eða greinar á erlendum málum, mjög oft ensku. Við vitum það líka að mjög margir geta alls ekki lesið texta á þessu þyngdarstigi. Niðurstaðan er því sú að eitthvað hlýtur að vera bogið við kennsluna hjá okkur. Ég hef ekki minnst sérstaklega á málfræðiþátt í erlendum tungumál- um. Ég tel að málfræði eigi að vera samofin öðru námsefni eftir þörfum hverju sinni, en hins vegar gerir kunnátta á málfræðireglum nem- endur ekki að góðum málnotend- um. Ég hef heldur ekki minnst sérstak- lega á þýðingar. Ég er ekki hlynnt því að nota þýðingar sem aðferð í tungumálakennslu. Hins vegar er að sjálfsögðu allt í lagi að nota þær með og við ákveðin verkefni. Ég held að raunverulegar þýðingar séu svo margslungnar að þær séu ónothæfar sem bein kennsluaðferð. Nemendur eru óvirkir og kennslu- stundir fara að mestu í að endurtaka heimanám. Mikil orka fer í það að glíma við móðurmálið. Aðaláhersl- an verður oftast á smáar einingar, orð, setningar en heildaryfirsýn fæst síður. Nemendur venjast því aldrei að lesa fram hjá orðum sem er nauð- synlegt til þess að verða vel læs á erlendu máli. Það heyrist stundum að við verðum að tryggja það að nemendur skilji allt og að þýðingar geri það. Margt sem ég hef séð og á að heita þýðing yfir á íslensku er alls ekki skiljanlegt og er í rauninni ekki neitt mál, það er málleysa. Þannig að ekki er það trygging fyrir því að nemendur skilji allt. Svo er annað, að oft er því haldið fram að þýðingar stuðli að nákvæmum vinnubrögð- um. Ekki er ég sammála þessu. Sumir nemendur eru alltaf nákvæm- ir en aðrir eru alltaf ónákvæmir. Og ég held að þýðingar sem slíkar breyti mönnum ákaflega lítið. Þýðingar eru alltaf nákvæmnisvinna. Og í ljósi þess sem ég sagði áðan um „accur- acy“ og „fluency" þá er alltaf verið að vinna „accuracy" verkefni þegar við notum þýðingaraðferð, sem er óheppilegt að mínu mati. Ég sagði í upphafi máls míns að viðmiðunin, það sem við ættum að stefna að í tungumálakennslu, væri að gera nemendur að góðum mál- notendum. Við dæmum þá íslensku sem útlendingar tala eftir því hversu vel eða illa þeir hafa náð tökum á málinu miðað við venjulega íslend- inga. Við metum þá ekki út frá því hversu góðir þeir eru í að þýða, eða skrifa stfla. Mig langar að sýna ykk- ur hér blað sem ég fékk á Norwich námskeiðinu s.l. sumar. Þar er sett upp hvað nemendur þurfa að geta gert á ákveðnu stigi. Viðmiðunin er hvernig menn skrifa á ensku eins og best verður á kosið. Að öllu þessu sögðu þá er eitt eft- ir. Þótt við viljum gjarnan sinna öll- um þessum þáttum, þá lendum við samt oft í vandræðum vegna þess að í námsbókunum er eitthvað annað. Þær eru mjög leiðandi og ráða jafn- vel ferðinni alfarið. Ein leið er auð- vitað sú að hafa eina grunnbók og bæta svo við, velja æfingar til að fylla 16

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.