Málfríður - 15.11.1988, Page 25

Málfríður - 15.11.1988, Page 25
viðhorf til nemendavirkni og nauð- syn þess að námsefnið höfði til nemandans fram hjá báðum enda byggja þau bæði á sömu grundvallar- hugmynd um að nemandinn læri á því að nota málið í samskiptum við aðra og hlutverk kennarans sé m.a. í því fólgið að búa til aðstæður sem hvetji nemandann til að tjá sig. Eins og sést á kennslubókum Tom Hutchinson aðhyllist hann einkum hina svokölluðu „Project“-vinnuað- ferð, sem hérlendis er líklegast oft- ast nefnd þemavinna. Hann ætlast til að nemendur leiti fanga í eigin um- hverfi en fjalli síðan um viðfangsefni sín á ensku. Þetta telur Tom Hutch- inson fremur hvetja nemendur til að vera virkir en textar sem fjalla um enskan og þar með fjarlægan veru- leika. Tom Hutchinson leggur mikið upp úr því að viðfangsefni séu skemmtileg og krefjist lausna og seg- ist hafa fengið margar af bestu hug- myndum sínum úr gátu- og þrauta- blöðum alls konar sem ætluð eru til dægrastyttinga. í bókum hans er því að finna ýmsa sniðuga leiki og þraut- ir sem krefjast þess að nemandinn beiti málinu. Margt af því sem grunnskóla- kennararnir, sem fyrr er getið, höfðu fram að færa var mjög athygl- isvert en rúmsins vegna vil ég láta mér nægja að geta framlags Bryn- hildar Ragnarsdóttur úr Gagnfræða- skólanum í Mosfellsbæ, sem sagði frá aðferð sem hún hefur beitt til að örva nemendur til að tala. Brynhildur, sem er dönskukenn- ari, hefur með góðum árangri fengið nemendur sína til að búa til „út- varpsþætti" um ýmis efni í tengslum við þemu í námsefninu og tala þætt- ina inn á snældur. Pættir þessir hafa verið unnir í smáum hópum sem heimaverkefni. Til þess að nemend- ur þori frekar að tjá sig er lögð áhersla á að verkefnið sé ekki ætlað til flutnings í bekknum nema með leyfi flytjenda. Sýnishornin sem Brynhildur hafði meðferðis af verk- efnum nemenda báru vott um leiftr- andi vinnugleði og hugmyndaauðgi nemendanna sem auk þess að öðlast færni í að tala dönsku virðast vera upprennandi fjölmiðlastjörnur. Athyglisverðast þótti mér að getuminni nemendur reyndust síst ragari við þáttagerðina en þeir sem meiri færni hafa og voru framfarir þeirra frá hausti til vors hreint ótrú- legar. Þess má og geta að einn af þátt- takendum á námskeiðinu sagðist hafa látið nemendur skila ákveðnu efni á snældu og metið sem munn- legt próf og hefði það gefist betur en próf með hefðbundnum hætti. í lok námskeiðsins fór fram upp- gjör og almennar umræður um skipulag og framkvæmd námskeiðs- ins. Almennt þótti mönnum nám- skeiðið hafa tekist vel og voru ánægðir með framlag fyrirlesara og stjórnenda. Helst var gagnrýnt að setur hefðu oft orðið nokkuð langar og þörf hefði verið á fleiri hléum því þátttakendur fengu varla nóg tæki- færi til að kynnast og bera saman bækur sínar en það er ekki ónauð- synlegasti þátturinn í námskeiðum af þessu tagi. Þetta atriði kom reyndar nokkuð niður á verkefna- gerðinni því fólk var seint að koma sér að verki, sakir ókunnugleika. Kennarar úr fámennum skólum utan af landi voru sérstaklega þakk- látir fyrir bókasýninguna, tækifærið til að vinna með öðrum og til að komast í kennslumiðstöðina sem allt eru hlunnindi sem við á höfuðborg- arsvæðinu teljum sjálfsögð og met- um ef til vill ekki að verðleikum. Fáeinir voru óánægðir með að námskeiðin höfðu verið sameinuð og töldu að þeir myndu hafa fengið meira út úr tímanum ef svo hefði ekki verið. Mun fleiri voru þó þeir sem einmitt þótti það aðalkostur þessa námskeiðs að hafa fengið tækifæri til að heyra raddir kennara í öllum málunum og úr öllum deildum grunnskólans og er undirrituð ein- dregið í þeirra hópi. Þyri Árnadóttir, Hagaskóla MÁLASKÓLAR ENSKA - ÞÝSKA - FRANSKA - SPÆNSKA Höfum mikið úrval af tungumálaskólum fyrir unglinga og fullorðna ÍÞRÓTTASKÖLl BOBBY CHARLTON 18 ÍÞRÓTTAGREINAR AUK ENSKUNAMS Ratvís er með einkaumboð fyrir þennan frábæra íþróttaskóla þar sem hægt er að velja um 18 íþróttagreinar auk enskunáms. Leitið nánari upplýsinga (jwivis 25

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.