Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.05.1991, Blaðsíða 23
Jónína Ólafsdóttir: Ljóðaverkefni Ljóðið sem lagt er fyrir er „This is Just to Say“ eftir William Carlos Williams. Ljóðið sett upp á myndvarpa. Byrj- að á því að leggja fyrir titil ljóðsins —hvenær er þetta orðalag notað, í hvaða tilvikum? Fá fram hjá nemendum að það er til dæmis þegar sendir eru smásneplar eða stutt skilaboð milli tveggja aðila (I just wrote to say... I just called to say... o.s.frv.). Því næst er ljóðið í heild kynnt fyrir öllum bekknum á myndvarpanum. Nemendum er skipt í 2 hópa og þeir beðnir að íhuga, ræða, og komast að niðurstöðum um eftirfarandi atriði í hvorum hópi fyrir sig: Hópur 1: Hver er sá/sú sem skrifar þessi skilaboð, hvers vegna skrifar hann/hún skilaboðin, hver eru tengsl- in við þann/þá sem skilaboðin eru skrifuð til? Hópur 2: Hver er sá/sú sem fær skilaboðin, saga hans eða hennar og tengsl við þann/þá sem skrifar? Þegar nemendur hafa lokið hóp- verkefnunum kynna þeir útgáfu sína af persónunum bak við ljóðið. Þegar hóparnir hafa kynnt niður- stöður sínar er brugðið á myndvarp- ann „Variations on a Theme by William Carlos Williams" eftir Kenn- eth Koch til þess að víkka út mögu- leika sögunnar á bak við ljóðið. Farið í gegnum erindi tilbrigðisins með bekknum, umræður um hvort persónurnar á bak við ljóðið ríma við það sem Kenneth Koch hefur að segja eða hafa nemendur skilið ljóðið „This is Just to Say“ á allt annan hátt? Eftir umræður er verkefni bekkjar- ins í heild að búa til tilbrigði við ljóðið „This is Just to Say“, en frá sjónar- horni þess sem fær skilaboðin, öfugt við það sem Kenneth Koch gerir. Til- brigðið sem nemendur semja er skrif- að upp á töflu af kennara (þannig að þeir hafi ljóð Kochs fyrir augunum á myndvarpanum á meðan þeir semja sitt tilbrigði). This is Just To Say I have eaten the plums that were in the icebox and which you were probably saving for breakfast Forgive me They were delicious so sweet and so cold William Carlos Williams Variations on a Theme by William Carlos Williams í I chopped down the house that you had been saving to live in next summer. I am sorry, but it was morning, and I had nothing to do and its wooden beams were so inviting. 2 We laughed at the hollyhocks toget- her and then I sprayed them with lye. Forgive me. I simply do not know what I am doing. 3 I gave away the money that you had been saving to live on for the next ten years. The man who asked for it was shabby and the firm March wind on the porch was so juicy and cold. 4 Last evening we went dancing and I broke your leg. Forgive me. I was clumsy, and I wanted you here in the wards, where I am the doctor! Kenneth Koch

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.