Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 32

Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 32
Nýtt kennsluefni í ensku og spænsku: Accent on English 2 Accent on English 1 hefur verið notað í vetur til enskukennslu byrjenda í framhalds- skólum. í sumar kemur út 2. hluti af þessum vinsælu bókum, bæði lestrarbók og vinnubók. Lestrarbækurnar geyma leskafla af ýmsu tagi frá mismunandi mál- svæðum enskrar tungu. Leskaflarnir eru lengri en tíðkast hefur í viðlíka bókum. Þeir fjalla um kunn málefni eða eru úr þekktum verkum. Köflunum fylgja glósur og spurningar. í vinnubókinni er farið ítarlegar í efnið með skriflegum og munnlegum æfingum. Þar eru einnig málfræðiæfingar, æfíngar sem miðast við orðmyndun og orðaforða og stílar. Elísabet Gunnarsdóttir enskukennari íslenskaði. Eso sí er nýtt kennsluefni í spænsku, lesbók, vinnubók, glærur og hljóðsnældur sem ætlað er byrjendum í spönskunáminu. Efnið er samið af sænskum og spænskum kennurum og notað víða í Evrópu. í lesbókinni eru samtöl og frásagnir sem sækja orðaforða í daglegt nútímamál Spánar og Suður-Ameríku, og er efnið þannig uppbyggt að nemendur geti strax látið reyna á orðaforða sinn. Ymiss konar æfíngar fylgja textunum ásamt með spænsk-íslenskum orðalista. í æfingabókinni eru margs konar æfíngar sem reyna á öll atriði málþjálfunar. Þar er einnig að fínna glósur sem fylgja textunum í lesbókinni, íslensk-spænskan orðalista, auka leskafla og nokkur ljóð. Sigurður Hjartarson íslenskaði efnið. Mál og menning

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.