Málfríður - 15.11.1988, Side 28

Málfríður - 15.11.1988, Side 28
ENSKUNÁMSKEIÐ Dagana 23.-25. ágúst s.l. hélt Fé- lag enskukennara, HÍ og KHÍ nám- skeið í Reykjavík fyrir enskukenn- ara í grunn- og framhaldsskólum. Námskeiðið var vel sótt. Leiðbein- andi okkar var Dave Allan, for- stöðumaður Bell School of Lan- guages í Norwich á Englandi. En eins og áður hefur komið fram í Mál- fríði sóttu íslenskir kennarar nám- skeið í þeim skóla sumarið 1987. Yfirskrift námskeiðsins var: „Teaching language for commun- ication - activating the language ciassroom“. Aðaláhersla var sem sagt lögð á að kynna okkur hvernig betur mætti virkja nemendur í skóla- stofunni og um leið gera kennsluna skemmtilegri á markvissan hátt. Hinu hefðbundna fyrirlestrar- formi var sleppt, í stað þess fengum við að „upplifa" flestar þær hug- myndir sem kynntar voru. Allir virt- ust njóta sín vel í hlutverki nemand- ans og vonandi á þessi reynsla okkar eftir að skila sér í skólastarfinu fram- vegis. Leikir voru notaðir til að æfa margvísleg atriði svo sem: orða- forða, áherslur og hrynjandi og al- menn tjáskipti við mismunandi að- stæður. Því miður kom fram hjá kennurum að í sumum skólum á Is- landi eru þrengsli það mikil að nær ógerlegt er að koma mörgum þess- ara hugmynda í framkvæmd. Söngtextar voru teknir fyrir og sýnt fram á að þá má nota á margan hátt. Eyðufylling er til margs nýt: strika má út t.d. nafnorð, lýsingarorð eða sagnorð í textanum og láta nemend- ur fylla í eyðurnar áður en hlustað er. Á sama hátt má æfa forsetningar eða nýlærðan orðaforða. Þá má sleppa endaorðum í línu og láta nemendur fást við rím; eða klippa sundur texta og láta nemendur raða saman. Möguleikarnir eru margir. Að lokum fengum við alltaf réttan texta í hendur og hlustuðum þá í annað sinn. Þessi þáttur námskeiðs- ins þótti mér mjög uppörvandi þar sem ég hef verið heldur rög við að nota söngtexta í kennslu. Til þess að mappan með öllum góðu hugmyndunum lenti nú ekki niðri í skúffu og gleymdist, fletti ég í gegnum námsefni komandi skólaárs þegar heim kom og merkti við þá staði þar sem mér þótti henta að bæta inn söngtextum, leikjum og öðru slíku til frekari æfinga á atrið- um í texta og málfræði. En þar sem þyngdarstig æfinganna sem við spreyttum okkur á miðaðist heldur við getu framhaldsskólanema, verð- um við grunnskólakennarar að beita einföldunaraðferðinni áður en við leggjum þær fyrir okkar fólk. Hér á eftir fylgja tvö dæmi um söngtexta frá fyrirlesara. I’ve got you babe (UB40 & Chrissie Hynde) They say we’re young and we don’t We won’t find out until we grow— Well I don’t know, baby, if that’s —true— ’Cos you’ve got me and baby I’ve got-yeu— Babe I’ve got you babe, I’ve got you babe They say our love won’t pay the - rent Before it’s earned our money’s always spent I guess that’s so, we don’t have a —iet— But at least I’m sure of all the things we’ve get- Babe I’ve got you babe, I’ve got you babe I’ve got flowers in the spring I’ve got you to wear my ring And when I’m sad, you’re a-elewn— Við hér í SÖGUBÚÐINNI, Laufásvegi 2 í Reykjavík, viljum vekja athygli á að við höfum í auknum mæli séð um að hafa á lager þær erlendu kennslubækur sem notaðar eru í framhaldsskólum landsins. Við bjóðum þér að líta inn hjá okkur til skrafs og ráðagerða um innkaup á bókum sem henta þinni kennslu. Þá viljum við vekja athygli þína á að við höfum lagt áherslu á að hafa gott úrval af þýskum bókum í versluninni, auk þes sem við sérpöntum ýmsar bækur fyrir einstaklinga og skóla. Slíkar pantanir eru yfirleitt innan við 14 daga á leiðinni. Sögubúðin LAUFÁSVEGI 2, SÍMI 27144 28

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.