Málfríður - 15.11.1988, Síða 24

Málfríður - 15.11.1988, Síða 24
sínar og aðferðir í tungumálakennsl- unni og brugðu upp sýnishornum af vinnu nemenda sinna. Þessir kenn- arar voru: Brynhildur Ragnarsdótt- ir, Gagnfræðaskólanum Mosfells- bæ, Páll Ólafsson, Æfinga- og til- raunaskóla Kennaraháskólans, Ragnhildur Einarsdóttir og Sigur- lína Magnúsdóttir, báðar frá Grunn- skólanum á Hellu á Rangárvöllum og Stella Guðmundsdóttir, skóla- stjóri Hjallaskóla í Kópavogi. Óhætt er að segja að erlendu fyrir- lesararnir reyndust hvor öðrum áhugaverðari. Sá fyrri, Gerd Manne frá norrænudeild háskólans í Bergen í Noregi, hélt tvo fyrirlestra á norsku; um aðferðir í tungumála- kennslu og um gerð kennsluefnis. Gerd Manne er sænsk en býr og starfar í Noregi sem kennari og námsefnishöfundur. Eftir hana liggja margar kennslubækur og frumsamdar eða staðfærðar lesbæk- ur á norsku og sænsku fyrir útlend- inga, þar á meðal mikið af léttu efni fyrir fullorðna með litla eða enga skólagöngu að baki. Gerd Manne hefur einnig átt þátt í að staðla próf til að meta stöðu útlendinga í norsku. I fyrri fyrirlestri sínum lýsti Gerd Manne grunnhugmyndinni í aðferðum þeim sem hún sjálf beitir í kennslunni og byggir bækur sínar á, og nefnir „Kommunikativ meto- dikk“ (sem ef til vill mætti kalla sam- skiptaaðferð). Gagnstætt hefðbundnum aðferð- um, sem Gerd Manne segir leggja aðaláherslu á formið, þ.e. að mynda málfræðilega réttar setningar með réttum framburði og orðavali, legg- ur hún mest upp úr innihaldinu og markmiðinu með málinu, þ.e. til hvers nota á málið, hvað á að tjá. Gerd Manne ræddi einnig um ólíkt viðhorf nemanda, sem lærir er- lent mál í eigin umhverfi og viðhorf innflytjanda, sem að meira eða minna leyti á velgengni sína í nýju umhverfi undir því komna hversu vel honum gengur að læra mál inn- fæddra. Hún telur að innihald náms- efnisins eigi að ráðast af þörfum nemandans og því hljóti það að vera ólíkt fyrir þessa tvo hópa og hlutverk kennarans verði einnig nokkuð ólíkt. Innflytjendakennarinn geti venjulega unnið út frá raunveruleg- um aðstæðum nemandans, sem hef- ur þörf fyrir og þar með áhuga á að 24 læra málið til að leysa úr ýmsum hversdagslegum vandamálum sín- um. Venjulegur tungumálakennari verði hins vegar stöðugt að reyna að skapa aðstæður og „vandamál“ í kennslunni til að vekja áhuga nem- endanna, virkja þá og fá þá til að beita málinu sem þeir eru að læra til þess að leysa úr vandanum. Fyrirlesarinn sýndi fjölmörg dæmi um hvernig hægt er að beita sam- skiptaaðferðinni í kennslu og lagði alls staðar áherslu á nauðsyn þess að kenna fremur orðalag eins og það er notað í daglegum samskiptum inn- fæddra, enda þótt það verði að telj- ast flókið, en einfalt og þá jafnframt óeðlilegt orðalag sérstaklega hugsað til að kenna útlendingum. Gerd Manne kom einnig inn á nauðsyn þess að kenna viðeigandi háttalag í ákveðnum aðstæðum (t.d. þegar fólk heilsast/kveður) og aðrar tjáningarleiðir eins og líkamstján- ingu, látbragð, augnsamband, fjar- lægð frá viðmælanda, svipbrigði, ýmis hljóð (uss, svei, namm o.s.frv.), sem geta verið mjög ólíkar frá einu landi til annars og gefið til- efni til misskilnings. Seinni fyrirlesturinn um gerð námsefnis „Utvikling af læremidler“ var að nokkru leyti framhald og nán- ari útskýring á ýmsu sem drepið var á í þeim fyrri. Par var sýnt hvernig búa mætti til námsefni með sam- skiptaaðferðina að leiðarljósi. Gerd Manne ítrekaði þar með ýmsum skemmtilegum dæmum að námsáhugi og árangur nemandans sé undir því kominn í hve ríkum mæli efnið höfði til persónuleika hans og aðstæðna. Máli sínu til stuðnings sagði fyrirlesarinn t.d. frá því að hún hefði eitt sinn kennt er- lendum læknum og hjúkrunarfólki. Pegar henni hugkvæmdist að taka venjulega nafnorðaæfingu og breyta t.d. myndavél í röntgentæki, penna í sprautu, rúmi í skoðunarborð, síma í hlustunarpípu og svo framvegis, varð áhuginn og trúin á notagildi verkefnisins 100% meiri hjá nem- endunum. Því ríkar sem verkefnið höfðar til nemandans, því virkari er hann í náminu og því betri verður námsárangur hans, sagði Gerd Manne. Fyrirlestrar Gerd Manne voru einkar athyglisverðir efnislega, skipulega framsettir og áheyrilegir. Hún valdi að tala fremur norsku en móðurmál sitt sænsku vegna þess að hún sagðist hafa tekið eftir því að útlendingum sem ekki væru vanir að hlusta á viðkomandi mál, gengi oft betur að skilja aðra útlendinga en innfædda. Þótt ekki kynni ég að greina sænskan hreim í máli hennar þótti mér þetta lofsverð tillitssemi við áheyrendur sem ekki voru allir vanir að hlusta á norræn mál. Tom Hutchinson er kennari við málaskóla í Lancaster og höfundur verðlaunaðra kennslubóka í ensku fyrir útlendinga. Hann hélt fyrirlest- ur á ensku undir heitinu „Com- municative teaching of grammar“, sem fjallaði um hvernig kenna má málfræði með samskiptaaðferðinni, þ.e. þjálfa nemendur í að mynda málfræðilega réttar setningar gegn- um eðlilega tjáningu. Fyrirlesturinn hófst á grátfynd- inni sögu undir heitinu: „The sad story of Grammarella", sem í hnotskurn rakti þróun í viðhorfum til málfræðikennslu í tungumála- námi. Hin hryggilega saga af Grammar- ellu sagði frá yndisfagurri dóttur Mr Langwidj T. Ching er átt hafði góða daga með föður sínum og þjóni þeirra Translatio, þar til faðir henn- ar giftist ekkju nokkurri, Mrs Lyn Guistics að nafni. Ekkjan átti dætur tvær, ólaglegar, er hétu Pshyco Lyn Guistics og Socio Lyn Guistics. Sjálf var stjúpa Grammarellu hið versta flagð sem ófrægði hana svo við föður hennar Mr Langwidj T. Ching að vesalings Grammarella féll í ónáð og var hrakin í öskustóna á meðan stjúpmóðirin vonda lét dætur sínar njóta alls hins besta. Á dæmigerða ævintýravísu kom- ust svik upp um síðir og stjúpmóðir- in og ljótu dæturnar fengu makleg málagjöld en Grammarella fékk uppreisn æru hjá föður sínum og baðaði sig í réttmætri aðdáun prins- ins og allrar hirðarinnar við stór- fenglegan dansleik í höllinni. Þessi örstutta endursögn af ævin- týri Tom Hutchinson gefur vonandi hugmynd um að þarna var á ferð hinn ágætasti fyrirlesari, sem flutti mál sitt á bráðskemmtilegan og auð- skilinn hátt. Enda þótt kennsluefni og vinnu- brögð Gerd Manne og Tom Hutch- inson séu nokkuð ólík, komu sömu

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.