Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 12
Þyri Árnadóttir: NAMSKEIÐ FYRIR DÖNSKUKENNARAÁ SCHÆFFERGÁRDEN Hér birtast loksins nokkur stðbúðin orð um velheppnað námskeið fyrir framhaldsskólakennara í dönsku sem Félag dönskukennara gekkst fyrir í Danmörku í fyrrasumar. Námskeiðið fór fram á Schæffergárden í Gentofte, dagana 30. júlí — 10. ágúst sl. undir styrkri stjórn Erlu Elínar Hansdóttur og Michaels Dahl úr stjórn Félags dönskukennara. Þátttakendur voru alls 24 frá 13 skólum, 4 karlar og 20 konur. Schæffergárden er rómaður meðal þeirra sem þar hafa dvalist og hefur ágæti hans sem námskeiðsstað- ar þegar verið lýst á síðum Málfríðar. Hér er þvi látið nægja að staðfesta að ekkert hefur þar verið ofsagt um lysti- semdir í mat og drykk, prýðilegan að- búnað og fegurð umhverfis. Námskeiðið sem reyndar hófst hér heima á íslandi með töluverðum heimalestri áður en lagt var upp, var hvað vinnu áhrærir býsna strembið, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að mikil hitabylgja gekk yfir Sjáland megnið af námskeiðstímanum. Nám- skeiðið byggðist upp á fyrirlestrum, umræðum og ýmiss konar hópvinnu frá 9—16 dag hvern, auk nokkurs heimalestrar á kvöldin. Boðið var upp á leikhús- og safnferðir utan kennslu- stunda og Dansklærerforeningen stóð fyrir dálítilli bókakynningu í nám- skeiðslok. Fjórir fyrirlesarar voru á námskeið- inu og fjölluðu þeir um eftirtalin efni: Karen Risager: Kulturformidling i fremmedsprogsundervisningen. Sem dæmi um danska menningu og staðhætti sem vert væri að fást við í dönskukennslunni fjallaði Karen Ri- sager einkum um ýmislegt er varðar danskan landbúnað svo sem matvæla- framleiðslu, landfræðilega staðhætti, loftslag, innflutning og útflutning landbúnaðarvara, svo og matarvenjur Dana. Hún byggði einkum á efni um Slagteriskolen í Roskilde. Óblandn- asta hrifningu þátttakenda vakti hátíð- arsöngur um ágæti danskra pylsu- garna, „Tarmvisen om den skonne svinetarm“. Var kvæðið kyrjað af inn- lifun, þó að söngur um mjólkurísfram- leiðslu hefði ef til vill átt betur við í hitanum. Knud Anker Jensen: Sprogind- læring og sprogundervisning. Knud Anker hélt sig mest við hina fræðilegu þætti tungumálakennslunn- ar. Hann fjallaði um muninn á er- lendu máli og öðru máli (máli 2), út frá kennslufræðilegu sjónarmiði.* Fyr- irlestur hans skiptist íþrjá meginþætti: — hvernig nemandi tileinkar sér er- lent mál, — samtal um kennsluaðferð þar sem nemandinn er í brennidepli, svörun og viðbrögð kennara, — kennsluefni og aðferðir í tungu- málakennslu. Erik Skyum-Nielsen: Fortæller- kunsten i 80erne, pá baggrund af romanen i 60erne og 70erne og Lyrik pá papir, plade og video. Fagnaðarfundir urðu með Erik Sky- um-Nielsen og gömlum nemendum og öðrum f hópi þátttakenda sem kunnugir voru honum frá lektorstíð hans við Háskóla íslands, enda er hann mjög líflegur og áheyrilegur fyr- irlesari með sérstaka þekkingu á að- stæðum í dönskukennslunni hér. í erindi sínu um bókmenntir nfunda áratugarins fjallaði Erik um fjölmarg- ar skáldsögur, auk nokkurra ljóða, dægurlagatexta og vídeómynda, sem hann taldi geta nýst í dönskukennsl- unni f framhaldsskólum hér á landi. 12

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.