Bæjarins besta


Bæjarins besta - 16.10.1991, Page 4

Bæjarins besta - 16.10.1991, Page 4
4 BÆJARINS BESTA • Miðvikudagur 16. október 1991 Óháð vikublað á Vestfjörðum. Útgefandi: H-prent hf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður ST 94-4560. Ritstjóri: Siguijón J. Sigurðsson © 4277 & 985-25362 Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson S 4101 & 985-31062. Blaðamaður: Gísli Hjartarson S 3948. Útgáfudagur: Miðvikudagur. Upplag: 3800 eintök. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Sólgötu 9, ® 4570 • Fax 4564. Setning, umbrot og prentun: H-prent hf. Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. I---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------1 Leiðarinn: Heimsmeistarar Þegar KR-ingar höfðu fengið á sig tveggja stafa markasúpu á móti rússneska liðinu Dynamó, hér um árið, án þess að geta svarað fyrir sig, stóð Egill nokkur rakari á fætur í stúkunni á gamla Melavellinum í Reykjavík og hrópaði: Áfram KR, þið eigið leikinn! Lengst af hefur þátttaka íslendinga f alþjóðakeppn- um byggst á skopskyni rakarans og gamla slagorðinu, að vera með, sem á dögum peningaveldis í íþróttum er rykfallið og flestum gleymt. Uppfullir af rakarahúmornum hafa fjölmiðlar búið til flestar tegundir meistara áður en á hólminn var komið. Eftir á, þegar meistararnir okkar höfðu ekki orðið meistarar, bjargaði rakarinn okkur á nýjan leik: Þetta gengur betur næst! Þegar íslendingar héldu til Japans í úrslit heimsmeist- arakeppninnar í bridge voru þeir svo orðvarir, að fyrir- sagnameistarar fjölmiðlanna gleymdu bumbum sínum. Þögnin varði þó ekki lengi, þar sem fréttir bárust senn um afburða frammistöðu spilamannanna. Fjölmiðlarnir tóku kipp, en rósemi keppenda varð ekki haggað. Hvert spil og hver lota var viðfangsefni út af fyrir sig og fyrr en hverjum áfanga lyki yrði ekki spurt að leikslok- um. Jesse Owens, hlauparinn heimsfrægi, þótti á ýmsan hátt ímynd hins sanna íþróttamanns. Þegar þjóðverjinn Lutz Long náði sömu stökklengd og Owens í langstökk- skeppni Olympíuleikanna 1936, varð Jesse fyrstur manna til að óska honum brosandi til hamingju. Svo stökk hann bara lengra en þjóðverjinn í næsta stökki. íslensku keppendurnir sýndu það í Yokohama að þeir voru vel undirbúnir. Brosið var aðalsmerki þeirra. Þeim þótti að sjálfsögðu vænt um hvatninguna að heim- an, en þeir létu ekki eftirvæntinguna og spenninginn heima fyrir hafa áhrif á spilamennskuna. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar tóku að vonum á móti heimsmeisturunum við komuna til landsins. Samlíking á bridge og pólitík er góð. í báðum tilfellum má segja að menn hafi spil á hendi. Stjórnmálamaðurinn og bridgespilarinn geta spilað „hasar“. Það heppnast í und- antekningum. íslendingar urðu ekki heimsmeistarar á þannig spilamennsku. Sjálfsstjórn frá upphafi, með langtíma markmið að leiðarljósi, skilaði þeim að lokum á tindinn. íslendingar hefðu ekki orðið heimsmeistarar ef þeir hefðu talið sér til framdráttar háttu stjórnmála- manna, sem telja sig þjóna best hagsmunum lands og lýðs með vinnubrögðum og málflutningi í spaug- stofustíl. íslenska þjóðin er og má vera stolt af heimsmeistur- unum sínum. Þess vegna taka allir undir heilla og ham- ingjuóskir þeim til handa. s.h. BÆJARINS BESTA - blað sem treystandi er á Lesendur: Nokkur orð um grein Tryggva Guðmundsson hdl. — eftir Jónmund Kjartansson, aðstoðaryfirlögregluþjón ANN 9. október sl. birt- ist í þessu blaði grein eftir Tryggva Guðmunds- son, hdl. varðandi hraða- mælingar lögreglu á vega- köflum þar sem Vegagerð ríkisins vann við lagningu vegklæðningar og hafði af þeim sökum fært umferðar- hraða úr 70 km/klst í 30 km/ klst. Undirrituðum þykir nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um grein lögmannsins til frekari upp- lýsinga fyrir lesendur blaðs- ins, því sitt sýnist hverjum í þessum málum sem öðrum. Lögmaðurinn segir m.a: „Á þessu tímabili virðist lög- reglan hafa talið nauðsyn- legt að stunda hraðamæling- ar með hina nýju viðmiðun að leiðarljósi og voru all- margir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á hraðatíma- bilinu frá 30 til 70 km“. Einnig viðrar lögmaðurinn þá skoðun sína, að það liggi alls ekki á hreinu hvort sekt- arheimild sé fyrir þessu. Það er alveg rétt hjá lög- manninum að lögreglan lagði sérstaka áherslu á hraðamælingar á þessum vegaköflum, enda ekki van- þörf á, vegna umferðarör- yggis og þeirra starfsmanna sem þarna voru við störf. Mjög margir ökumenn komu á lögreglustöð og kvörtuðu, eftir að hafa mætt öðrum bifreiðum sem komu á móti 4 mjög mikilli ferð, á nýlagðri klæðningunni. Framrúður bifreiða brotn- uðu í tugatali en ekki nóg með það, dæmi eru um að hliðarrúður hafi brotnað og einnig var mikið um lakk- skemmdir. Hugsanlega mætti skilja grein lögmanns- ins þannig, að ökumenn á 30 km/klst hraða hafi verið kærðir en svo var auðvitað ekki. Nákvæmlega 12 öku- menn voru kærðir á um- ræddum vegaköflum á hraðabilinu frá 53 km/klst til 74 km/klst. Sá sem hægast ók, og var kærður, ók því á 23 km/klst hraða yfir þeim mörkum sem umferðar- merki, sem þarna voru, gáfu til kynna sem hámarks- hraða. í Bæjarins Besta þann 4. september 1991 er frétt á baksíðu og er yfirskrift hennar „Óvenju mikið um framrúðubrot - menn aka of hratt á nýju slitlagi". Þar er haft eftir umboðsmanni Sjóvá-almennra og umboðs- manni VIS, að mikið hafi verið tilkynnt af framrúðu- brotum vegna aksturs á ný- lögðu slitlaginu. Umboðs- maður Sjóvá-almennra giskaði á, að á degi hverjum á þessu tímabili væri líklega um 10 - 15 framrúðubrot til- kynnt til tryggingafélaganna á staðnum. Þann 10. þ.m. • Jónmundur Kjartansson. fékk ég þær upplýsingar á skrifstofu VÍS hér á ísafirði, að um 40 framrúðutjón hafi verið tilkynnt þangað, sem rekja mætti beint til lagnin- ar umrædds slitlags. Ég geri ráð fyrir því sjálfur, að tölur þessar hefðu verið miklu hærri, hefði lögregla ekki verið við mælingar eins og gert var en læt almenningi eftir að dæma þar um. Þó tel ég öruggt mál, að þeir sem lentu í þeirri óskemmtilegri reynslu, að bifreiðar þeirra urðu fyrir skemmdum, séu ekki sammála lögmanninum um að lögregla hafi gerst offari þarna, eins og skilja má af lestri umræddrar greinar. Lögmaðurinn talar um, að hann telji vafasamt að beita sektum í tilvikum sem þessum þar sem um tíma- bundnar hraðatakmarkanir er að ræða. Brot þessi séu ekki framin af ásetningi heldur afsakanlegu gáleysi vegna þess mannlega eigin- leika að haga sér samkvæmt hinu daglega lífi. Ég get tek- ið undir það hjá lögmannin- um að það er manninum eiginlegt að haga sér sam- kvæmt venju í hinu daglega lífi og það tel ég að hafi einmitt verið að gerast þarna. Það er nefnilega stað- reynd, því miður, að nokkur hluti ökumanna virðir ekki að jafnaði auglýstan há- markshraða, og gildir þá einu hvort um er að ræða hinn hefðbundna hámarks- hraða eða hraða sem færður er niður af Vegagerðinni í samræmi við reglur þar um. Það er því ekki nýr sann- leikur fyrir lögregluna, að sumir ökumenn virði ekki hámarkshraða, þó svo flest- ir geri það, sem betur fer. Frá áramótum til 10. þ.m. hafa 314 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á ísafirði. Með hliðsjón af þessum tölum get ég tekið undir orð lögmannsins um að ökumenn þeir, sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur á umræddum vega- köflum, hafi ekið samkvæmt venju, þ.e. ekki virt þann há- markshraða sem umferðar- merki gáfu til kynna um að gilti á þessum tíma. Það liggur fyrir að merk- ingar Vegagerðarinnar á þessum köflum voru mjög áberandi og til fyrirmyndar og gátu ekki farið fram hjá ökumönnum. Einnig vakti Svæðisútvarp Vestfjarða, að beiðni lögreglu, sérstaka at- hygli á þessum framkvæmd- um og beindi þeim tilmælum til ökumanna að virða þann hámarkshraða sem þarna var tilgreindur. Ég er því ósammála lögmanninum um að þetta hafi verið illa aug- lýst og ef hann á við það, að þetta hafi ekki verið auglýst í Lögbirtingablaðinu þá full- yrði ég, að enginn ökumað- ur ekur eftir sérstökum til- kynningum í Lögbirtinga- blaði, heldur einungis þeim umferðarmerkingum sem til staðar eru við þann veg, sem ekið er um hverju sinni. Þá kem ég að þeirri rök- færslu lögmannsins að sið- ferðilega sé mjög vafasamt að sekta við þessar aðstæð- ur. Þetta er auðvitað skoðun lögfræðingsins en þar sem skilja mætti á greininni að þetta sé einstök geðþótta- ákvörðun lögreglunnar á ísafirði skal það upplýst, að ríkissaksóknari hefur ákært í málum sem þessum hafi sektarboði lögreglustjóra og dómsátt verið hafnað. Það er því alveg ljóst, að skoð- anir yfirmanna lögreglu á Isafirði og ríkissaksóknara fara þarna saman. Ekki veit ég þó til að reynt hafi á mál sem þetta hjá Hæstarétti, þó svo geti vel verið. Einnig liggur það fyrir að lögregla víðs vegar um landið hraða- mælir og kærir vegna hrað- aksturs á köflum sem hér er um rætt. Við störf sín hlýtur lögregla að fara eftir þeim reglum sem gilda um umferð um veg hverju sinni, ekki síst miða vinnu sína við þann hámarkshraða sem settur er um veg. Það má einnig vera öllum ljóst, að lögreglustjóri myndi ekki bjóða viðkom- andi ökumönnum að Ijúka máli með greiðslu sektar, teldi hann ekki að um brot væri að ræða. Það er hins vegar mál hvers og eins hvort hann hafnar sektarboði lög- reglustjóra og kjósi frekar að mál hans hljóti hefðbundna dómsmeðferð. Lögmaðurinn talar um það í grein sinni að fólki hafi verið „sendir gíróseðlar með háu sektargjaldi og í kjölfar þess ítrekun með óbeinni hótun um hand- töku“. Einnig talar hann um að „lögreglan hafi að nætur- lagi klippt númer af óskoð- uðum bifreiðum án þess að reynt hafi verið að hafa samband við viðkomandi Víkurbær um helgina Föstudasskvöld: Lokað. Lausardasskvöld: Pöbbinn opinn frá kl. 23 til 03. Kalli Hallgríms og Bjami Ketils sjáumfjörið Víkurbær SKEMMTISTAÐUR Bolungarvík - Sími 7130 Verið velkomin

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.