Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 29
HÁSKÓLIÍSLANDS endurmenntunarnefnd Félag dönskukennara Námskeið í málaðgerðum og samtalsgreiningu ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað dönskukennurum á framhalds- skólastigi og í efstu bekkjum grunn- skóla. Hámarksfjöldi er 30 manns. EFNI: Markmiðið er að þátttakend- ur geti notað hugtök úr samtalsgrein- ingu og málaðgerðafræðum og fái samskipta- og röksemdafærsluþjálfun í dönskukennslu. Samtöl verða greind, bæði samtöl af myndbandi, undirtexti og valdatafl og eins verða teknir fyrir leikhústextar. LEIÐBEINANDI: John E. Andersen, umsjónarmaður kennslu í dönsku fyr- ir erlenda stúdenta við Stofnun nor- rænna fræða við Kaupmannahafnar- háskóla. UMSJÓN: Erla Elín Hansdóttir, kennari í Kvennaskólanum í Reykja- vík, og Málfríður Þórarinsdóttir, kenn- ari við Tækniskóla íslands. TÍMI: 15. ágúst, kl. 13.00—16.30 og 16.-17. ágúst, kl. 9.00-16.30. Samtök móðurmálskennara „Þeir fóru vestur" - námskeið fyrir íslensku-, færeysku- og norskukennara ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað, eins og kemur fram í titlinum, íslensku-, færeysku- og norskukenn- urum. Hámarksfjöldi þátttakenda er 30-35. EFNI: I fyrri hlutanum verður fjall- að um samtímabókmenntir í Noregi, í Færeyjum og á íslandi. Þátttakendur munu auk þess vinna undir leiðsögn að þýðingum á stuttum textum af er- lendu málunum á móðurmál sitt. í seinni hlutanum verður fluttur fyr- irlestur um norrænar fornbókmenntir og að þvi' loknu verður farið í ferðalag um Egluslóðir undir leiðsögn Vé- steins Ólasonar. Auk þess verður kynnt ný útgáfa Heimskringlu og rætt um það hvernig megi nýta hana f kennslu. Námskeiðið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og er hluti af fimm ára áætlun um aukna menningarsam- vinnu sem gengur undir nafninu Nordmál. LEIÐBEINENDUR: Dagný Kristjáns- dóttir frá íslandi, Turið Joensen frá Færeyjum, Per Olav Kaldestad frá Noregi og Vésteinn Ólason frá íslandi. UMSJÓN: Samtök móðurmálskenn- ara, Móðurmálslærarafélag Föroya, Landslaget for norskundervisningen og Nordisk spráksekretariat í Osló. TÍMI, STAÐUR OG VERÐ: 25.-30. júlí. Námskeiðið verður haldið í Reyk- holti í Borgarfirði. Þátttökugjald er kr. 12.000. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skrán- ing fer fram hjá Endurmenntunar- nefnd eða hjá umsjónarmanni nám- skeiðsins, Þuríði Jóhannsdóttur, í síma 20826. Hún veitir jafnframt upp- lýsingar um mögulega styrki og fleira gagnlegt. Menntamálaráðuneytið Fullorðinsfræðsludeild Námskeið: Að kenna fullorðnum ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað kennurum við öldungadeildir framhaldsskóla og öðrum er fást við fullorðinsfræðslu. EFNI: Meginviðfangsefnið er hinn fullorðni sem námsmaður. Fjallað verður um spurninguna hvort aðrar kennsluaðferðir eigi við fyrir fullorðið fólk en unga námsmenn. LEIÐBEINANDI: Bjarne Wahlgren, prófessor f fullorðinsfræðslu við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn. TÍMI: 27.-28. september, kl. 9.00-16.00. ☆ 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.