Bæjarins besta - 16.10.1991, Qupperneq 2
2
BÆJARINS BESTA • Miövikudagur 16. október 1991
—Meðal annars—
-á sýningarsvæði-
MMC Lancer GLX M',
árg ’89 Ek. 14.000 km.
Verð 880.000,- Bein sala.
MMC L-300 Minibus 4x4
88. Ek. 80.000 km. Verð
1.300.000. Sk. á ódýrari
Toyota Corolla Touring 4x4
árg. '89 Ek. 46.000. Verð
1.190.000 Sk. ágóðum 4x4.
Mazda 323 GLX árg ’87
Ek. 35.000 Verð 590.000
Litur hvítur. Bein sala.
Toyota Corolla XL 4x4 '90.
Ek.20.000 Verð 1.230.000
Litur hvítur. Sk. á ódýrari.
Nissan Sunny station 4x4
'88 Ek. 46.000 Verð 790.000
Hvítur. Sk. á 89-90 4x4
Ford Fiesta '86
Ek. 60.000 Verð 320.000
Svartur. Bein sala.
ýV Áhersla lögð á traust ýr
■fr og örugg viðskipti. tíf
ýV Höfum á skrá -fc
■ýV um 850 bíla ■&
☆ LEITIÐEKKI -fr
☆ LANGT YFIR SKAMMT 7?
Opið
mánudaga-föstudaga
kl. 1000- 1800og
laugardaga kl. 1300 - 1700
BÍLASALAN
ELDING s/f
Skeiði 7, 400 ísafirði
sími 94-4455, fax4455
Lesendur:
„Hef sagt mig úr
Þjóðkirkjunni
- segir Ásthildur C. Þórðardóttir m.a. í bréf i sínu
• Ásthildur C. Þórðardóttir.
EG HEF í dag sagt mig
úr Þjóðkirkjunni, þar
með er ég ekki lengur í Isa-
fjarðarsöfnuði. Þessi
ákvörðun var ekki erfið, ein-
faldlega vegna þess að
afstaða mín til kærleika,
friðarvilja og samkenndar
með samferðarmönnum er
önnur en mér virðist með
það fólk sem fer með mál-
efni safnaðarins.
Ef sú ákvörðun hefði ver-
ið tekin, að hafa alntenna
atkvæðagreiðslu í bænum,
um það hvort ætti að byggja
upp gömlu kirkjuna eða
byggja nýja, hefði ég ekki
gert slíkt, óháð því hvernig
sú atkvæðagreiðsla hefði
farið.
Undarlegur er sá ofsi og
þjösnagangur sem sumt fólk
hefur viðhaft, bæði á fund-
um og annars staðar. Ég
hefði haldið að fólk sem tel-
ur sig sannkristið og gefur
sig þar að auki út fyrir að
sinna andlegum málefnum
safnaðarins, ætti þann innri
frið og rósemi að geta litið
upp fyrir dægurþrasið, að
það elskaði sannleikann og
náunga sinn. Jesús sagði
þegar hann var nelgdur á
krossinn: „Faðir, fyrirgef
þeim því þeir vita ekki hvað
þeir gjöra.“
Ég veit að reiði og hatur
eru mannskemmandi tilfinn-
ingar og þess vegna ætla ég
að reyna að vera jákvæð og
vinna í því að vera góð
manneskja alla daga, ekki
bara klæða mig í heilagleik-
ann á sunnudögum. Ég hef
líka þá trú að allt það illa
sem maður gerir öðrum
komi aftur til baka og hitti
mann sjálfan, og kannske
verða engir jafn hissa, þegar
staðið er frammi fyrir dóm-
aranum mikla á hinstu
stundu en einmitt þeir sem
telja sig hafa lifað svo
flekklausu og kristilegu lífi.
Ég vil svo nota tækifærið
til að þakka öllu því góða
fólki sem vann að þeirri
sannfæringu sinni að það
væri tryggt að óyggjandi
meirihluti stæði bak við þá
ákvörðun sem endanlega
lægi fyrir í kirkjumálinu svo-
kallaða. En við báðum víst
um of mikið.
P.s. Mér finnst einhvern
veginn að Þjóðkirkjan okk-
ar hafi dagað uppi og standi
eins og þurs úr öllum tengsl-
um við hinn almenna borg-
ara. Prestar og prelátar
hugsi meira um kaup og
kjör, heldur en að vera
sálnahirðar og fyrirmyndir.
Það að leita sannleikans og
nálgast Jesúm Krist sé orðið
aukaatriði.
Með þökk fyrir birting-
una.
Ásthildur C. Pórðardóttir.
ísafjarðardjúp:
Gott ástand
rækjustofnanna
- en sjómenn afar óánægðir
með verðið, segir Arnar Kristjánsson
RÆKJUSJÓMENN við
ísafjarðardjúp héldu
fund með Guðmundi Skúla
Bragasyni, forstöðumanni
Hafrannsóknarstofnunar á
ísafirði, á mánudagskvöldið
um ástand rækjustofna í Isa-
fjarðardjúpi fyrir komandi
rækjuvertíð. BB hafði sam-
band við Arnar Kristjánsson
formann smábátafélagsins
Huginn og skipstjóra á
rækjubátnum Þorsteini og
spurði hann um hvað fram
hefði komið á fundinum.
Arnar sagði að Guð-
mundur Skúli hefði útskýrt
fyrir sjómönnunum hvernig
ástandið í Djúpinu væri.
Hafrannsóknarskipið Dröfn
hefur verið við rækjurann-
sóknir í Djúpinu nú í viku
og væri rannsóknum nú lok-
ið. Rækja væri mjög víða í
Djúpinu og utar en verið
hefur. Þar sem lítið hefði
fengist í fyrra væri sæmileg
veiði nú og hvergi hefði ver-
ið alveg dautt. Rækjan er
mjög góð og væri alveg nið-
ur í 160 stk í kílóið. Mjög lít-
ið væri af seiðum í aflanum
og væri það ekki til trafala
nú. Arnar sagði, að svolítið
væri um síldarkræðu og
loðnu í aflanum nú. Dröfn
hefði þurft að henda afla úr
tveim hölum undir Bæjahlíð
vegna þess.
Arnar kvað Dröfn vera
búna að rannsaka allt Djúp-
ið og hann hefði beðið Guð-
mund Skúla að koma á fund
með rækjusjómönnum og
fara yfir málin með þeim.
Guðmundur hefði farið suð-
ur með gögnin á þriðjudag
og reiknaði með að veiðar
gætu hafist nk. föstudag.
Arnar sagði að rækuverð-
ið hefði einnig verið rætt á
fundinum og væru menn
afar óánægðir með verð-
lækkun þá sem orðið hefur á
rækjunni. Sjómenn myndu
mótmæla því kröftuglega
innan tíðar. Verðlagsráð
hefði ákveðið verðið og
staða rækjuverksmiðjanna
væri þannig, að ekki væri
um annað að gera en að róa
upp á þessi býti. Það væri að
berja hausnum við steininn
að reyna að hnika því til.
Arnar sagðist að lokum ekki
vera hræddur um að sjó-
menn losnuðu ekki við rækj-
una, en þeir vildu brýna það
fyrir öllum seljendum rækju
við Djúp að róa helst ekki
fyrr en þeir hafi greiðslu-
tryggingu í höndunum.
-GHj.
Lesendur:
Athuga-
semd
Bæjarins besta,
hr. ritstjóri, Sigur-
jón J. Sigurðsson, Sólgötu
9, 400 ísafjörður.
Vegna frcttar í blaði
þínu miðvikudaginn 9.
okt. vildum við taka eftir-
farandi fram til þcss að
forðast allan misskilning:
Hreppsráð Patrcks-
hrepps hefur ekki óskað
eftir því að Flugleiðir skili
inn sérleyfi til Patreks-
fjarðar og ekki eru, af
hálfu Flugleiða, uppi
áform um að hætta þvf
flugi.
Viðkomandi aðilar leita
nú leiða til þess að bæta
þjónustu við þessi byggð-
arlög og gæti það haft í för
með sér að Flugleiðir leit-
uðu til annars flugrekstrar-
aðila til þess að sinna hluta
af fluginu en allt flug væri
samt sem áður undir
merkjum Flugleiða og um
það giltu staðlar félagsins
um öryggi og þjónustu.
Vegna þjálfunar flug-
manna á Fokker 50 flug-
vélar félagsins er fyrirsjá-
anleg einhver röskun á
áætlun í sex til átta vikur í
byrjun næsta árs.
Kveðja.
Kolbeinn Arinbjarnarson,
forstöðumaður
innanlandsflugs Flugleiða.
Olafur Arnfjörð,
sveitarstjóri
Patrekshrepps.
Vestfirðingar
í tilefni af 10 ára afmœli Ferðaskrifstofunnar bjóðum við
16 dagaferð til Orlando um jólin. Gistverður áhinu glœsi-
lega íbúðarhóteli Mariott Residence Inn sem er á Lake
Buena Vista svæðinuþar sem Disney Worldgarðarnir eru.
íslenskur fararstjóri.
Brottför ferðar frá Keflavík er 13. desember.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofunni
í símum 3457 og 3557.