Málfríður - 15.11.1988, Page 20

Málfríður - 15.11.1988, Page 20
RÁÐSTEFNA í UMEÁ Eins og lesendum blaðsins mun kunnugt var haldin ráðstefna tungu- málakennara á Norðurlöndum í júní s.l. undir yfirskriftinni „Sprák, kult- ur og naringsliv“. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í Umeá í Norður- Svíþjóð. Þangað er löng leið norðan af íslandi en engu að síður voru þarna mættar nokkrar hressar konur „Den islandske delegation". Ráð- stefnuna sóttu alls um 280 manns sem er fremur fátt miðað við undan- farnar ráðstefnur og er vafalaust miklum ferðakostnaði um að kenna. Þessi staður er að öðru leyti vel til ráðstefnuhalds fallinn. Mjög vel er búið að háskólanum hvað snertir húsrými og tækjakost (byggðastefna í verki!) og nóg gistirými er í bænum yfir sumarið enda er Umeá mikill skólabær. Við setningarathöfnina fluttu for- menn tungumálasamtakanna ávörp þar sem þeir skýrðu frá uppbyggingu og starfsemi samtakanna. En það er nokkuð breytilegt milli landa. Lengst eru Finnar komnir í þróun- inni en samtök tungumálakennara í Finnlandi, SUKOL, hafa innan sinna vébanda um 6000 félaga og reka skrifstofu með fimm fastráðn- um starfsmönnum sem veita tungu- málakennurum margvíslega þjón- ustu. Slíkar upplýsingar hljóta að hvetja okkur til dáða við að efla STÍL. Dagskráin var mjög fjölbreytt og aldrei minna en þrjú dagskráratriði í boði í einu. Reyndum við að skipta með okkur verkum þannig að við kynntumst sem flestu. Hugtakið „culturel competance“ bar þarna oft á góma og virðist sem margir (þó sér í lagi frönskukennarar) séu mjög áhugasamir um að finna leiðir til að kenna nemendum að bregðast rétt við þegar þeir eru komnir í ólíkt menningarsamfélag (t.d. Norður- landabúar í samskiptum við Frakka). Flestir virtust á einu máli um að sjálfsagt væri að kynna menn- ingu viðkomandi lands (t.d. bók- menntir) en hvernig þjálfa mætti hjá nemendum þá hæfni/færni „comp- etance" að geta hegðað sér og tjáð sig á viðeigandi hátt á framandi menningarsvæði væri ekki svo ein- falt „mál“ og þyrfti að huga betur að leiðum til þess. Hugmyndin um „culturel compe- tance“ tengist líka öðru aðalefni ráð- stefnunnar, atvinnulífinu. Svíar fluttu nokkur erindi til að kynna Formennirnir syngja sænska þjóðsönginn til heiðurs gestgjafanum. 20

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.